Er Suður Amerika að bjargast? Ég talaði í einhverri af fyrrum greinum mínum hér um Hugo Chavez og starf hans í Venuzuela. Enn stigur maðurinn í rétta átt og er hann að gera landið að einu af þeim bestur í Suður Ameriku. En mikið hefur verið um kosningar í Suður Ameriku. Vinstri vængurinn er orðinn valdamikill, sérstaklega eftir sigur Lulu í Brasilíu. Þetta eru orðin mörg ríki og nefna má Daniel Ortega í Nigaragva, Evo Morales í Boleviu, Tabaré Vázquez í Uruguay, Rafael Correa í Ekvador, Fidel Kastro í Kúbu svo auðvitað Hugo Chavez og Luiz Inácio Lula da Silva í Brasilíu.

Hugo Chavez orðinn valdafíkill?

Þetta var óbein fyrirsögn hjá fjölmiðlum út um allan heim fyrir stuttu. Hugo Chavez fékk völd til að stjórna með tilskipunum. Þetta er leiðin til að gera landið enn frjálsara frá gripum kapítalismans. Margir hafa líkt þessu við Adolf Hitler en þetta er ólíkt mál. Hann fær völd í 1 og hálft ár til að þjóðnýta enn betur landið. Margir hafa gagnrýnt hann fyrir kaup á vopnum en ef satt skal segja þá hefur hann lítil völd að varnarmálum Venuzuela þangað til núna. Vonandi breytir hann þessu og gerir enn betur.

Daniel Ortega kennir börnum að lesa

Næstu tvö árin mun Daniel Ortega forseti Nigaragva stórbæta skólakerfið. Hann ætlar að byggja upp skóla, mennta fleiri kennara og kenna börnum að lesa. 35% landsins er ólæs og innan tveggja ára á prósentufjölgunin að vera um 5%. Hann hefur beðið um styrki hjá alþjóðasamfélaginu til að hjálpa sér. 800.000 börn eru ekki í skóla í Nigaragva. Þetta er skelfilegt ástand þarna. Það er gríðarleg fátækt í landinu og verður gaman að sjá hvernig þróast úr málum. Gamli forsetinn Daniel aftur kominn til valda og beittari en nokkru sinni fyrr.

Lulu vill gott í Brasilíu.

Lulu hefur ekki átt 7 dagana sæla. Gríðarleg afbrotatíðni er í Brasilíu og sást það í síðustu kosningum þegar þurfti að kjósa tvisvar sinnum. En Lulu hefur ekki getað minnkað afbrotatíðnina þar sem landið er svo gríðarlega djúpt sokkið í skítinn. En hann hefur lofað að koma Brasilíu á kortið og gera það að iðnríki. Ég hef trú á þessum gamla verkamanni sem hefur unnið lengi vel við erfið störf sem eru illa borguð. Ég held að hann skilji íbúana vel og muni gera góða hluti.

Correa vann öruggan sigur

Í lok Nóvember síðastliðin vann Rafael Correa sigur á Alvaro Noboa. Gríðarlega blóðug kosningabarátta þar sem fúkyrðin voru mörg. Báðir samt beittu sér að sama hlut og það var að sigrast á spillingunni sem er í dag. Hann ætlar að selja mun meiri olíu heldur en ríkið hefur gert. Hann vann kosningarnar með 14% og telst það vera stórsigur. Alvaro Naboa er ríkasti maður Ekvador en rekur stóran bananagarð. Rafael Correa sakaði hann iðulega um barnaþrælkun. Ég þekki til fólks sem hefur komið til þessa landa og það er klárt mál að það er barnaþrælkun í gangi. Meira að segja þegar er eitrað var fyrir skordýrum í bananagörðunum. Þá skipti það engu máli þótt verkafólki væri að vinna í þeim. Eitrið fór þá bara yfir það líka.

Evo Morales vill ríku kallana burt.

Naglinn Evo Morales vann glæstan sigur á José Quiroga. Kosningarnar voru þó frábrugðnar öllum öðrum kosningum þar sem Evo vildi laga fátækt og barðist fyrir því meðan José vildi það ekki. José vildi halda kókastríðunu áfram meðan Evo ekki. Hann taldi landið ekki nógu langt til hægri þó langt væri komið. Evo vann glæstan sigur og fékk að ég held 51% atkvæða, 10% meira en José. Evo vill eins og allir hinir leiðtogarnir þjóðnýta auðlindirnar. Þessi 42 ára kókbóndi hefur heitið að selja meira af jarðgasi en gríðarlega mikið er um það í Bólevíu.

Tabaré Vázquez vill heilbrigt atvinnulíf

Það eru að koma 2 ár síðan Tabaré Vázquez var kosinn forseti Uruguay. Hann lagði mikla áherslu að hafa heilbrigt atvinnulíf. Ég þekki það ekki nóg hvort þetta hafi tekist hjá Tabaré. Vinstriflokkurinn er að blómstra núna aftur í Uruguay í annað sinn þar sem miðjuflokkur og hægrisinnaður flokkur voru alltaf tveir vinsælustu flokkarnir en þetta virðist allt vera að breytast. Þess má geta að blóðugt stríð var í landinu þegar vinstriflokknum var steypt af stóli. Flest allir þingmennirnir hafa setið í dýflissum í mörg ár. Hægrisinnaðir skæruliðahópar komu stjórninni frá og landið hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan.

Kastró kominn á bataveg.

80 ára risinn og valdakallin Fidel Kastró bara allure að koma til. Nýlega sást myndband af honum og Chavez þegar þeir voru heldur hressir saman. Bróðir Kastró er enn við völd en spurning hvort kallin nái að jafna sig svo hann geti tekið aftur við.

Ótrúleg samstaða virðist vera milli þessara ríkja og sérstaklega þessara þjóðarleiðtoga. Allir standa þeir mikið saman og vilja spillingu og fátækt burt ásamt að þjóðnýta auðlindirnar. Miserfitt verður þá og erfiðustu verkefnin verða hjá Lulu og Daniel Ortega. Gaman verður að sjá hvernig þetta mun þróast en ég hef trú á vinstri stjórninni.

Heimildir.
www.Ruv.is
www.mbl.is
www.visir.is
www.wikipedia.org
www.murinn.is
ásamt að hafa lesið mikið í bókum og bloggum eftir Össur Skarphéðinsson.

mynd: http://www.unionradio.com.ve/Imagenes/FotosPrincipales/2006123014141751.jpg