Þetta byrjaði allt fyrir rúmum 3-4 árum þegar ég fékk
minn fyrsta farsíma (Eldgamlan Ericsson,sem ég fékk
gefins frá föður mínum).
Og eftir mánuð eða tvo klikkaði hann og ég ætlaði mér
að fara með hann í viðgerð hjá Tal, en þar sem þessi
sími var keyptur í Færeyjum/Danmörku og gátu þeir
ekki lagað hann.
Ég var sáttur og ákvað þá að fá mér Nokia síma og hafði
hann um 2 ár, ég fékk leið á honum þegar ég sá að símar
með litaskjá voru komnir á markaðinn á 10þúsund krónur.
ég fór strax í næstu Síma búð og fékk mér síma hjá Símanum.
Þessi sími var frekar góður þar til einn daginn missti ég hann
allsvakalega í gólfið og sá að hann var ekki langlífur.
Hljóðið var alveg farið úr honum og ég gat ekki heirt í einni einustu
manneskju, ég fór með hann í viðgerð og sagði þeim að
ég hefði misst hann og væri alveg sáttur við að kaupa nýjan,
Eftir 2 vikur hringdi ég í lagerinn hjá þeim og spurði til
um símann.
Ég fékk þetta - Já við skoðuðum síman og komumst af vandamálinu!.
Ég : Nú var hægt að laga þetta
Afgreiðsludaman : Nei, síminn varð fyrir rakaskemmdum og það flokkast
ekki undir ábyrgð símans.
Ég : Hvernig getiði fengið út að þetta var rakabilunn þegar hann fór
í tómt tjón við fall af 4 hæð?,
Afgreiðsludaman : Hann þoldi höggið en varð fyrir rakaskemmdum samt sem áður.
Ég : ég hef ekki misst síman í vatn, poll eða neinn raka.
Afgreiðsludaman : Getur verið að þú hafir gengið með hann í blautum buxum til langs tíma?
Ég : Ha?
Afgreiðsludaman : Því miður get ég ekkert gert við þessu
Ég : Jæja, ég sæki hann bara og þá er málið búið
Afgreiðsludaman : Því miður er það ekki hægt, síminn var ekki settur saman þar sem að það kostar morðfjár.
Ég : Jæja þá , vertu sæl.
_______________________________________________________
Ég var orðinn vel pirraður þarna en lét þetta eiga sig og fékk mér litasíma með ásmellanlegri myndavél.
Eftir að hafa smellt inn myndum,talað,sent sms ,misst hann mestalagi frá rúmi og niður.
Þá hætti myndavélinn að virka og hleðslutækið.
Mig grunaði að eitthvað var bilað þarna niðri þar sem tengt er í þetta
og ákvað að senda hann í viðgerð.
Ég hringi aftur 2 vikum síðar og þá fæ ég sama ruglið beint í mig.
Daman : Hann varð fyrir varanlegum rakaskemmdum.
_______________________________________________________
Ég var gapandi að þetta geti bara ekki verið.
_______________________________________________________
Ég sá svo að móðir mín kom frá spáni og var með nían Nokia síma
sem hún var með síma númerið sitt gamla í (frá símanum)
Ég spurði hana hvað hún ætlaði að gera við gamla símann sinn sem var í góður
lagi fyrir utan að takkarnir voru ornir gamlir og stífir.
Ég stakk nál inn í síman og reif út mikrafóninn og eitthvað aðra hluti , datt svo í hug að senda hann í “viðgerð”
ég hringdi viku síðar og fékk.
Því miður hefur farsíminn orðið fyrir varanlegum rakaskemmdum og
ábyrgðinn nær ekki yfir rakaskemmdir.
_______________________________________________________
Þá var komið alveg nóg ég fékk alveg nóg og ætla mér að kaupa Nokia eða Motorola næst þegar ég þarf á farsíma að halda!.
Pladin1one!!11one!!