Rás 2, Party Zone, G-Star og Tuborg kynna:
——————————————————————————–
Trentemöller
og
Gus Gus Dj´s, Jack Schidt + Yvonne Coco, Kasper Bjorke og Barcode DJ´s
Á Gauknum
laugardagskvöldið 19.maí
——————————————————————————–
Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone, kynnir með stolti næsta listamann sem kemur fram á PZ kvöldi - laugardagskvöldið 19.maí. Það er einn alheitasti og áhugaverðasti raftónlistarmaður og plötusnúður samtímans, Anders Trentemöller.
Hver er Trentemöller:
Síðustu rúmu tvö ár hafa verið lyginni líkust hjá Anders Trentemöller. Það er afar fáheyrt í dansheiminum að listamaður komi fram á sjónasviðið með jafn miklum hvelli og hinn magnaði Dani hefur gert síðan 2005. Fyrir það var hann nánast óþekktur en í dag er hann einfaldlega eftirsóttasti plötusnúður heims og í ofanálag einn eftirtektarverðasti raftónlistarmaður samtímans. Þetta eru stór orð en standast ef ferill hans síðustu mánuði er skoðaður. Með ep plötunni Physical Fraktion snemma árs 2005 vakti hann á sér mikla athygli og hjólin fóru að snúast af krafti en með henni kynnti hann nýjan og myrkan hljóðheim ólíkan því sem hann hafði gert áður. Þetta ferska og nýja sánd varð til þess að Trentemöller komst á lista yfir bestu lög ársins víða og var valinn nýliði ársins af fjölmörgum miðlum. Hann var kominn inná “sviðið” og notaði hann athyglina sem hann fékk til að gefa út fleiri lög eins og Polarshift og EP plötuna Nam Nam. Í kjölfarið varð hann strax eftirsóttur “remixari” og varð enduhljóðblöndun hans á Röyksopp laginu “What Else is There” að hans stærsta og langlífasta smelli hingað til. Lagið varð til að mynda í 3.sæti á árslista Party Zone (sem valinn er af plötusnúðum landsins ár hvert) árið 2005. Haustið 2005 var hann skyndilega orðinn eftirsóttasti og einn mest bókaði plötusnúður heims. Það er eins og áður sagði gríðarlega fáheyrt að menn komist svo hratt upp þéttsetinn metorðastiga plötusnúða heimsins. Hann kom einfaldlega með algerlega nýtt hljóð og stemmningu inn í dansheiminn sem að ruddu honum leiðina á toppinn.
Á meðan hann ferðaðist um allan heim allt síðasta ár við að trylla lýðinn þá gaf hann sér samt tíma við að gera fleiri frábær remix fyrir listamenn eins og The Knife, Moby og jafnvel PetShopBoys.
Einnig vann hann við eigin tónsmíðar og kom breiðskífan og meistaraverkið The Last Resort út í lok ársins. Þar kveður við lágstemmdari og margslungnari tón sem féll gagnrýnendum afar vel. Platan endaði víða inná árslistum tónlistartímarita fyrir síðasta ár. Gagnrýnendur dagblaðana hér heima hafa nú síðustu vikur fjallað um þessa frábæru plötu og telja hana meðal merkilegri raftónlistarplatna síðustu missera. Nú í upphafi árs fékk svo enn eina skrautfjöðurina þegar hann fékk hina eftirsóttu viðurkenningu frá BBC “Essential Mix ársins 2006”. Sem sagt ótrúleg tvö ár hjá þessum magnaða Dana.
Það er ljóst að þeir sem fylgjast eitthvað með danstónlistinni hafa verið að bíða eftir þessari dönsku nýstjörnu hingað heim. Hann mun koma fram ásamt fjöldanum öllum af erlendum og íslenskum listamönnum á stóru danspartýi á vegum Party Zone á Gauki á Stöng laugardagskvöldið 19.maí. Það varð allt vitlaust á árslistakvöldi PZ á Gauknum í janúar þegar Booka Shade trylltu landann. Nú er það Trentemöller sem sér um að koma fólki endanlega inní sumarið. Fylgist með í Party Zone á laugardagskvöldum á Rás 2 og á www.pz.is
Nánar:
www.pz.is
http://www.myspace.com/trentemoeller
www.trentemoeller.dk
www.myspace.com/mypartyzone
Mynd af Trentemoller: www.margeir.com/media/Trentemoller.jpg
——————————————————————————–
ATH! ATH! Hér er linkur inná tóndæmi sem spilað var í þættinum um daginn
http://media.pz.is/trentemoller-kynningarmix.mp3
Miðaverð í forsölu er 2.000 kr.
Forsalan er á www.midi.is og í verslunum Skífunnar.
——————————————————————————–