Celestial Weapons Hluti 1:  The Celestial Mirror Jæja allir Final Fantasy aðdáendur, það er komið að því! Ítarleg Grein um Celestial Weapons í FFX.Ég er mjög stoltur af savinu mínu í Final Fantasy X þó það sé ekki nálægt fullkomnun en ég get þó sagt að ég er kominn með öll Celestial Weapons, og nú ætla ég að segja ykkur hvernig á að fá þau öll.

Þetta er fyrri hlutinn þar sem að ég tala um hvernig eigi að ná Celestial mirror (Greinin var svo löng að mér fannst eins og hún ætti að vera í tvem hlutum)

Þið gætuð spurt “Lionheart!, Hvað er þetta Celestal Weapons dót sem þú ert að tala um?”
Tja Celestial weapons eru einstök vopn í Final Fantasy X… en þau þjóna æðri tilgang en bara að vera öflug, já þegar þú ert búinn að fá “full-powered” Celestial Weapon… þá fær einhver heppinn Aeon “Break Damage limit”

En þetta er ekki það auðvelt, þetta er ekki jafn létt og að ná “Ultima Weapons” í fyrri leikjum, Nei því þú þarft ekki bara að fá vopnin heldur einnig eitt Sigil og eitt Crest fyrir það vopn, og það er alls ekki auðvelt!

ATH: Þið verðið að vera kominn með Airship til að ná Celestial Weapons

Til að opna kisturnar með Celestial Weapons þá verðurðu að fá Celestial Mirror, það er frekar auðvelt að gera. Þú byrjar á því að fara á Calm lands og fá ykkur Chocobo, frá þaðan farið þið að Macalania Forest inngangnum en í staðinn fyrir að fara í Macalania forest þá haldið þið áfram þar til að þið eruð kominn á endan á klettinum. Þar er fjöður, skoðið fjöðrina og Chocoboinn þinn flýgur á réttan stað, þar farið þið inn og þið ættuð að vera komin að Remiem Temple


Farðu að Remiem Temple enn ekki inn, í staðinn farðu til vinstri,þar ættirðu að finna sphere á jörðinni, það segir þér hvernig á að keppa í chocobo race, farðu svo hægri megin og farðu á chocoboinn, þegar þú ert búinn að vinna keppnina þá færðu Cloudy Mirror.Næsta skref er að fara aftur í Calm Lands og frá þaðan í Macalania Forest, á krossgötunum farðu til vinstri og svo niður.Þar hittirðu móður og barn, þau segja þér frá týnda eiginmanninum, farðu aftur á krossgöturnar og farðu svo upp, talaðu við manninn og farðu svo aftur þar sem konan hans var, þegar þú ert kominn þar talaðu við eiginmanninn og konuna þrisvar sinnum, það ætti nú að vera kominn nýr “crystal” vegur í byrjunini á Macalania Forest (í grendini hjá thunder plains Entrance), farðu upp hann og beygðu strax og þú getur, talaðu við drenginn og “voila” Cloudy mirror breytist í Celestial Mirror
þegar þú ert búinn að ná í vopn, Sigil og/eða crest komdu þá hingað til að “powera það up”

Þegar þú nærð vopni þá er það bara með eitt ability og það er frekar svona “curse” það heitir “No AP” og eins og nafnið gefur til greina þá færðu ekkert ability points á meðan að þú notar vopnið! Eftir eitt power-up þá ertu með tvö ability’s og “No AP” og eftir 2 power up þá ertu með fjögur ability og “No AP” er farið, þannig að það er eiginlega tilgangslaust að nota “hálf powerað up” vopn þar sem að þú færð enga þjálfun út úr því. Öll vopnin eru með No AP ef þau eru ekki “Full Powered”

Nú ertu tilbúinn til að ná í Celestial Weapons!
En fyrst hvaða crest þarftu að setja í vopnin þín til að fá brake damage limit hjá aeononum?
Ég skal segja þér það

Valefor(Moon Crest),Ifrit (Jupiter Crest), Ixion (Saturn Crest), Shiva (Venus Crest),
Yojimbo (Mars Crest)

en þar til síðar. Þar til hluta 2 þá kveð ég
***Lionheart***