Jæja nú langar mér að segja ykkur frá Final fantasy X-2 sem að ég verð að segja að er stórlega vanmetinn leikur..
Þótt að ég sé stelpa er ég bara ekkert hrædd við að segja að mér finnst hann bara hin fínasta afþreyging.
Sagan hefst tveimur árum eftir leik númer X á eyjunni Besaid sem að Yuna hafði búið á frá því að hún var barn. Einn daginn kemur Rikku til hennar og sýnir henni Sphere (myndband) af “honum” (flestir vita kannski hver..) og þær fara þá saman til að finna fleiri vísbendingar um hvort að það sé satt.
Frá þessum punkti þá ræður spilarinn sjálfur hvort hann finnur sannleikann eða ekki, því það er alveg hægt að klára leikinn með sjálfstæðan söguþráð sem að tengist fyrri leiknum lítið sem ekkert.
Maður byrjar í grúbbu sem að kallast Gullwings (mávavængir..?) en hún samsvarar af Yuna, Rikku, Paine, Buddy, Shinra og Brother.
Takmark Gullwings er að safna spheres sem að eru falin alls staðar um Spira (heimurinn).
Í þessum leik, eins og öllum hinum, er fullt af “hliðar-verkefnum” (sidequests) sem að maður getur dundað sér við að leysa í gegnum leikinn eins og t.d Blitzball og sphere-brake sem að er svona með þeim stærri. ..(Ég elska sphere-brake því að ég fokking rúlla í því:þ)
Manni hættir stundum til að gleyma sér í hliðar-verkefnunum í marga klukkutíma án þess að fókusa á söguþráðinn, þar sem að þau geta líka verið mikilvæg í að ná að klára leikinn 100%.
Ólíkt mörgum öðrum Final fantasy leikjum hefur þessi leikur ekki “Liniar” söguþráð (storyline). Sem sagt eftir að leikurinn byrjar getur maður bara farið upp í flugskipið Celsius og farið hvert í heiminum sem að maður vill. Maður getur samt líka farið í “hotspot” verkefni til að halda áfram með söguþráðinn. Með þessu móti getur maður ráðið sjálfur hversu fljótt maður vinnur leikinn, í staðin fyrir að vera að gera þetta frá a-ö. Þessi leikur brýtur nokkrar hefðir frá gömlu Final fantasy leikjunum.
Bardagasystemið er í þessum leik eins og gömlu með “Active time battle” þar sem að maður þarf að skipuleggja (strategya) vel hvert einasta högg á óvin og vera fljótur því annars verður hann fyrri til.
Það er nokkuð margt skemmtilegt við bardagakerfið í þessum leik. Maður getur t.d látið alla ráðast á targetið á sama tíma og fengið “chain attack” sem að gerir meiri skaða, og ef að maður skipuleggur vel er hægt að ráðast þannig á að óvinurinn fái lítið sem ekkert að gera, þannig að tími skiptir miklu máli í þessum leik.
Í þessum leik er einnig “Dress-sphere system” þar sem að þú getur skipt um job (svipað final fantasy V) . Meðal jobba er gunner, warrior, thief, white mage, black mage og fleira.
Í hvert einasta sinn sem að þú skiptir um job í bardaga sést stutt myndband af því þegar persónan skiptir yfir, og hún fer þá í annan búning (kannski skemmtilegra fyrir stelpurnar;))
Það eru 12 mismunandi job sem að þýðir að það eru að minnsta kosti 36 mismunandi búningar.
Þetta kerfi er Challenging og býður upp á rosalega marga möguleika í “strategy” ..næstum of marga.
Þessi leikur fylgir á eftir final fantasy X með grafíkina. Hún er rosalega flott.
Hann inniheldur flest alla staðina sem að X hafði uppá að bjóða, með tilliti til þess að tvö ár eru liðin síðan hann gerðist.
Maður getur m.a séð Mount Gagazet og Zanarkand ruins í fyrsta sinn með skemmtilegum details.
Myndböndin (Cut scene, FMV) eru ógeðslega flott í þessum leik. Þau voru frábær í X en eru nánast fullkomin í þessum. Talsetningin er einnig mun betri.
Eins og í X getur maður farið í “movie Theater” í Luca og skoðað öll myndböndin.
Tónlistin… jæja það hlaut að koma að þessu:) Meistari Nobuo sér ekki um tónlistina í þessum leik. Tónlistin er þess vegna mjög ólík öðrum leikjum, miklu meira poppuð og hröð og kannski vottur af Jazzi ef að mér skjátlast ekki..
Hún fær því ekki neina spes einkunn hjá mér þótt að það séu einstaklega falleg lög inná milli eins og bara t.d Wind Crest the three trials, Eternity, Yunas Ballad og Ikai no shinen. En þau eru best á X-2 Piano collections.
Út af því að storylinið er ekki Liniar, þá býður þessi leikur uppá þrenns konar endi. Venjulegan endi, Góðan endi og svo Fullkominn endi.
Eina leiðin til að fá fullkomna endinn er að klára leikinn alveg 100%, mér finnst samt að maður hafi ekki spilað leikinn fyrr en að maður er búinn að því. Þá er hann svona decent langur og erfiður, og söguþráðurinn twistast smá. Svo færðu auðvitað ekki öll Dress-spherin nema að klára 100%.
Mér finnst þessi leikur bara hin ágætasta tilraun á framhaldi á Fantasy leik og þrátt fyrir að það sé deilt um það hvort að framhaldsleikir eigi að eiga sér stað innan Fantasy leikjanna, þá tókst þessi bara fínt upp.