Reglur
Þetta áhugamál er tileinkað umræðum um málefni sem eru "heitust" hverju sinni. Dæmi um slíkt eru: störf yfirvalda, deilur á alþjóðavettvangi, stjórnmál o.m.fl.
Trúarumræður eru ekki leyfðar með þeirri undantekningu af umræðum um átök trúarhópa og "uppákomur" sem tengjast trúarbrögðum, trúarleiðtögum og slíku. Notendum er bent á að fara með allar aðrar trúarumræður á
/Dulspeki eða
/Heimspeki.Einnig viljum við beina þeim tilmælum til notenda að passa upp á hvað þeir eru að segja. Rökstyðjið mál ykkar. Særandi/móðgandi svör eru ekki liðin.
Vonast er eftir opinni og fordómalausri umræðu þar sem þátttakendur umgangast hvern annan af virðingu og tillitsemi.
Þátttaka undir skjánafni á hugi.is er til þess að þáttakendur geti tekið þátt, sent inn fyrirspurnir eða svarað, með opnari huga en mögulega væri hægt undir nafni. Skjánöfnin veita ekki leyfi til hegðunar sem er særandi eða á einhvern hátt neikvæð fyrir framgang umræðunnar.
Stjórnendur áhugamálsins hafa rétt til að eyða út hverju því efni sem ekki er metið falla að tilgangi áhugamálsins.
Ritstjórnarstefna - Lesið þetta!