Hafiði tekið eftir því hvað fólk er mistrúað, misguðhrætt, já eða mis miklir djöfladýrkendur. Sumt fólk trúir á drauga, vofur, zombies(afturgöngur), anda og fleira og fleira og sumir álíta það kjaftæði. Ég trúi t.d. ekki á svona drauga með lag yfir sér og með fangakúlu um ökklann. En ég trúi á anda, sem hafa orðið eftir í heiminum og finna sér ekki leið út.
Ef við tökum nokkur dæmi s.s. hina miklu goðsögn Bloody Mary, Djöflakirkjan í Heiðmörk ( leiksviðið ) og fleiri mjög spooky staði.
Ég hef prufað að gera Bloody Mary dæmið. Ég var með 2 vinum mínum inni á klósetti sem var ekki með neinum glugga. Ég er eini sem trúir á anda/drauga og var alveg að skíta á mig fyrir þetta , en hinir kaupa ekki þessa sögu. Við slökktum ljósin og tókum djúpt andann og byrjuðum. Bloody Mary, Bloody Mary, Bloody Mary og við héldum svona áfram í smá stund. Ef maður vill sjá og trúir virkilega að þetta sé satt, þá sér maður þetta þótt ótrúlegt virðist, en það gerist ekkert við mann a.m.k ekki við mig. Ég fann eins og einhver stæði í speiglinum fyrir aftan mig, bara ung stelpa ekki einhver gömul herfa eins og þetta á að vera. Ég gat ekki gert þetta lengur og hljóp að ljósarofanum og kveikti, alveg að skíta á mig úr hræðslu. Annar vina minna var farinn að finna þetta því þegar hann varð hræddur fór hann að trúa þessu meira og meira en hinn félagi minn fannst þetta ekkert merkilegt og keypti þetta ekki.
Ef við trúum sjáum við. Það er engin lygi.
Djöflakirkjan, leiksviðið mikla fyrir kvikmyndina, man ekkert hvað hún heitir. Ég gæti ekki farið þangað einn. Þegar ég er einn einhverstaðar fer ímyndunnaraflið í gang. Ég myndi fara sjá hluti, hvíta bletti koma og fara, og heyra allskyns hluti. Þetta er bara staðreynd. Þeir sem trúa og vilja sjá, þeir muna sjá.
Ég á heima í frekar gömlu einbýlishúsi. Þegar ég færði mig um herbergi einu sinni þá fór ég að heyra 2 menn hvíslast saman. Kallaði á mömmu og spurði hvort hún heyrði eitthvað og hún sagði “ Nei Vinur ”. Ég lagðist þá bara niður og ætlaði að fara sofa byrjar það aftur, og ég hugsa bara Sjitt ! Þá tók ég bara gamla góða bangsa niður úr hillu og leifði honum að sitja á náttborðinu :)
Þetta er bara það sem er svona nokkurveginn 100 % Rétt, Takk fyrir mig og góða nótt. (Ekki vera hrædd við hið ókunnuga :) )