2.kafli
Í, ef svo má segja, síðum skít.
Þegar Tara vaknaði lá hún í sjúkraherberginu í fjallaskálanum. ,, Noh, er þyrnirós bara vöknuð” sagði einhver. Tara leit í kringum sig og sá umsjónakennaran sinn, Bjarneyju sitja í stól við gluggan. Tara brosti, Bjarney var ein af fáum sem hún þekti sem gaf ekki einfaldlega bara skít í hana. ,, Ekkert smá sár sem þú er með á kálfanum” hélt kennarinn áfram ,,hvað gerðist?” Tara brosti dauflega ,,það réðst á mig úlfur.” ,, Fjárans” sagði kennarinn glaðlega ,,jæja, þetta gróir að minsta kosti mjög hratt.” ,,Hvað hef ég sofið lengi?” ,,Rúmlega sólarhring” svarði Bjarney. ,,Gott, við förum þá heim í dag ekki satt?” ,,Jú” Bjarney stundi ,,þú ættir nú að reyna að kinnast eitthverjum krökkum meðan við erum hér.” ,,Bjarney, þú veit svarið þau líta á mig sem eitthvað í líkingu við rottu eða eitthvað í þá áttina”
Nokkru seinna var Tara búin að pakka niður í bakpokan sinn og sest út í rútuna sem átti að flytja þau heim. Stuttu seinna var rútan troðfull en einginn sat hjá Töru. ,,Hæ, má ég sitja hérna?” var spurt glaðlegri röddu. Tara leit upp. Fyrir faraman hana stóð stuttklift rauðhærð stelpa með brún augu. Hún svaraði ,,ef þú vilt.” Stelpan settist ,,jæja, ég heiti Hilda hvað heitir þú?” ,,Tara” ,,hvað kom fyrir fótinn á þér” spurði Hilda og gjóaði augunum á sárabindið á kálfanum. ,, Það beit mig úlfur.” ,,Jahérnahér, það er aldeilis.” ,,Ertu ný?” spurði Tara Hildu. ,,Jamm kom hingað í gær.” Þær töluðu mikið saman það sem eftir var ferðarinnar og þegar þær voru komar til Bergen bað Hilda hana um að vera semferða. Það sem eftir leið mánaðarins voru þessar tvær óaðskiljanlegar. Það að Hilda væri vinkona Töru varð að vitaskuld til þess að hún var eins og Tara beitt harðræði þ.e.a.s hrinda henni, stríða henni,reyna að fá hana seka fyrir að hafa stolið ritgerð einhvers o.s.f.v.
Tara sat við gluggan í herberginu sínu. Foreldrar hennar voru í heimsókn hjá eitthverju fólki í Osló svo að hún var ein heima. Það var fullt tungl þetta kvöld og það var eitthvað sem henni þótti þess virði að horfa á. Þegar tunglið kom fram undan skýunum fékk hún eitthverja skrítna tilfiningu eins og það væri verið að teygja á henni. Hún lagði hönd undir kinn og fann allt í einu að andlitið á henni var loðið. Hún stóð upp og gekki í áttina að speigli innst í herberginu. Þegar hún leit á speigilmind sína uppgötvaði hún að þar sem hún hefði átt að standa stóð risavaxinn úlfur. ,,Guð minn góður og Óðinn og Búdda og Hórus og Allah og alveg sama hvað þið heitið hjálpið mér æpti hún. Ekkert heirðis nema smá ýlfur. Hvað á ég að gera, Hvað á ég að gera, Hvað á ég að gera. Hugsaði hún. Hún vissi að ef foreldrar hennar sæu hana svona yrði hún skotin. Það var bara eitt sem hún gæti gert. Hilda. Stuttu seinna stóð Tara fyrir utan húsið hennar Hildu og vellti fyrir sér hvernig hún ætti að samfæra Hildu um að hún væri sú sem hún segðist vera. Stutt seinna var hún kominn með bréf til Hildu (ekki spurja hvernig henni tókst að skrifa það) en vissi ekki hvernig hún ætti að koma því til hennar. Hilda bjó á annari hæð í raðhúsi. Það var bara um eitt að ræða. Hún tók undir sig stökk og áður en hún vissi var hún komin upp á svalirnar við herbergið hennar Hildar. Hún krafsaði upp svaladyrnar en sá þá að Hilda var ekki í rúmminu. Jæja ætli hún hafi ekki brugðið sér á klóið hugsaði hún með sér og settist á rúmmið og beið. Litlu seinna kom Hilda inn í herbergið og æpti upp yfir sig þegar hún sá Töru. (eða úlfinn sem hún var orðin) Tara lét sér ekki bregða heldur stökk fram úr rúmminu með bréfði í kjaftinum og ”rétti” Hildu það. Hilda tók varlega við því og las eftirfarandi:
Hilda, þetta er ég Tara!!!
Ég veit að þú trúir mér ekki eins og ég lít út núna svo að þú verður að “spurja” mig að eitthverju til að fullvissa þig.
P.S. ég þarf hjálp því ég veit ekki hversu lengi ég verð svona. Get ég gisst? Mamma og pabbi Koma frá Osló á morgun.
Hilda hugsaði sig um stutta stund og horfði hugsandi á Töru og spurði svo ,,hvað sagði ég þegar þú sagðir mér að úlfurinn hefði bitið þig? Tara gekk að skúffunni á náttborðinu hjá Hildu og sótti blað í hana og krafsaði með klónni á blaðið JAHÉRNAHÉR. Hilda brosti ,,auðvitað máttu gissta hérna” Tara gekk að teppahrúgu í horninu lagðist niður, hringaði sig saman og sofnaði. Þetta hafði verið mjööög langt kvöld.