Áfengi og sígarettur eru hættulegri en sum ólögleg fíkniefni, m.a. kannabis, LSD og e-töflur, að sögn helsta ráðgjafa breskra stjórnvalda í baráttunni gegn fíkniefnum. Ráðgjafinn, David Nutt prófessor, leggur til að breytingar verði gerðar á flokkun fíkniefna til að gera fólki kleift að skilja betur skaðsemi löglegra og ólöglegra fíkniefna. Nutt segir að áfengi sé fimmta skaðlegasta fíkniefnið, á eftir heróíni, kókaíni, barbitúrat-efnum og meþadon. Tóbak er í níunda sæti og ofar á listanum...