Víst ég hef reynslusögu þá held ég að það sé best að ég svari þessu allavegana :)
Í sumar fór ég á vegum Nordjobb til Finnlands og var það í borg sem heitir Tampere, hún er svipað á stærð við höfuðborgarsvæðið, nema kannski soldið stærri samt. Ég var þar í 5 vikur. Ég vann í mjög stórum og fínum kirkjugarði við viðhald á honum, mest garðyrkjustörf, þó mest allt sumarið höfum við verið að skrapa göngustígana með einhverju apparati og sópað í hrúgur og mokað upp í bíl og losað við draslið. Vinnutíminn var frekar þægilegur þó ég hafi þurft að vakna eldsnemma, vinnan byrjaði alltaf 7:30 og endaði 15:00 eða svo, og laun voru kringum 7 evrur á tímann sem er minna en maður myndi sætta sig við á Íslandi en samt var það fínn peningur til að lifa á í Finnlandi. Í vinnuni, kynntist ég mjög góðum vin, við vorum saman í hóp allt sumarið og vorum bullshit chattandi yfir nánast allan daginn, alltaf!!!
Ég gisti á leiguhúsnæði fyrir nemendur og var það frábært, því þar kynntist ég fullt af skemmtilegu fólki sem var þar yfir sumartímann og var þetta fólk frá mörgum mismunandi löndum, og við notuðum eldhúsið sem deilt var fyrir hæðina okkar fyrir partý hverja einustu föstudaga og laugardaga sem enduðu á að við röltuðum niður í bæ og fórum á skemmtistaði, þetta var mjög daga, ég gerði þetta 2-3 í viku(að fara að djamma). Það voru samt ekki margir frá Nordjobb í Tampere, við vorum örugglega svona 11, þetta var fínt fólk, 4 þeirra voru Íslendingar líkt og mér svo ég gat talað íslensku allavegana, og voru 3 svíar og tveir færeyjingar. Einnig voru krakkar frá öðru svona International Activity félagi sem heitir CIMO eða IESTE, og voru tómstundastjórnandi Nordjobb og CIMO/IESTE í sameiningu með marga atburði, svo við vorum fleiri og var það gaman.
Svo fórum við einnig í margar skemmtilegar ferðir, um leið og ég kom þangað, þá fórum við í ferð til Kimitö sem er eyja í suð-vestur Finnlandi, þá voru Nordjobbarar og CIMO/IESTE fólk allstaðar frá Finnlandi að koma sér saman að fagna Midsömmerfest. Fólk talaði mikið sænsku á þessum stað, enda er þetta nálægt Svíþjóð, það var drukkið mikið alla helgina, farið í sauna, synt í sjónum(sem var ískalt) og farið í marga mjög skemmtilega leiki. Þá upplifaði ég einnig þá skrítnu reynslu að fólk af báðum kynum fari bert saman í sauna, en þar sem ég var búinn að drekka ágætlega mikið þá gat ég þolað það en mér fannst það algjört hneyksli því ég hefði ekki geta gert þetta :)
Önnur ferð hafði verið til smáþorps sem heitir Virrat og er í mið-finnlandi, mér hálfleiddist þar en bætti úr því með mikillri drykkju, og einnig synti ég þar slatta í vatninu þar nálægt og var í saunabaði, og líkt og hafði skéð í Kimitö, moskítóflugurnar hreinlega NAUÐGUÐU mér :)
Lærði einnig finnska samkvæmisdansa þarna sem var skemmtilegt, en til lengdar fannst mér það eiginlega bara leiðinlegt.
Svo síðasta ferðin á vegum Nordjobb, var akkurat viku áður en ég þurfti að fara heim, við fórum til stærðstu borgar Rússlands, St. Petersburg og var það svaka lífsreynsla. Eftir mikla fyrirhöfn við að fylla út umsókn til að mega koma til Rússlands, þá gátum við farið um mánaðarmót júlí-ágúst.
Við frá Tampere ferðuðumst með lest til Helsinki þar sem við hittum hina Nordjobbarana(auk CIMO fólksins) og fórum við þaðan með rútu til St. Petersburg ásamt ferðastjóra, ferðin tók alls 7 klst að ég held því það var rosalegt vesen að fara gegnum landamæri Finnlands og Rússlands, fórum þar í gegnum margar skoðanir, allur farangur okkar skoðaður og ALLT. Það var eins á bakleiðinni. Við komum við í borg í vestur rússlandi sem heitir Vyborg, þar var riddarasýning í gangi og skoðuðu ég og hinn íslenski vistfélagi minn Snæbjörn hana mikið. Rússar voru almennt mjög slakir í ensku og gat verið erfitt að kaupa hjá þeim hluti, en margir þeirra notuðu sér það til að svíkja og svindla, þó margir þeirra hafi samt verið almennilegir.
