Nú eru virkilega uppi hugmyndir um að Ríkið kaupi skuldabréf bankanna til að “auka trúverðugleika þeirra”.
Nú vil ég taka það fram að ég hef lítið sem ekkert vit á fjármálum og skrifa þetta upp beint frá sjálfum mér.
Það sem ég er að hugsa;
Ef trúverðugleiki bankanna er skaðaður, er það ekki vegna þess að þeir sýna fram á metgróða ár eftir ár með því að okra svívirðilega á borgurum þessa lands með okurlánastarfsemi og fjárfestingasvindli?
Er það ekki vegna þess að raunverulegt verðmæti þeirra er stórlega ofmetið með tilliti til smæðar þessa lands og verðmætasköpun.
Er það ekki tilkomið vegna þess að verðbólgubylgjan sem er skollin á er bein afleiðing græðgisvæðingar fjármálamanna og bankastjóra þessa sömu banka sem borga sjálfum sér milljóna laun og milljarða meira í hlutabréfum í sínum eigin bönkum.
Sem þeir svo kaupa og selja sjálfum sér aftur og aftur. Svo lána þeir borgurunum fyrir íbúðum á okurlánum sem þeir svo veðsetja til að taka hærri lán erlendis frá og lána svo aftur með enn meiri vöxtum og skapa þannig endalausa bólu af verðlausum peningum sem eru ekki annað en tölur á tölvuskjá gjaldkera og fjárglæframanna sem engin raunveruleg verðmæti eru á bakvið en fjölskyldur þessa lands vinna baki brottnu við að halda í við, og mínusinn sem vex og vex og stefnir hraðbyri niður í botnlausan pytt.
Þessir fjármálasnillingar sem óðu hér uppi fyrir nokkrum misserum og voru bjartasta von íslendinga eru nú komnir í bobba vegna græðgi sinnar og sinnuleysi gagnvart viðskiptavinum sínum og nú eigum við að koma og ljúga fyrir þá um trúverðugleika þeirra?!!
Þetta eru svikarar, þetta eru gráðug svín og okrarar, ég segi láta pýramídasvindlið þeirra hrynja til grunna. látum þá bera virðingu fyrir því fjármagni sem þeim er treyst fyrir af viskiptavinum sínum.
Við áttum bankana, ríkið seldi t.d þessum DÆMDA GLÆPAMÖNNI Bjorgólfi LB fyrir slikk. Hann hefur okrað og grætt milljarða eigum við að koma og bjarga honum?!?!?!
Eða Kaupþing! Banki sem er þekktur fyrir fjárglæfrastarfsemi, okurlán og að fjárfesta aftur og aftur fyrir sömu lánin og peninga viðskiptavina sinn með meiri og meiri vöxtum og skapa þannig peningasnjóbolta sem einungis ríkustu fjárfestingarbankar heimsins ráða við.
Nánast prenta peninga úr engu með allskyns ólöglegum gjöldum vöxtum og meiri vöxtum á margveðsett lán.
Til fjandans með þessa svikara og látum bóluna springa, það gerist akk´ðurat ekkert, því það eru engin verðmæti á bakvið þessa peninga þeirra. Ef raunverulegt mat fær að ráða þá erum við komin aftur á byrjunarreit. sem er gott, því ofmat þeirra á eigin hagnaði og gæðum hefur nú VERIÐ AFHJÚPAÐ og eigum við að breiða aftur yfir það!?
NEI TAKK.
Mér er nákvæmlega sama þótt þeir geti ekki loengur borgað sjálfum sér 10 milljónir á mánuði eða keypt sér annað farsímafyrirtæki, þotu, íbúð í New york,
Eða selt sjálfum sér hlutabréf fyrir milljarð á 200 millur. og selt svo til viðskiptavina sinna aftur á tvo daginn eftir.
ÞETTA SKIPTIR ENGU MALI FYRIR ÞÁ SEM HALDA ÁFRAM AÐ VINNA OG SKAPA VERÐMÆTI, en þeir sem sitja fyrir framan tölvuskjá og krukka í tölum og vinna með ímynduð verðmæti og peninga þeir gætu þurft að fara út og taka upp hamar og gera handtak einu sinni á ævinni.
P.S
Ef einhver er að klóra sér í hausnum yfir verðbólgu spyr ég ; er það frekar stór viðvörunarbjalla þegar ofmatið og ímyndunarveikin á verðmætum er komin á það stig að tveir kofar sem tæki venjulegan smið(Nú tala ég um eitthvað sem ég hef vit á) Mánuð að byggja eru seldir á 600 milljónir?
Hvað næst? Hundakofalán með tíu ára afborgun og tuttugu prósent vöxtum?