Nú líður að þeim tíma ársins að fjölmiðlar fara aftur að minnast árásinnar á Tvíburaturnanna þann 11. September 2001. Nú þegar hefur komið nýtt myndband frá Osama Bin Laden og það má búast við fleiri tilvitnunum í fréttum sem minna á árásirnar á næstu dögum.
Það sem gerðist þennan dag, eins og flest allir vita nú þegar, var að tvær farþegaflugvélar skullu á turnana sem hrundu svo niður. Fréttamyndir af þessum atburði hafa verið sýndar margsinnis og mikið hefur verið fjallað um yfirlýsingar forseta BNA og þátt al qaeda en það hefur ekki mikill tími farið í almennum fréttaflutningi um nákvæmlega ástæðurnar fyrir því að turnarnir hrundu. Opinbera rannsóknin, sem studdist við fleiri en hundrað sérfræðinga, metur ástæðuna fyrir hruni turnana á þá leið að kviknað hafi í u.þ.b. 35.000 lítrum af flugvélaeldsneyti og það hafi verið megin orsök þess að Tvíburaturnarnir hrundu og síðar annað háhýsi sem stóð nærri þeim (WTC 7). Það olli verkfræðingum vissulega undrun hversu fljótt turnarnir hrundu (eftir ca. aðeins 1 og 2 klst. frá árekstri) og einnig þótti það undravert að þeir hefðu í fyrsta lagi hrunið. Tvíburaturnarnir höfðu verið hannaðir með það í huga að þeir gætu staðist árekstur farþegaþotu af stærstu gerð því menn ímynduðu sér að flugvélar gætu lent á byggingunni við þokuaðstæður, sérstaklega með því tilliti að þegar turnarnir voru byggðir þá risu þeir yfir Empire States bygginguna og voru því hæstu byggingar í heiminum. Miðað við niðurstöður opinberu rannsóknarinnar á hruni turnanna þá er þó greinilegt að eitthvað hefur vantað upp á verkfræðiafrekið. Hér má sjá ítarlegt myndband sem lýsir árekstri flugvélanna við turnana:
Tölvulíkan af árekstrinum
Þetta ítarlega tölvulíkan var gert með því sjónarmiði að finna mætti hentugri verkfræðilausnir til að varna slíkum hörmungum í framtíðinni. Þarna er gefið í skyn að hið eiginlega hrun hafi nær eingöngu verið ollið vegna flugvélaeldsneytisins; að það skipti í raun engu máli hvort áreksturinn hafi skaðað stólpana eða ekki. Áreksturinn sjálfur hefur kannski ollið því að eldvörn hafi rifnað af stálinu sem hafi þá gefið logandi eldsneytinu tækifæri til að bræða það.
Rannsóknakýrslur hafa verið gefnar út til að útskýra hrun Tvíburaturnanna sjálfra en enn svo komið er hefur ekki verið hægt að gefa nægilega greinargóðar útskýringar á því hvers vegna WTC 7 hrundi í kjölfarið. WTC 7 var rautt 47-hæða háhýsi sem stóð nálægt Tvíburaturnunum og féll u.þ.b. 8 klst. eftir að þeir höfðu hrunið en það hafði líklega skaðast útfrá braki sem skall á það með gríðarmiklum krafti. Það hafa reyndar vaknað spurningar um hvort að þessi bygging hafi verið beinlýnis sprengd eða rifin niður í kjölfar þess að hafa skemmst en þetta hefur aldrei verið staðfest. (hér er myndband af John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, þar sem hann segir bygginguna hafa verið “hjálpað” að hrynja http://www.youtube.com/watch?v=Wn4Yx1MTgfQ)
Eins og margir vita þá eru skiptar skoðanir á því hvað gerðist nákvæmlega þennan örlagaríka dag. Ég vill ekki fara ofan í hinar ýmsu “samsæriskenningar” með þessum pósti heldur vill ég bara taka eitt dæmi af slíkum toga:
William Rodriquaz vann sem yfir-ræstingarmaður í Tvíburaturnunum í 20 ár. Hann hafði aðgangslykil að öllum hlutum turnanna, svonefndan “aðallykil” (master-key), vegna þess að hann hafði eitt sinn fest sig í lyftu og hafði í kjölfarið farið í mál við vinnuveitendur sína til að fá slíkan lykil sem þangað til þá höfðu aðeins verið í vörslu nokkurra manna.
