Gerðu það upp við þig hvort þú trúir á Guð. Með því að fermast í kirkju ertu að játa trúarbragð. Þú ert að segja já, ég ætla að trúa á guð og ég hef trúað á guð og ég mun trúa á guð. Ef þú trúir þá er það í lagi. Ef ekki, ertu hræsnari sem ert að brjóta gegn siðferðisvitund þinni.
Ég fermdist borgaralega. Af hverju? Ég er ekki alin upp í kristinni trú, hef aldrei farið með bænir, ekki er einn einasti kross til á heimili ´minu, hef samtals tvisvar farið í messu, þegar ég var 5 eða 6 ára og vildi fá límmiða, ég er ekki skírð. HIvaða forsendur hef ég fyrir því, 14 ára að ákveða eitthvað það stórt eins og að ég sé kristin? Engar. Ég er ekki kristin, af hverju ætti ég að fermast í kirkju? Til hvers? Ég veit alveg helling um kristna trú, þökk sé skólanum. En ég er ekki kristin.
Ef þú trúir ekki á guð þá skaltu ekki fermast í kirkju. Þá ertu að brjóta boðorð númer 5 eða eitthvað, þú skalt ekki ljúga. Hversu töff er það að játa einhverju sem þú ert að neita um leið? f
Ekki fermast í kirkju vegna þess að allir aðrir gera það ef það stangast á við þína siðferðisvitund og trú(leysi). Vertu samkvæm sjálfri þér, ekki þykjast vrea eitthvað og þykjast játa eitthvað sem er svo ekki satt. Þú getur bara verið heiðarleg við sjálfa þig þegar að þessu kemur. Þú ert að fermast, ekki amma og afi, ekki mamma og pabbi eða frænkur eða frændur eða vinir, þess vegna er þetta þín ákvörðun og þú þarft að gera hana á þínum forsendum og á réttum forsendum.