Hérna er bréfið:
Ég sendi þennan póst til að ræða um Áfengislögin XI kafla, 18. gr.
VI. kafli. Meðferð og neysla áfengis.
18. gr. Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.
Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.
Á veitingastað sem leyfi hefur til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 20 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með foreldrum sínum eða maka.
Dyraverðir, eftirlitsmenn og framreiðslumenn skulu láta ungmenni er koma á slíka staði eða dveljast þar eftir kl.
20 að kvöldi án samfylgdar foreldra sinna eða maka sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt, enda sé ástæða til að ætla að hlutaðeigandi hafi ekki náð 18 ára aldri.
-
Ég vill leggja áheyrslu á þetta: Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.
Þessi hluti greinar 18. í kafla XI um áfengislög, er hættulegri en hann er verndandi.
Áfengi er skaðlegt gegn fólk undir 18-20 árs aldur, EN, ef litið er til hliðar á skaðsemi sem lögin valda, þá sér maður ýmsa hluti.
Ég vill aðeins spjalla um þessa hluti.
-
Margir unglingar þurfa að fá útrás gegnum ‘'partý’' og þarmeð drykkju.
Unglingar eiga erfitt með að ná sér í áfengi, þar sem að þeir þurfa að hafa eldri kunningja eða aðila sem getur keypt handa þeim áfengi.
Þessir eldri kunningjar kunna að vera hættulegir, og geta komið yngri aðilum í hættu á margann hátt.
Það er óheyrt að unglingar á aldrinum 13-14 ára þurfa að vera í teiti hjá eldri en 20 ára fólki, sem sjálft er í neyslu.
Svo sumir unglingar þurfa að redda sér öðrvísi. Td. með Landa. Landinn er ekki bara með allt of hátt áfengis prósent fyrir krakka og unglinga, heldur er hann líka stórhættulegur.
þarsem margir unglingar geta ekki reddað áfengi, þá fer þetta unga fólk beint í neyslu fíkniefna í staðinn. Þetta er margheyrt, og algengt.
Þeir byrja í hassinu sem þeir fá létt með einu símtali. Svo fer þetta lengra þegar hassið er orðið leiðinlegt, og hættan á því sviði er mun stærri en hættan á áfengi.
Hass er líka ódýrara en áfengi vill ég benda á.
Allir eru byrjaðir að drekka tvítugir, því ekki að lækka lögin?
-
Ég vill benda á annað land sem hefur minni aldurstakmark.
Td. Danmörk.
Í Danmörku þarft þú að vera 16 til að versla áfengi.
Þar eru MIKLU, ég endurtek, MIKLU minna af ungu fólki í fíkniefna neyslu.
Fólkið í unglingateitum þar eru milli 14 og 16~.
Það fynnst mér nú hljóma betur en 14 til 25 ára.
Þar er ekkert sem heitir Landi.
-
Ég vona að þið hugsið yfir það sem hefur verið skrifað og komið þessu lengra.
Kannski er ég að fara fram á mikið, en ég vill að þið gefið ykkur tíma og hugsið málið til enda.
- Kveðja, Bjarni.
Hverjir eru á sama máli og er einhver með hugmynd um hvað gera skal? Því ég er að fá nóg.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.