Áður en ég svara akkúrat þessu svari, þá skulum við byrja á aðeins fyrra svari þínu…
En það er ástæða fyrir því af hverju ég hætti ekki að trúa: ég hef frelsið til að trúa á það sem ég vil, eða trúa ekki. Hvort sem það er Guð, fljúgandi spagettískrímslið, Mátturinn úr Star Wars eða hreinlega ekki neitt, þá bý ég yfir því frelsi að mega trúa á það sem ég vil, eða sleppa því að trúa alfarið. Og það án þess að vera litinn hornauga af fólki sem kýs að fara aðra leið í lífinu en ég.
Þarna ert þú að vitna í hina gífurlegu virðingu sem menn halda alltaf að trú eigi skilið.
Hér er ég ekki að tala um virðingu. Reyndar nefni ég virðinguna hvergi. Aftur á móti er ég mikið fyrir að fólk sýni skoðunum annarra umburðarlyndi þegar það er ekki að reyna að troða þeim yfir á aðra. Og það sama gildir um trú. Þetta hef ég meðal annars hvergi gert hérna, hvorki nú eða áður, enda ekki mitt mál hverju fólk trúir eða trúir ekki.
Þú hefur líka frelsi til að styðja hvaða stjórnmálaflokk sem er… Þú mátt samt alveg búast við því að vera litinn hornauga fyrir að vera nastisti eða vinstri-grænn, og ef þú færir ekki rök fyrir þínu máli og segir: “Þetta er bara það sem ég trúi.” Þá máttu líka búast við því að vera álitinn geðveikur.
Trúarbrögð og stjórnmál eru ekki það sama. Það ættirðu að vita sjálfur þar sem þú, að því er þú virðist sjálfur halda, hefur kynnt þér trúarbrögð til hins ýtrasta. Trúarbrögð í hinum vestræna heimi skipta nákvæmlega engu máli hvað stjórnun ríkisins varðar, í það minnsta hvað vestur-evrópu varðar.
Ég segi bara enn og aftur, ef trúaðir vilja taka ábyrgð á hinu góða sem hefur verið gert í nafni trúar þá verða þeir að taka ábyrgð á hinu vonda.
Er það sjálfsagt að trúaðir vilji taka ábyrgð á hinu góða sem hefur verið gert í nafni trúar þeirra? Allaveganna er það ekki mín skoðun. Ég lít persónulega á trúna sem sjálfshjálpartæki. Ég ber ekki persónulega ábyrgð á því sem aðrir hafa gert í nafni trúarinnar, hvort sem það er gott eða illt. Trúin ber heldur enga ábyrgð þar sem hún er ekki einstaklingur. Þeir einu sem bera þessa ábyrgð eru þeir sem hafa gert eitthvað sjálfir í nafni trúar.
Það hvort Stalín eða Maó hafi verið trúaðir eða ekki (þó svo þeir hafi komið á fót sjálfsdýrkun og er það ákveðið form af trú, rétt eins og er nú í N-Kóreu) Þá breytti trúleysið engu um gjarðir þeirra.
Í rannsóknarréttinum, krossförunum, og því sem framið er í nafni trúar, getur vel verið að það séu einhverjir skítugir ljótir kallar á bak við tjöldin, en þessir verknaðir væru ekki möguleigir ef það væri ekki fyrir saklausa trú almúgans
Enn og aftur þá eru það ekki trúarbrögðin sem eiga sök á rannsóknarréttinum, krossförunum, helförinni eða hverju öðru sem hefur verið gert í nafni trúarinnar, heldur eru það mennirnir sem hafa staðið á bak við þessa atburði. Fólkið sem studdi þetta, hvort sem það gerði það í nafni trúar eða ekki, ber alla ábyrgðina á þeim voðaverkum sem hafa verið framin í nafni trúar í gegnum tíðina. Það gera hinir trúuðu einstaklingar nútímans ekki.
Og að núverandi þræði…
Með því að opna umræðu er hann þá að ráðast á trúarlíf fólks?
Er einstefna á upplýsingar varðandi trú á íslandi?
Það gefur augaleið að þráðurinn er stofnaður í því skyni að efna til rifrildis “rökræðna” hér á áhugamálinu, og það hefur augljóslega tekist með ágætum miðað við ýmis svör hérna. Þetta kallast “tröllaskapur” og er reyndar bannaður samkvæmt skilmálum Huga.is. Það hefur lengi verið rígur á milli fanatískra trúleysingja og fanatískra trúaðra hér á áhugamálinu og þessi þráður var ekki gerður til að bæta samskipti þeirra.
Trú getur verið róandi, en það gerir hana ekki sanna.
Hvenær sagði ég að trú væri sönn? Ég sagði einungis að hún væri mikilvægt sjálfshjálpartæki fyrir marga - því geturðu alls ekki neitað. Það er ótal fólk sem hefur komist í gegnum erfiðleika með hjálp trúarinnar. Hvort trúin sé sönn eða ekki á ekki að koma málinu við.
Það er enginn að banna fólki að trúa, það er enginn beittur valdi hérna á huga, bara opin umræða sem trúaðir virðast einhvern vegin vera á móti.
Ástæðan fyrir því af hverju fólk er almennt á móti svona umræðum, og ekki bara trúaðir eins og hefur reyndar komið fram í svörum í sumum af þessum umræðum, er sú að þessar umræður skapa eilífan vítahring sem engin leið er að slökkva. Besta leiðin til þess að halda þessum vítahring niðri er einfaldlega að ræða ekki um hlutina. Það er þó augljóst að það eru einstaklingar sem hreinlega njóta þess að þykjast hafa réttar fyrir sér en aðrir og halda þessum umræðum gangandi. Þú, meðal annars, m.v. það sem ég hef tekið eftir.
Ef menn vilja forðast sannleikann til að finna sálarró þá er það þeirra mál. En ég vil persónulega að ef læknirinn minn finnur í mér krabbamein, að hann segi mér frá því en ljúgi ekki að mér til að veita sálarró.
Útúrsnúningur. Læknar eru ekki prestar. Hlutverk lækna er að greina vandann og leysa hann ef mögulegt er. Hlutverk presta aftur á móti er að vera andleg hjálp fyrir fólk sem kýs að trúa. Það er enginn prestur að fara að segja þér að þú sért að fara til helvítis fyrir að sofa hjá þegar þú kemur til hans og leitar hjálpar vegna þess að samviskan er að naga þig fyrir framhjáhaldið. Á sama hátt eru engir læknar að fara að ljúga að þér að þú eigir eftir að ná þér þegar þú ert með ólæknandi krabbamein sem mun á endanum draga þig til dauða.
Trúleysingjar ráðast ekki á trú annarra,
Þú getur ekki fullyrt að allir trúleysingjar ráðist ekki á trú annara, því svo virðist sem margir geri í því að finna staði til þess að rökræða við trúaða um ágæti trúleysis og oftar en ekki benda á löngu liðna atburði, sem eru því miður svartur blettur á sögu margra trúarbragða, í því skyni að reyna að fella skugga á trú þeirra. ÞAÐ, meðal annars, er að ráðast á trú annarra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, einhver?
Gerðu okkur öllum greiða og hættu að svara svona þráðum. Besserwisserstælarnir þínir koma þér ekki mikið lengra.