Það er ekki nóg með að maðurinn hafi til að byrja með þegið 700.000 kr. (að hans sögn) fyrir að koma fram á góðgerðartónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum, heldur gerði hann enn minni mann úr sér í sjónvarpinu.
Starfsmenn Kastljóssins voru að spurja manninn sem sá um tónleikana, spurninga um útgjöld og hagnað vegna tónleikanna vegna þess að það var óvissa sbv. það. Þá fór Kristján að grípa fram í og skipta um umræðuefni með því að auglýsa sinn ‘fallega og frábæra’ nýja disk. (Sem að ég hvet sem flesta um að sleppa að kaupa, btw, ef að einhverjir hefðu ætlað sér að kaupa hann áður). Konan sem sér um að spurja fólk í Kastljósinu (afsakið að ég man ekki hvað hún heitir), fór að spurja ákafar og Kristjáni líkaði það víst eitthvað illa. Hann sagði (ég vona að ég sé að ná þessu orðrétt, annars leiðréttið mig): ‘Þið hafið engan áhuga á þessu fallega sem við erum að gera, heldur keppist þið við að maka aur yfir þetta…’ Svo benti hann á kvenspyrilinn og bætti við: ‘sérstaklega þú’….
Mér finnst þetta svo óþroskað og fáránlegt að ég á erfitt með að lýsa því…..
Horfði einhver á þetta?? Ég vil endilega ykkar skoðun!
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'