Datt bara í hug að senda hér inn glósurnar mínar um jafnræðisregluna og hvenær mismunun telst lögmæt eða ólögmæt:

Rúmt gildissvið 65. gr. stjórnarskrárinnar
•Mjög víðtækt gildissvið 1. mgr. án þess að getið sé nokkurra fyrirvara í ákvæðinu.
•Á við alla á landinu, hvort sem um ræðir Íslendinga eða útlendinga og er ekki aðeins bundið við stjskrbundin mannréttindi heldur nær til allra sviða og allra mannréttindasamninga sem ísl er aðili að.
•Teldist brot gegn henni að veita ákveðnum hópum sérstök réttindi
•Ákvæði 2. mgr. um jafnrétti kynja er árétting á því sem fellur þegar undir 1. mgr.
• 2. mgr er ítrekun sem leggur ríkari skyldur á herðar löggjafanum til að tryggja jafnrétti kynjanna.
•Ekki tæmandi talning um atriði sem bannað er að byggja mismunun á.
•Mikilvæg sem stefnuyfirlýsing fyrir löggjafann en verður einnig beitt sem efnislegri reglu í einstaka málum.
•Dómstólum lögð á herðar sú skylda að skýra lög til samræmis við hana.

Lögmæt eða ólögmæt mismunun?
•Augljóst er að víða er gert ráð fyrir mismunun manna, t.d. á grundvelli þjóðernis, eignastöðu, kynferðis, aldurs o.fl.
•Það sem ræður úrslitum er hvort ómálaefnaleg sjónarmið sem lúta að persónulegum högum manns hafa þau áhrif að hann njóti lakari réttar an aðrir menn í sambærilegri stöðu.
•Discrimination vs. differantiontion
•Ekki öll mismunun ólögmæt.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur litið til þriggja atriða til að athuga hvort jafnræði hefur verið brotið:
1.Ef tvö sambærileg mál fá MISMUNANDI MEÐFERÐ
2.Ekki er fyrir hendi réttmætt markmið sem sem réttlætir mismunun, og hlutlæg og málefnaleg sjónarmið liggja henni ekki til grundvallar.
3.Að ekki sé eðlilegt samræmi milli þess markmiðs sem mismununin stefnir að og þeirra aðferða sem notaðar eru til að ná markmiðinu. - Meðalhófsreglan

Álitaefni um beitingu 65. gr.:
- Tveir menn í sambærilegri stöðu fá mismunandi meðferð -
•Tveir menn eða tveir hópar, sem telja sig vera í sambærilegri stöðu, fá mismunandi meðferð eða úrlausn mála sinna á grundvelli atriða sem rakin eru í 1. mgr. 65. gr.
•Getur ráðið úrslitum hvort tilvik eru í raun sambærileg.
•Þá koma skoðunar mælistikur um hvort mismunun er ólögmæt eða hvort hún hvílir á málefnalegum sjónarmiðum.
•Eru áhrif mismununar óeðlilega þungbær miðað við þau markmið sem mismunun stefnir að.

Jæja, þetta er allavegana það sem haft er til viðmiðunar þegar verið er að meta mismunun, ef einhverjum hér finnst þetta rugl væri gaman að heyra hvernig þeir vilja að staðið sé að þessu.
www.blog.central.is/runin