Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem hlustar á útvarp, horfir á sjónvarp eða bara fer á huga að ein mestu hryðjuverk sögunnar voru framin um hádegisbil á íslenskum tíma. Margir segja hvaða hrottafullu menn gera svona lagað og hver hefur svo svarta sál að hann geti gert svona hluti. Nú segi ég er hægt að réttlæta þetta? bæði og, auðvitað er ekki hægt að réttlæta þetta á þann hátt að saklaust fólk eigi skilið að deyja, en málið er áttu Bandaríkjamenn þetta ekki skilið ?
Þá segir fólk, hvers vegna er þetta þá gert á saklausa borgara?
bíddu bíddu, hafa Bandaríkjamenn ekki verið að skjóta á Júgóslavíu, Palestínu, Írak, deyr ekki saklaust fólk þar ? ójú meira að segja fólk sem styður ekki aðgerðir sinna landa. Hvað haldiði að margir hafi dáið í Írak sem hata Hussein eða í Júgóslavíu sem hafa Milosevic (sorry kann ekki að skrifa etta).
Og ef við förum lengra aftur í tímann í seinni heimstörjyldina og þeir skutu á Japan og Þýskaland, þá sögðu menn, við eigum í stríði, í stríði deyr saklaust fólk.
Er þetta ekki stríð, þeir kalla þetta allavega stríðsyfirlýsingu ?
En ok förum nú að kjarna málsins. Bandaríkjamenn hafa til dæmis stutt vitleysinga eins og Sharon og Ísrael í langan tíma, þeir gengu síðast út af ráðstefnu þar sem Ísraelsmenn voru fordæmdir.
Á tímum kaldastríðsins þá studdu þeir menn eins og Pinoche sem er einn allra mesti killer mannkynnsögunnar (oki frekar stórt til orða tekið).
Bandaríkjamenn hafa kúgað land á eftir landi bara af því að þeir eru á móti þeim, Kúbu og Írak svo dæmi séu nefnd. Var bara ekki komin tími til hefndarverka.
Og hvað segja USA menn strax eftir árásirna, VIÐ MUNUM HEFNA!! eru þeir þá ekki bara að réttlæta þessar árásir í leiðinni, voru þetta ekki hefndaraðgerðir ?
Ég hinsvegar votta öllum samúð mína sem létust þarna eða særðust, og þá sem mistu vini og ættingja. En af hverju er þetta svona sorglegt, hvað um allt fólkið sem lést í Írak, í Júgóslavíu, Palestínu, Japan, Þýskalandi svo nokkur dæmi séu nefnd. Það fólk átti líka vini, ættingja syni og mæður. Hvar var samúð heimsins þá??
Uss það voru allt vesanlingar og aumingjar, skepnur sem drepa horn annan, ó nei það voru manneskjur eins og við hin. En af því að þá voru það Bandaríkjamenn sem gerðu árásirnar þá sagði enginn neitt, nema nokkrar manneskjur sem fóru í göngu og þetta var að sjálfsögðu bara vandræðalýður og vesalingar.
Þess vegna segi ég, spurningin var aldrei hvort þetta myndi gerast heldur hvenær, og þarna sýndu menn að USA eru ekki unbreakable, það er líka hægt að skjóta á þá.
Ég votta hinsvegar aftur öllum samúð mína, og vill ítreka það að þetta fólk átti ekki skilið að deyja, en því miður eins og Bandaríkjamenn sjálfir segja, Við eigum í stríði, og þá deyr saklaust fólk líka.
Endilega komið með skoðanir ykkar á þessu máli