Það var einn maður sem var alltaf í strætó þegar ég kom upp í vagninn á morgnanna. Hann sat alltaf í sætinu fyrir aftan hurðina í miðjunni, þarna fyrir aftan glerið sem kom í veg fyrir að þeir sem sætu í sætinu myndu kastast fram á ganginn þegar strætó stoppaði snögglega. Gamli maðurinn sat alltaf þarna, á sama staðnum, og málaði á glerið. Málaði eins og líf hans væri að veði, fjöll, akra, borgir og fólk. Svo stóð hann alltaf upp á sömu stoppistöðinni og gekk út, geymdi málverkin í vagninum...