Svo síðar héldum við áfram á ferð okkar til St. Petersburg. Öll almenningssalerni þarna voru ógeðsleg því greinilegt var að enginn þreif þau, og voru túristar meirasegja rukkaðir fyrir notkun, en það var ekki nema svona 50 kr.(já, fyrir óþrifið salerni:)), allt í Rússlandi var samt ódýrt. Ég elskaði það, maður gat farið á KFC og borðað sig alveg pakksaddann fyrir 200-300 kr. og þá týmdi ég að fá mér mikið, tvo kjúklingaborgara, franskar og BJÓR með :) Fórum á svo mjög flotta skemmtistaði í St. Petersburg og voru það flottustu skemmtistaðirnir sem ég hef heimsótt í lífi mínu því þau voru svoleiðis hágæða og stór og rosalega flott og mikil stemmning.
Fórum svo á marga túristastaði einnig, og bara að taka myndir af fullt af hlutum, fórum meirasegja á Hermitage Museum, en mér hundleiddist það hreinlega því ég hef nákvæmlega ENGAN áhuga á list :) svo það endaði á því að ég og tveir finnar fengum nóg af því að skoða það og löbbuðum út sjálfir okkar leið og fundum okkur eitthvað annað að gera :)
Eftir komuna frá Rússlandi þá varð ég að gista í sjónvarpsherbergi á stúdentagörðum þá sem íslendingur sem ég kynntist í Rússlandi á vegum Nordjobbs var búandi, þá gat ég fengið örfáa daga til að dunda mér í Helsinki, sem var gaman líka.
Jæja, til að svara einhverju sem hefur verið spurt um, bjór er seldur í verslunum þarna og þá oftast í 0.33L flöskum(sem mér fannst lang þægilegast) og er aldurstakmark á kaupum 18 ár. En sterkt vín er selt í vínbúðum og þarf maður að vera 20 ára til að kaupa þar. Bjór kostar í kringum 1 evru út í búð sem er slatti ódýrara en á íslandi, en finnar geta ekki okrað á áfengi því þeir búa of nálægt Rússlandi og Eistlandi og ef bjór væri dýr hjá þeim þá myndu allir fara þangað til að versla inn áfengi.
Ég er nokkuð viss um að Finnland sé langskársta landið til að fara til á vegum Nordjobb fyrir þá sem langar ekkert að tala skandínavísk mál afþví við töluðum okkar á milli allan tímann á ensku, en ég hef heyrt að í hinum löndunum hafi fólk verið að tala Norsku/sænsku/dönsku og er það eitthvað sem ég hefði ekki verið til í :)
Góð ráð þegar sótt er um(á www.nordjobb.net), lýstu sjálfum þér vel og vertu með góða mynd af þér. Vertu nákvæmur í að fylla út þínar upplýsingar, og sæktu um eins snemma og mögulegt er, helst í Janúar. Sýndu þessu mikinn áhuga og vertu sífellt að spyrja Nordjobb-stjórnandann í því landi sem þú hefur áhuga á, fyrir möguleikum á vinnu og ÖLLU þessháttar, þannig ýtirðu undir áhuga, og þeir vilja fá fólk sem VEIT að það vill koma!!! Ég var harðákveðinn í að komast, og þá gekk þeim vel að finna vinnu fyrir mig.
Leigan mín kostaði 15þús á mánuði sem er mjög vel sloppið, og var þetta mjög fínt herbergi sem ég gisti í. En þar sem ég var ekki mikið lengur en mánuð þá eru öll launin sem ég fékk útborguð á bankareikningi í Finnlandi ennþá(í kringum 1000 evrur) og er ég í vandræðum því ég get ekki tekið það út á Íslandi án þess að stórtapa á því afþví evran er svo lág núna, svo ég er að geyma þetta þarna á banka þangað til annaðhvort ég myndi koma aftur til Finnlands(þá á ég góðan pening inn á banka og get notað eins og ég vill :D), eða ég flyt til lands þar sem evran er notuð og þá myndi borga sér að millifæra þetta allt yfir á annan banka.
Endilega spyrjið mig að fleiru sem þið viljið vita, ég skal glaður reyna að svara eftir bestu getu.
Gangi þér vel að finna þér eitthvað við þitt hæfi til að gera í sumar og góða skemmtun ef þú ferð :)