Austin Powers: The Spy Who Shagged Me



GAMANMYND ca. 95 mín. Bandaríkin 1999 Leikstjóri er Jay Roach. Aðalleikarar eru Mike Myers, Heather Graham, Michael York.

Hallærislegi og kynóði breski njósnarinn Austin Powers, líka nefndur International Man of Mystery, tekst á hendur tímaflakk til ársins 1969. Hann ætlar að endurheimta “sjarmann” (“mojo”) og berjast við dr. Illan sem hefur rænt sjarmanum og ætlar að skjóta frá tunglinu flugskeyti á Hvíta húsið í Washington nema hann fái trilljónir dollara.

Mike Myers leikur bæði ofurnjósnarann Austin Powers og aðalandstæðing hans, dr. Illan, sem og skoska fitubollu. Elizabeth Hurley leikur unnustu hans sem reynist vera vélmenni með hríðskotabyssur í geirvörtunum. Þarna bregður fyrir þekktu fólki í aukahlutverkum, td. Burt Bacharach and Elvis Costello, Woody Harrelson og Willie Nelson.
Fyrsta Austin Powers myndin sem birtist 1997 og hét hún einmitt Austin Powers: The Internasional Man Of Mystery.Hún var alveg drepfyndin og einkar nýstárleg, en þessi er aðeins í meðallagi fyndin og alls ekki frumleg á borð við hina. Í báðum er farið á ystu nöf í grófum farsa með villtum húmor. Foreldrar Kanadamannsins og aðalleikarans Mike Myers eru frá Liverpool og þessar myndir eru að hluta skopstælingar af James Bond myndum, vísa í sjöunda áratuginn og breska nálgun á ýkjukenndan máta.

Þarna eru á ferð skrautlegar persónur og uppákomur en of mikið af einhæfum uppfyllingum, ófrumlegum tippabröndurum og klósetthúmor.

Mike Myers er að venju að fara á kostum í þessari bráðskemmtilegu og sérkennilegu mynd sem allir verða að sjá.
“Thierry Henry er eins og vel slípaður sportbíll” - Hemmi Gunn, Arsenal vs. Juventus ‘05 -’06