Ég vill byrja á því að segja að þessi grein getur orðið löng vegna þess hve alvarlegt vandamálið er, annað sem ég vildi koma á framfæri er beiðni um að varúðarstigið á áhugamálinu sé hækkað úr gulu í appelsínugult, jafnvel rautt vegna þessa vandamáls.
Nú þegar þessi formáli er búinn, hér er greinin.

Hnakkar á hnakka ofan.

Núna um daginn var ég að skoða ýmsar greinar og myndir hér á litla áhugamálinu okkar, sem er bara að standa sig ágætlega þrátt fyrir skort á umfjöllunarefni og rakst þá á myndir úr komandi final fantasy leik FF XII og tók eftir einu, aðalsöguhetjan er hnakki, eða eins og sumnir mundu segja, chokko, súkkulaðistrákur. Og þá rifjaðist upp fyrir mér Tidus, sem var líka einn af þessum kvikindum. Og á eftir fylgdu miklar pælingar, ég lokaði mig af í herberginu mínu og spáði mikið í þetta. Hvar? Hvernig? Hvenær? Og síðast en ekki síst……. Hví?!?
Ég fór í gegnum alla leikina í leit að rót þessarar spillingar, og velti fyrir mér allan tímann hvernig virt og vel stætt fyrirtæki eins og Squaresoft, eða Square-Enix eins og það kallast víst, féll í þennann brunn örvæntingar. Eftirfarandi eru niðurstöðurnar úr djúpri pælingu minni.

Final Fantasy I : Engin von á að finna vott af spillingu hér enda ekki mikill persónuleiki eða útlit til að vinna með og enginn aðalkarakter, þó að margir telji Warrior aðalkarakterinn er rauðhært Testosterón-pumpað próteinsjeik drekkandi vöðvatröll ekki beinasta stereótýpan fyrir hnakka.


Final Fantasy II : Hmmm…… Firion var svolítið dodgy en samt sá ég ekki það sem einkennir hnakka í honum en hef ekki rannsakað hann alveg í gegn, þannig að ef þið hafið einhverjar ábendingar gætu þær hjálpað mikið til við að greina vandann og hugsanlega snúið rannsókninni í aðra átt.


Final Fantasy III : Jaaa…. Ef ég á að segja satt þá er bara enginn karaktersköpun í þessum leik mest vegna job kerfisins þannig að við segjum bara að hann og Laukkrakkarnir séu súkkulaði eða eitthvað í þá áttina


Final Fantasy IV : Já hérna erum við komnir í eitthvað, Cecil pre-paladin er töffari í orðsins fyllstu merkingu og flestir aðrir líka í þessum leik og var ég næstum búin að fara bara í næsta þegar ég mundi eftir manni sem gekk stundum, þó sjaldan væri undir heitinu “You spoony bard!!” og sá að þarna mallaði eitthvað undir. En svo er hann svo lítið í leiknum, og auk þess get ég varla kallað einhver sem er með speciality sem kallast “hide” söguHETJU þannig að ég leyfði honum bara að lulla hjá hörpunni sinni áfram um sinn.


Final Fantasy V : Hérna kemur job systemið aftur en þó er þá karaktersköpun í honum en fannst alls ekkert athugavert við hana, né leikinn sjálfan. Þannig að við segjum það gott.


Final Fantasy VI : Úff þessi var erfiður vegna allra karakteranna en ég held að þetta séu allir male karakterarnir:

Edgar : Konungur og karl í krapinu, notar borvél, mjög öruggur.

Seymor : Gengur í síðum frakka, stelur konum, á skip = Sjóræningi, kúl

Cyan :NINJA KATANA CHOP!! Held ekki. Grannur Steven Seagal í brynju með katana ekki séns.

Locke : Þarna stoppaði ég. Þetta er einn vafasamur gaur. Hann er ljóshærður bláeygður mömmustrákur með frosna konu í kjallaranum!! Þessi er hnakki.
Dr. Siggikorn antivirus program: viruses detected: 1

Mog : Mig hefur lengi grunað að Mog og stóri Yeti brute-inn séu í samkynhneigðu ástarsambandi…. En það er ekki það sem ég er að leita að þannig að við höldum áfram

Yeti : Eins og ég sagði, samkynhneigð. Ástarsamband. Í helli. Passar allt saman. He is the butch and mog is the bitch.

Sabin : Hann er alltof sprækur í karateinu

Gogo : Sígauni kannski, en ekki hnakki.

Gamli kallinn (man ekki hvað hann heitir) : Gamlaður beyond recognition.

Apabarnið (man ekki hvað hann heitir) : Frumskógurinn hefur bjargað þessum.

Shadow : Ekki séns í helvíti.

Það var nú gott, bara einn hnakki í allri þessari flóru, án efa einn besti leikurinn


Final Fantasy VII : Ókei það er nátturulega enginn vafi á því að Cloud er töffari í gegn bara alltof kúl


Final Fantasy VIII : Squall er meira að segja meira pure en Cloud. Bara geðveikt attitude og þannig.


Final Fantasy IX : Ahhh… þarna kom það Zidane er svo konulegur að ég skírði hann me hoe (mellan mín, fyrir hina enskuheftu) sjá hann með ljósu lokkana og skottið og baby facið, þetta er bara Locke aftur. Það var hérna sem rannsóknin fór að taka á sig mynd fyrir alvöru. Hérna er svarið við “hvernig?”
Dr. Siggikorn antivirus program: viruses detected: 2


Final Fantasy X : AHHHHHH!!! AHH!! TIDUS!!!! AHHHHHHH!!! AHHHHHHHHHHHHH!! AAAAAAAAHHHHHHHHHHHHH!!!!!!!!!! Hnakki frá helvíti skapaður úr matarleifum djöfulsins!!! Hérna tóku þeir stökkið, hérna er svarið við “hvenær?” og “hvar?”.
Dr. Siggikorn antivirus program: viruses detected: 3


Final Fantasy X-2 : (DATA MISSING)


Final Fantasy XI : Maður getur skapað sinn eigin karakter og þannig sloppið við alla hnakka af öllum sortum gott múv hjá Square þar.


Final Fantasy XII : Hinn verðandi eyðileggjandi karlmennsku í nýjasta FF heitir ?????? og hefur tekist hið ómögulega….. að vera meiri hnakki en Tidus brrrhhhh…..
Dr. Siggikorn antivirus program: viruses detected: 4


Jæja þá hef ég svarað Hvar? Hvenær? Og Hvernig var þannig að þeir gerðu Zidane að hnakka með því að láta hann vera Locke endurfæddann. En ég skil “Hví?!?” Eftir í ykkar fórum.


Með von um svör og aðstoð

—————-
SIGGIKORN
—————-