elvarsi
Vindorkuver, Sjávarfallsorkuver og háhitaorkuver henta bara ekki nægilega vel íslenskum aðstæðum.
Já, ef við höldum okkur við Vindmillurnar þar sem ég hef kynnt mér þær einna best. Þá er það rétt hjá þér að vindmillur samanber Danir eru að nota eru ekki þróaðar í þeim vindofsa sem vill verða hér. Og hef ég heir þær sögur að Vestmanneyjingar hafi prófað þær að einhverju leyti, sem endaði með því að þær fuku út á hafsjó.
En það er samt ekki þar með sagt að þá sé hægt að afskrifa þessa hugmynd með styrkinn í milluni. Við höfu hér tildæmis hóp af verkfræðingum sem virðist hafa nóg að snúast um hvort að Vatnsfallsvirkjanir á borð við Kárahnjúka virkjun standist íslenskar aðstæður. því er ekki hægt að virkja þá í hönnun á sterkbyggðari myllum við íslenskar aðstæður.
elvarsi
Svifti vindar eru svo miklir og sterkir og koma úr svo mismunandi áttum að reglulega myndi orkuverið ekki skapa neina orku.
Rétt er það hjá þér að, einn helsti galli við að nota vindinn sem orkuafl er að hann er svo óstöðugur. En því eru myllur yfirleytt notaðar við aðra orkugjafa. Til dæmis er Vindmillunotkun í Danmörku 20% af heildar raforku framleyðslu þeirra og er stefna þeirra að auka framleyðsluna upp í 40 -50 % fyrir árið 2030. Ástæðan ku vera sú að kostir myllanna vega meira uppá móti. sérstaklega í ljósi þess að þróunin er á þá braut að hægt sé að öllum lýkindum að rétta úr óreglunni í framleyðslunni með geymslu á efnaorku á borð við rafmagns. (samanber hugmynd og hlutverk altantors og geimirs í bílum. Altanatorinn framleyðir orkuna sem bíllin þarf og hleður í leið umfram orku inn á geimirinn á ferð og sú orka sem geimd er í geiminum er svo notaður til að ræsa vél og allskyns rafmagnstæki, þegar bíllinn er kyrrstæður.)
Einnig ætla ég að vitna hér orðrétt upp úr ritgerð Ásbjörn nokkrum Blöndal hjá Selfossveitum bs um Vindmyllur hér á landi og nýtingu þeirra:
Ásbjörm Blöndal
Það er líklegt að hér á landi geti verið mjög orkurík svæði með mjög
góða nýtingu og sem ekki eru það viðkvæm frá umhverfislegu sjónarmiði að þau þoli ekki
vindmyllur. Mikilvægt er þó að málið verði skoðað af raunsæi og í samvinnu aðila inna
raforkuiðnaðarins og annarra sem áhuga hafa á nýtingu þessarar einstöku orkulindar. Í
slíkri skoðun ætti einnig að huga að afskekktum stöðum þar sem ekki er til staðar tenging
við meginkerfi raforkudreifingar eða tenging er veik. Þar gætu vindmyllur verið
hagkvæmur kostur annað hvort einar og sér eða sem einingar í sambyggðum stöðvum.
http://www.vindorka.com/Greinar/Nyting_vindorku_Asbjorn%20Blondal.pdfelvarsi
Auk þess sem það þyrfti alltaf að vera laga það og fylgjast með þessu ennda er nátturan hér ekki beint hentug með sitt frost og annað sem t.d. Spánn sleppur við og getur við notað þetta í mun meira mæli en við.
Þó svo að Spánn sé það henntugt land veðurfræðislega uppá endingu og viðhald er ekki þar með sagt að það borgi sig ekki í löndum sem eru kaldari. það er bara reykningsdæmi út af fyrir sig fyrir hvert land hvað viðhaldskostnaður sé á tilteknum byggingum og tækjum. Þú sérð að viðhaldskostnaður og viðhald á t.d Díselvélum er líka hugsanlega hærri þar sem það fer illa með díselvelar að gangsetja þær í frosti. En samt sem áður er sá galli ekki það sterkur að það borgi sig ekki að reka díselbíl hér á landi.
Einnig vil ég benda á að það er líka stór áform um byggingar á Stórum vindmillum í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Og er frostharðir vetrar líka að fynna þar líkt og hér á íslandi.
elvarsi
einnig er þetta algjör sjónmeingun og ekkert betri en lón af vatni að hafa 200-300 vindhana eða hvað þetta heitir á litlu svæði til að fá einhverja orku af viti.
Já, það er rétt ef við notum engöngu myllur til að sinna sömu orku og Kárahnjújkavirkjun (690MW) . Þá verður þetta svolítið flæmi af myllum en hefur sammt seint áhrif á 3000 ferkílómetra svæði eins og Kárahnjúkavirkjun gerir.
En ef við notum myllu sem er 3000 KW (3 MW) sem kostar 150 milljónir. Þá þarf 230 vindmillur (34,5 milljarðar sem þær kosta. Það er rúmlega 1/3 af því sem kárahnjúkavirkjun kostar) til að sinna þessum þessum 690MW.
En sökum þess að vindmillur eru svona óstöðugar er raunhæft að þær dekki kannski 20% af orkuþörfini sem gera 46 vindmillur (6,9 milljarðar krónur). Þá væri hægt að fynna til dæmis annan og umfangsminni stað til að sökva fyrir minni vatnsfallsvirkjun.
Einnig eru til aflmeiri Vindmillur t,d 5MW vindmilla. En ég veit ekki kostnaðinn á þeim. En það myndi að sjálfsfsögðu fækka fyrir sama rafmagns magn.
En svo er það annað sem vegur upp á móti að þú ert ekki bundinn því að fórna hálendi fyrir svona umhverfisrask/ sjónmengun. Þú mátt nánast hafa millurnar í byggð eða á þeim stöðum sem það hentar. Það er til dæmis ein ef ekki fleiri vindmillur á tjaldsvæðinu á Hróaskeldu í danmörku. Því er hægt að einskora sig við að hafa þær á þeim stöðum sem þær passa inn sem hverskins annað mannvirki. Og því að sjónmengun er bara persónulegt mat hvers og einns þá hafa menn allavega val yfir því að umgangast óraskaða náttúru eða dást/hneykslast af myllum og öðrum mannvirkjum í byggðum.
elvarsi
allt hefur sina kosti og galla.
Nákvæmlega, en með vindorkuverin þá held ég að þau gæti orðið vænlegri kostur bæði fjárhagslega og umhverfislega miðað við Vatnsfallsvirkjanir hér á Íslandi. Bara þegar þróunun á þessum búnaði hefur verið hannaður fyrir íslenskar aðstæður og þegar hægt verður að jafna orkusveiflurnar með rafefna geymum. En það verður kannski ekki raunhæft fyrr enn kannski tugi ára.
En raskið á Kárahnjúkum verður því miður ennþá til staðar ef þróunin verður Vindmyllunum í hag.
Heimildir:
http://www.vindorka.com/Greinar/Nyting_vindorku_Asbjorn%20Blondal.pdfhttp://www.vindorka.com/http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=279&ArtId=441http://www.samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/swdocument/1000669/Vindorkuver.doc