Ég ákvað að senda hér inn draum sem hefur valdið mér miklu hugarangri! Ég hef trúað því síðan mig dreymdi frænku mína kveðja mig í draumi sem ég hafði ekki séð lengi, kannski alltof lengi, áður en hún dó!
Þetta var þannig að ég var stöddí miðju í einhverju herbergi, og í byrjun var fjölskyldan mín stödd í herberginu, þar á eftir bætist við æskuvinir mín og eginlega bara allir vinir mínir og fólk sem ég hef kynnst og mér er frekar kært um. Í fyrstu var eins og það væru einhverjar ljóstýrur yfir þeim, og allt var bara gott :). Svo var eins og það dofnaði yfir þessum ljóstýrum og alltíeinu snéri ég að langömmu minni, frænda mínum, frænku, afa og þessu eldra fólki sem mér hefur verið mjög kært um og er dáið. Byrjaði að dökkna yfir því og það rotnaði niður, ég bókstaflega sá þau rotna og verða að engu! Þetta gekk svona áfram, með fjölskyldu mína og með vini mína, þetta hélt svona áfram þangað til að strákur sem mér er mjög kært um var einn eftir, ljóstýran var enn hjá honum og gekk hann að mér og hvíslaði að mér að þetta yrði allt í lagi, svo sá ég hann rotna niður og verða að engu. Þetta var án efa það ógeðslegast sem ég hef augu litið! Þetta var svo raunverulegt, en samt ekki. Þetta endaði auðvitað að ég var ein eftir, og ég man að ég hágrét, og ljósið sem var yfir mér nyrjaði að dofna, svo áður en það slökknaði þá vaknaði ég við það að ég væri í alvörunni hágrenjandi!
Haldiði að þetta gæti þýtt eitthvað ?!?!?
Og ég þarf ekki að fá skítkast á stafsetningu, ég veit að það er ekki mín sterkasta hlið…
Takk fyrir :)