Núna er búið að samþykkja og mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með þessari ríkisstjórn vinna og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er annar flokkanna ætti þetta að fara vel.

Þessi nýja ríkisstjórn hefur gefið það út að hún mun hafa fjölskyldumálin í miklum hávegum og tel ég að stefnumál beggja flokka komi þar inn í. Til að mynda eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins (sem var samþykkt á síðasta Landsfundi flokksins) þar sem er kveðið á um að flokkurinn samþykki það að trúfélögum sé heimilt að gefa saman samkynheygð pör er núna komið í stjórnasáttmálann. Svo á auðvitað að efla stöðu eldriborgara og öryrkja til hins betra og ríkisstjórnin ætlar einnig að berjast fyrir því að hér á landi verði mjög barnvænt umhverfi. Það er því hægt að segja að þessi ríkisstjórn ætli að berjast fyrir fjölskyldumálunum. Því er alveg furðulegt þegar hin nýja stjórnarandstaða vill meina að þessi ríkisstjórn verðir stóriðju- og frjálslindstjórn.

Ráðherrar í ríkisstjórn eru þessir:
Geir H. Haarde forsætisráðherra XD
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra XD
Árni M. Mathissen Fjármálaráðherra XD
Björn Bjarnason Dóms- og kirkjumálaráðherra XD
Einar Kristinn Guðfinnsson Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra XD
Guðlaugur Þór Þórðarson Heilbrigðisráðherra XD
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Utanríkisráðherra XS
Össur Skarphéðinsson Iðnaðar- og ferðamálaráðherra XS
Jóhanna Sigurðardóttir Félags- og tryggingarmálaráðherra XS
Þórunn Sveinbjarnardóttir Umhverfisráðherra XS
Kristján L. Möller Samgönguráðherra XS
Björgvin G. Sigurðsson Viðskiptaráðherra XS

Hvor flokkur er með sex ráðuneyti, þeim hefur nú eitthvað verið breytt t.d. er núna landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið eitt ráðuneyti. Tryggingamálin voru tekin úr heilbrigðisráðuneytinu og eins komu ferðamálin inn í iðnaðarráðuneytið. Það sem vekur mikla athygli er að varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherrastól og það virðist sem hann hafi lítið sem ekkert fengið að taka þátt í samningaviðræðunum.

Núna er bara spennandi að sjá hvernig þessi ríkisstjórn á eftir að vinna og þar sem Sjálfstæðismenn eru ennþá í ríkisstjórn hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu, þó svo að ég hafi svolitlar áhyggjur af samgönguráðuneytinu þar sem það er nú farið frá okkar góða og trygga manni Sturlu Böðvarssyni. Ég vona bara að Kristján L. Möller standi sig í því starfi því að Sturla sinnti því starfi mjög vel og allt landið mun finna fyrir því ef þar verða einhver afturför.