STÖÐVUM SHARON!!
MÓTMÆLAFUNDUR Á LÆKJARTORGI - FIMMTUDAGINN 20. DESEMBER KL. 17:00

Aðfarir Ariels Sharons gagnvart Palestínumönnum undanfarna daga eru hryllilegri en nokkuð það sem við höfum áður séð síðan uppreisn Palestínumanna, fyrir grundvallar mannréttindum og gegn erlendu hernámi í heimalandi sínu, hófst fyrir rúmu ári.

Ísraelska friðarhreyfinginn Gush Shalom [www.gush-shalom.org], sem sænska þingið afhenti hin svokölluðu “óháðu friðaverðlaun Nóbels” þann 7. desember síðastliðinn, hvetur heimsbyggðina til að gera sitt til að stöðva Sharon í hryðjuverkaárásum sínum á óbreytta borgara, flóttamannabúðir og aðrar byggðir Palestínumanna. Slagorð þeirra eru einföld: “Peace YES - Occupation NO”, "[Israeli’s] assassinations and bombs - hotbed for [Palestinian's] suiciders“, ”If Sharon succeds to remove Arafat and destroy the Palestinian Authority Israel looses it’s future“ og það sem öllu máli skiptir í dag ”WE HAVE TO STOP THIS MAN!!"

Airel Sharon er ekki maður friðar!! Sem meðlimur í ríkisstjórn Ísraels árið 1979 greiddi hann atkvæði gegn friðarsamningi Ísraelsa og Egypta (sem þó var samþykktur), árið 1985 greiddi hann atkvæði gegn heimkvaðningu Ísraelskra herja frá stærstum hluta Líbanons (sem þó var samþykkt), árið 1991 lýsti hann yfir andstöðu sinni við þáttöku Ísraela í Madrid friðarráðstefnunni (sem Ísraelar tóku þó þátt í), árið 1993 greiddi hann atkvæði gegn Oslóar-friðarsamningi Ísraela og Palestínumanna (sem þó var samþykktur), hann stóð hjá í atkvæðagreiðslu um friðarsamning Ísraela og Jórdana sama ár (sem þó var samþykktur) og greiddi atvkæði gegn heimkvaðningu Ísraelskra herja frá stærstum hluta palestínsku borginnar Hebron árið 1997 (sem þó var samþykkt).

Það þarf að meta Ariel Sharon af verkum hans en ekki orðum. Þessi forsætisráðherra Ísraels, sem nú ræður yfir kjarnavopnum og einum fullkomnasta her veraldar, á að baki blóðugan feril. Athyglisvert er að skoða viðauka vefsíðunnar Electronic Intifada við opinbera ferilskrá Sharons (gefna er út af Ísraelska forsætisráðuneytinu) á slóðinni http://electronicintifada.net/forreference/keyfigures/sharon.html

Með því að slíta stjórnmálasambandi við heimastjórn Palestínumanna hefur ríkisstjórn Sharons nú stigið sitt stærsta skref til að kæfa hið svokallaða friðarferli. Palestínumenn, og flestar aðrar þjóðir heims, krefjast þess að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent til Palestínu, en líkt og með beiðnir um alþjóðlega rannsókn á átökunum kemur ríkisstjórn Sharons í veg fyrir þessi áform með öllum tiltækum leiðum. Fyrir nokkrum dögum beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu í Öryggisráð SÞ til að koma í veg fyrir að hryðjuverk bæði Ísraela og Palestínumanna væru fordæmd og alþjóðlegt friðargæslulið yrði sent til átakasvæðanna. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1990 sem Bandaríkjamenn beita neytunarvaldi sínu í Öryggisráði S.þ., en í öll sex skiptin hefur því verið beitt til að koma í veg fyrir alþjóðlegar aðgerðir eða fordæmingu á aðgerðum Ísraelshers hertekinni Palestínu.

Palestínumenn ÞURFA á stuðningi okkar og alþjóðlegri samstöðu að halda. Sýnum hug okkar í verki! Fjölmennum á mótmælafund á Lækjartorgi, 20. des. kl. 17:00.

STÖÐVUM SHARON – FORDÆMUM HERNÁM ÍSRAELA – SJÁLSTÆÐ PALESTÍNA !!