Rökræður mínar við annað fólk á huga.is hafa vakið upp vangaveltur.
Erum við hræsnarar?
Fyrir stuttu síðan skrifaði ég grein, hún fjallaði um mikilvægi söfnun Rauða Kross Íslands. ´Hún var einfaldlega bara hvatning til fólks. Ég vildi hvetja alla til að hjálpa.
En þetta var í raun hræsni.
Og allt fjárútlát til þessara þjóða er hræsni. En afhverju?
Allt í einu núna streymir fullt af pening til aðstoðar, margir hlaupa til hjálpar. En fyrst og fremst beinast áhyggjur auðvitað að túristum.
En fjárútlátin eru hræsni, afþví þeir peningar sem öll góðgerðarsamtök og þjóðir heims, duga til að veita öllum íbúum afríku ferskvatn. Bjarga í raun fleiri mannslífum frá enn verri hörmungum.
En svo virðist vera að okkur standi á sama um allar hörmungar heimsins nema þær stökkvi beint upp í nefið á okkur. Án fréttamynda eru þetta bara tölur.
Það er alltaf fólk að deyja út af skorti á lyfjum og hungri.
Alltaf. Það að geri það í Indónesíu er ekkert frábrugðið að það gerist í Mósambík. Við höfðum alltaf möguleika á að gefa pening til rauða krossins. Og rauði krossinn hefur alltaf haft aðkallandi verkefni.
Þeir peningar sem við gefum núna eru fórn á altari samvisku okkar. Til að sefa þær efasemdir um að kannski séum við ekkert sérlega góðar manneskjur. En raunin er sú að ef við virkilega vildum þá gætum við gert miklu meira.
Eftir viku verðum við löngu búin að gleyma þessu öllu saman.
Því allt þetta skipti í raun engu máli fyrir okkur. Við grátum krókódílatárum.