Upphaf?

Upphaf? já, þú meinar það. Hmm… hvernig á ég að byrja á þessu, já. Tara var útaf fyrir sig talsvert óvenjuleg manneskja. Svona ef maður byrjar á að lísa útliti hennar þá er hún með skollitað stutt hár, svolítið hávaxin eftir aldri, með dökkleita húð, já svo var hún með undarlega gul augu. En nóg af því.
Þegar hér kemur að sögu sat Tara um koldimma nóttina undir greinum Reynitrés í einhverju leiðinlegu skólaferðalagi. Hún hafði verið að fela sig vegna þess að aðal gelgjur bekkjarins höfðu verið að mana einhvern strákaula til að reyna að drekkja henni í klósettinu.
Litlu seinna hrökk hún við þegar grimmilegt urr heirðist rétt fyrir aftan hana. Hún snarsnéri sér við. Gríðarstór úlfur stóð á móti henni með tennur eins og rítinga. Hún varð skelfingu lostinn en bakkaði eingu að síður hægt og rólega. Fullt tunglið skein á lautina þar sem þessi tvö skötuhjú stóðu. Um leið og Tara var kominn alveg upp að trénu snéri hún sér við og byrjaði að klifra eins og henni væri borgað fyrir það. Skindilega fann hún nýstandi sársauka í fætinum. Úlfurinn hafði greinilega bitið hana. Hún hætti sammt ekki að klifra og var fyrr en varði komin efst upp í trjákrónurnar. Þegar hún leit niður var úlfurinn horfinn. Henni var farið að svima. Svo hrapaði hún niður úr trénu.
_____________________________________________
Einn af mínum fyrstu spunum, en vona að ykkur líki hann.

——
Hani á priki.