Trúað fólk er hamingjusamara.
Hvernig getur þú alhæft þetta? Þetta á til að mynda ekki við um mig, eftir ég byrjaði aðeins að hugsa og fór að efast um trúnna sem ég hef verið heilaþvegin af í barnæsku minni og ákvað að gerast trúleysingi hefur mér aldrei liðið betur.
Ergo, sé því gert auðvelt um vik að sætta sig við trúna, ætti það að sækjast í hana. Þetta kemur heim og saman við viðræður mínar við trúað fólk sem vill flest helst fá að halda í sína trú.
Kannski því það þekkir ekkert annað. Hefði þetta sama fólk verið alið upp við gagngrýna hugsun og fengið tækifæri til þess að efast um trúnna í barnæsku sinni væri að öllum líkindum stór hluti þessa hóps trúleysingjar.
Viðkomandi vilja helst fá að trúa því að, t.d., líf sé eftir dauðann, enda er auðveldara að ímynda sér það en að allt “stoppi”.
Afhverju að lifa í lýgi? Afhverju að eiða dýrmætum auknablikum í lífi þínum í að undirbúa þig undir eitthvað framhaldslíf sem ekkert þá meina ég ekkert bendir til þess að standist? Hvernig væri að opna augun og njóta lífsins í staðin fyrir að lifa endalaust í afneitun
Okkur finnst við ekki geta skilið þá tilfinningu, þótt raunin sé sú að við missum einfaldlega meðvitund - rétt eins og þegar við sofnum, rotumst eða deyjum áfengisdauða.
Við einfaldlega verðum að engu, spurningin er bara að sætta sig við að einn daginn munum við deyja. Ég til að mynda er bara sáttur að fá að lifa yfirhöfuð og nýti hvert augnarblik í staðin fyrir að eiða lífi mínu í trú sem er byggð á bók sem er álíka veigamikill rakalegur grunvöllur fyrir og Harry Potter.