Hæ hó!
Undarlegur titill… tja, undarlegur titill = undarleg grein! *L*
Hér er smá sneak peak á Chocobo Sidequest-in úr Final Fantasy leikjunum (ekki
classic console, aðeins 7 til X-2) og mitt álit á þeim. Ég gef smá einkunn fyrir
hvert sidequest. Einnig set ég smá fróðleik um töluna 255 sem svo margir þekkja
sem “Limit” tölu Final Fantasy leikjanna. Merkilegt nokk that is. En fyrst, Chocobo
Sidequests!
—
FF7: Chocobo Sidequest-ið í þessum leik er talið eitt það besta sem gert hefur
verið í Final Fantasy leik, jafnvel bara af öllum leikjum. Eins og leikurinn sjálfur c“,
) allavega, það er þannig að maður þarf að finna Chocobo fótspor á World
Mappinu til að komast í Chocobo bardaga. Í Chocobo bardaga birtist Chocobo
ásamt skrímsli/skrímslum. Þú átt að reyna að drepa skrímslin áður en að
Chocobo-inn verður hræddur og hleypur burt. Ef maður er ekki mjög sterkur þá
þarf maður að gefa honum Greens, oftast Gysahl Greens sem hann étur og hefur
þá ekki tíma til að vera hræddur. Þegar maður hefur unnið bardagann getur
maður sest á bak Chocobosins og riðið um að vild. En ekki er hægt að komast yfir
sjó og fjöll… ef maður hefur keypt stíu i Chocobo Farm handa Chocobo-um þá
getur maður geymt þá þar. Maður fær valkost til þess þegar maður fer af baki
Chocobosins. Ef maður hefur Chocobo-a af sitthvoru kyni í stíum þá getur maður
látið þá …. e-hemm… þið vitið, og þá eignast þeir Chocobo unga. Ef maður hefur
rétta formúlu (hvaða Chocobo ”þið vitið“ hvaða Chocobo) þá getur maður fengið
Chocobo-a með sérstaka hæfileika. I say no more…
Einkunn: 9/10
FF8: Chocobo sidequest-ið í Final Fantasy 8 var sennilega það Chocobo Sidequest
sem varð fyrir mestum vonbrigðum. Til að geta spilað það þurfti að kaupa
aukahlut í PlayStation tölvuna sína sem heitir PocketStation. Mjög fáir í Evrópu
eiga þann hlut svo að það var frekar slöpp hugmynd hjá SquareSoft. PocketStation
var víst tískubóla í Japan á þeim tíma sem Final Fantasy 8 var gefinn út en þeir
sem vita meira um Chocobo Sidequest-ið í FF8 mega gjarnan skrifa allt sem þeir
vita í áliti sínu hér. Það eina sem ég veit um hann er þetta um PocketStation og að
hann heitir Chocobo World eða eitthvað álíka.
Einkunn: ?/10
FF9: Eitt lengsta og hugsanlega langdregnasta Sidequest sem gert hefur verið. Þó
er það mjög skemmtilegt og hægt er að spila það á meðan að maður heldur í
leiknum. Það er þannig að maður fer í Chocobo ”stað“ (nokkrir staðir, no spoilers)
og fer í Chocobo Hot & Cold Game sem getur verið mjög pirrandi oft á tíðum. Þar
á maður að láta Choco (Chocobo-inn) gogga í jörðina til að leita að hlutum. Hann
gefur frá sér ákveðin hljóð þegar hann er ákveðið langt frá hlutnum. Oftast finnur
maður Potion, Ore, Phoenix Down eða eitthvað í þeim dúr en ef maður er
heppinn/heppin finnur maður Chocograph. Það er hluturinn sem maður þarf að
finna. Chocograph er sennilega grínorð, því það er mjög svipað Photograph *L* en
Chocograph er mynd með vísbendingu. Skrítið? Amm. Maður þarf að leita á World
Mappinu til að finna hvar myndin er tekin. Þá þarf Choco líka að gogga í jörðina
og gefa frá sér ákveðin hljóð. Ef maður finnur staðinn þá fær maður verðlaun. Líkt
og í FF7 þá getur maður fengið Chocobo-a með sérstaka hæfileika. Og ef maður
heldur áfram…
Einkunn: 7/10
FFX: Í FFX eru 2 Chocobo Sidequest. Þau eru bæði á svipuðum stað eða við eða í
Calm Lands.
Annað þeirra er staðsett í Remiem Temple. Þar ríður maður á Chocobo um braut
og maður á að reyna að opna kistur til að stytta sér leið og fá betri verðlaun… ef
þú nærð að vinna hinn Chocobo-inn sem ekki er í taumi. Ef maður vinnur eftir að
hafa náð 5 kistum fær maður MJÖG góð verðlaun. Það er nauðsynlegt að taka þátt
í þessu Sidequest-i til að geta fengið eitthvað Celestial vopn.
Einkunn: 6/10
Hitt er í Calm Lands. Þar fer maður í gegnum ýmsar þrautir, mest er að reyna að
forðast hindranir og komast í mark á sem stystum tima. En aðalstöffið þar er
keppnin á móti Chocobo konunni. Ef maður nær að komast í mark á 0.00 tíma þá
fær maður MJÖG mikilvægan hlut (náðu blöðrunum, forðastu fuglana) .
Einkunn: 8/10
FFX-2: Það er í Calm Lands og er einhvers konar auglýsinga- og
veðreiðasidequest. Maður á að auglýsa fyrirtækið sem maður vinnur í til að fá stig
til að geta tekið þátt í veðreiðum… mjög skrítið Sidequest sem mér finnst mjög
leiðinlegt.
Einkunn: 2/10
—
Jæja, nú eruð þið orðin MJÖG spennt yfir tölunni 255 sem ég nefndi í byrjun
greinarinnar. En nú skal ég útskyra það fyrir ykkur :)
Eins og ”flestir“ vita þá notum við tölurnar 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9. Þær heita
tugastafir eða kommutölur en einfaldast er þó að nota enska orðið Decimal. Mjög
gamlar tölur nota aðeins tölurnar 0 og 1 við forritun sína. Þær heita tvíundartölur
með enska orðið Binary. En nýjar tölvur eru öflugri og nota tölurnar 0, 1, 2, 3, 4,
5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E og F. Í þessum tölum sem heita
sextánskar tölur með enska orðið Hexadecimal. OK, hér er smá einföldun:
Decimal = 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9
Hexadecimal = 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E og F
Binary = 0 og 1
PlayStation notar Hexidecimal tölur. Þannig að ef það þarf að nota tölu yfir 16,
segjum 225 þá þarf að margfalda. 15x15=225. 15=E. Sextánsk tala=EE. Eruð þið
nú búin að fatta hvað er merkilegt við töluna 255 sem er oftast hæsta talan sem
notuð er fyrir Stat hjá köllum? Ó já. 255 í sextanskum tölum er FF, skammstöfun á
Final Fantasy. Þetta er aðeins brandari hjá forritara leikjanna. Það sama má segja
um HP Ozma í FF9, 65.535. Það er FFFF í sextánskum tölum. Sniðugt, ekki satt?
Að vísu er eitt að því… 16x16=256!! En það er sennilega bara námundað í
forrituninni. Og 16x16x16x16=65.536. Who cares… samt áhugavert!
—
Jæja, vona að þessi grein hafi verið áhugaverð c”, ) Bæjó!
LPFAN
PS. Þakkir til GameFAQs fyrir smá hjálp