Ég hef nokkrar áhyggur af því að kjörsókn á laugardaginn verði slök vegna lítillar kosningabaráttu og almenns áhugaleysis hjá stjórnmálamönnunum okkar; jafnvel að kjörsókn verði 50-60% - tryggjum 90% kjörsókn á laugardaginn og sýnum umheiminum að við höfum áhuga á þessu máli.
Ég vil því hvetja alla til að mæta á kjörstað og setja X við annan hvorn möguleikann Já eða Nei.
Ég hef verið fylgjandi núgildandi Icesave-lögum (þeim sem á að kjósa um) en hef samasem gert upp hug minn um að segja nei. Það gæti þó breyst á næstu klukkustundum eða dögum, allt fer eftir því hvort að alvara er á bak við “betra samningstilboð” Breta og Hollendinga. Það gæti jafnvel farið svo að ég ákveði mig í kjörklefanum en eins og staðan er í dag krossa ég við Nei, þau eiga að falla úr gildi.
-Socialist
Það er nefnilega það.