Hann er ekkert spes, þetta er þessi týpíski MMO sem af einhverjum ástæðum heillar asíubúa meira en aðra, s.s. þú gerir ekkert annað en að grinda, leikurinn er grind út í eitt. Það er ekkert quest experience, þú grindar bara.
Sumsé, leikurinn er hörmung, lélegt bardaga system sem er hægt og alls ekkert spennandi þar sem þú ert með svona menu sem þú velur hvað þú átt að gera (verið að reyna að hafa þetta í stíl við fyrri FF leiki), og því miður misheppnaðist það hörmulega.
Og svo að lokum, jú, það er fáránlega erfitt að komast inní leikinn. Þegar ég er spilaði hann, var ég einn af fyrstu “Bandaríkjamönnunum” til að ná level 75, ég sumsé byrjaði að spila þegar hann kom út í USA. Við vorum svona 20 ensku talandi karakterar á öllum servernum, við gátum ekkert gert, þar sem Japanarnir voru búnir að taka yfir serverinn, þeir áttu öll high end mobs og þar af leiðandi var ekkert hægt að fá góð items. Ég spilaði hann í ca. ár og á því ári náðu aðrir en Japanir að komast hægt og rólega áfram, þegar ég hætti, fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári, vorum Japanarnir byrjaðir að fá leið á þessu og mér skilst að þetta sé orðið sama sagan aftur nema það að það eru vissar elítur af Bandaríkjamönnum sem stjórna hverjum server. Þannig leit þetta a.m.k. út þegar ég ákvað að kíkja á leikinn aftur á síðasta ári.