Stærðfræði er ekki eitthvað sem maður trúir á, maður skilur stærðfræði, og hún virkar. Margt bendir til þess að stærðfræði gangi upp, en hvað bendir til þess að stærðfræði gangi ekki upp?
Prófaðu að vera leiðinleg(ur) og ókurteis við alla í viku. Ég efast ekki um að fólk sem þú umgengst verður frekar leitt á þér.
Siðferði er nauðsynilegt í samfélaginu.
Er hægt að ala börn upp án þess að segja þeim eitthvað sem þau verða einfaldlega að trúa?
Það eru mismunandi hlutir sem er nauðsynilegt að einhverju leiti að kenna börnum, t.d. siðferði.
Trúarbrögð hinsvegar, eru ekki nauðsynileg.
Ástæða þess að við ættum að vera andsnúin skipulögðum trúarbrögðum er sú að ólíkt tekatli Russells eru trúarbrögðin valdamikil, áhrifamikil, undanþegin skatti og skipulega og kerfisbundið kennd börnum sem eru of ung til að verja sig. Börn eru ekki neydd til þess að eyða uppvaxtarárum sínum í að leggja á minnið bækur um tekatla. Skólar, sem eru reknir fyrir almannafé, mismuna ekki börnum sem eiga foreldra sem kunna ekki að meta rétta lögun teketilsins. Þeir sem trúa á teketilinn grýta ekki þá sem trúa ekki á teketilinn til dauða, og þá sem standa gegn tekatlinum, teketilsvillutrúarmenn og teketilslastara. Mæður vara ekki syni sína við því að giftast teketils-shiksa sem á foreldra sem trúa á þrjá tekatla í stað eins. Fólk sem setur mjólkina í fyrst rekur ekki hnéð í kviðinn á þeim sem setja teið í fyrst
Bætt við 2. september 2007 - 13:31 Og já, spurningin.
Ég tel að það sem manni er kennt verði að raunveruleika í augum fólks. Augljóst og gott dæmi um það eru trúarbrogð. Það er sama hversu heimskuleg og röklaus þau eru, en samt trúir fólk. Það eru ekki margir sem alast upp trúlausir og breytast svo yfir æi einhverja trú, en hann sem gerir það er frekar blindur. Það eru samt margir trúaðir sem skipta um trúarflokk, það finnst mér enn furðulegra…
Maður á að taka öllu gagnrýnum augum. Maður á bara ekki að samþykkja allt sem manni er sagt sem sannleika. Sem barn geturðu það ekki.
Ef ég kæmi upp með hugmyndina um teketilinn og færi að tilbiðja hann, þá héldu allir að ég væri geðbilaður. En hinsvegar, ef það hefði verið innrætt í örn á unga ári þá væri það heilagur sannleikur sem er forboðið að gagnrýna, eins og önnur trúarbrögð nú til dags.