William þessi varð þekktur sem þjóðarhetja um gjörvöll Bandaríkin í kjölfar árásanna. Þegar árásirnar áttu sér stað þá aðstoðaði hann slökkvuliðsmenn með því að bæði opna fyrir þeim margar læstar öryggisdyr sem þeir hefðu annars þurft að brjóta niður og við að koma mörgu fólki í skjól, aðvara það og síðar aðstoðaði hann við leit á fólki eftir hörmungarnar. Það er einna líkast kraftaverki að hann hafi bjargast því nánast allan tíman frá árásinni og þar til byggingarnar hrundu var hann inni í þeim. Nánast á sama tíma og byggingarnar hrundu þá var hann rétt fyrir utan innganginn en náði að skjóta sér undir slökkviliðsbíl sem stóð þar, stuttu eftir að björgunarmenn höfðu dregið hann undan bílnum þá sprungu dekkin á honum. Hann var síðasti einstaklingurinn til að vera bjargað úr rústum Norður Turnsins; seinni turnarins sem féll og hefur því stundum verið kallaður “last survivor” í fjölmiðlum en þann titil hefur þó einnig Ron DiFrancesco fengið en sá var síðast einstaklingurinn til að bjargast úr Suður Turninum.
Það er áætlað að hundruðir manna hafi verið bjargað vegna beinnar aðstoðar William Rodriquez. Hann hefur hann verið heiðraður fimm sinnum í Hvíta Húsinu og setja á aðallykilinn hans í sérstakan glerskáp sem minnisvarða þar sem ný bygging mun rísa í stað turnanna.
Þar með er ekki öll sagan sögð. William Rodriquez heldur staðfastlega fram að hann hafi heyrt fleiri sprengingar inni í turnunum áður en þær féllu. Þ.e.a.s. hann heldur því fram að hann hafi heyrt og fundið sterklega fyrir mikilli sprengingu í einhverjum af neðstu hæðum byggingarinnar sem hann var staddur í 2-7 sekúndum áður en aðalsprengingin átti sér stað fyrir ofan hann. Hann gagnrýnir sem sagt niðurstöður opinberra skýrslna á atburðunum sem hann segir ekki í þversögn við sína eigin reynslu á staðnum og hann hefur haldið þessari skoðun staðfastlega allar götur síðan.
William Rodriquez er einstakur því á sama tíma og hann er heiðraður sem Bandarísk hetja þá hefur hann stefnt mörgum af lykilmönnum Bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum; mál sem hefur ekki komist áfram. Meðal þeirra sem hann stefndi var George W. Bush sem hafði áður persónulega þakkað Rodriguez fyrir hans framlag til björgunaraðgerðanna. Rodriguez hefur einnig haldið því fram að hann hafi afþakkað milljónir dala í mútur og því að eina ástæðan fyrir að honum sé leyft að tala sé að hann hafi þegar tekið sess þjóðarhetju í augum Bandaríkjamanna. Hann hefur einnig komið fram með fræga samsæriskenningarmanninum Alex Jones. Hann er á meðal bestu vitna sem fundist geta af þessum atburðum, vitnisburður hans almennt ekki taldur léttvægur, og því hann hefur sloppið við gagnrýni sem oftast einkennir viðtöl við samsæriskenningarmenn á sjónvarpstöðvum eins og FOX og BBC.
Hann er ekki eina vitnið sem heldur fram að margar sprengingar hafi grandað byggingunum. Sem eitt dæmi má taka smið að nafni Marlene Cruz sem hafði unnið í 15 ár í turnunum.
Hvort sem maður aðhyllist samsæriskenningar eða ekki þá virðast opinberu skýrslurnar ekki skotheldar því enn hafa ekki komið fram viðunandi útskýringar á reynslu margra vitna. Að öðru leiti eru margar tilviljanir tengdar þessum atburð en þær hafa verið nefndar í öðrum samsæriskenningarmyndum.
Það er þó ekki meiru varpað fram hérna en spurningin hvers vegna vitnin heyrðu margar sprengingar nema hryðjuverkamenn hefðu líka plantað sprengjum áður á hæðunum. Það gæti þó einnig verið að flugvélaeldsneytið hefði sprungið eða að einhverjir sprengfim efni hefðu verið í byggingunum svo sem gaskútar. Það sem helst vekur upp furðu er staðhæfing Williams um að hann hefði heyrt sprengingu sem hann telur hafa átt sér stað áður en hann heyrði sprengingar að ofan.
Að lokum fylgja hér myndbönd af þessum vitnum:
Marlene Cruz
Fleiri vitni
Hér eru svo fréttamyndir af William Rodriguez:
National Network News
BBC
FOX News
Myndband af William Rodriquez þar sem hann útskýrir sýna sögu, kynntur af Alex Jones (Google video):
William Rodriquez segir sýna sögu