Fyrir einu og hálfu ári síðan skrifaði ég grein hér á Huga um komandi olíukreppu, “Komandi olíukreppa - stærsta vandamál heimsins!”, lesið hér: http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=885258

Í þeirri grein ritaði ég:
“Á hverju ári eykst eftirspurnin eftir olíu um 7%. Þetta þýðir að árið 2013 mun eftirspurn eftir olíu verða tvöfalt meiri en er í dag. Er þessi 7% tala reiknuð miðað við síðastliðin 10 ár, og þá er ekki tekið tillit til væntanlegrar iðnaðaruppsveiflu í Kína, Indlandi og fleiri löndum í Asíu. Eftirspurn eftir olíu þar mun aukast um tugi prósenta á næstu árum.”


Nú er svo komið að olíuverð heldur áfram að hækka, eftirspurnin heldur áfram að aukast og framboð á olíu heldur áfram að minnka þrátt fyrir að framleiðsla hafi verið aukin.

Ekki þarf olía að hækka mjög mikið til viðbótar að það verði í raun óhagstætt að notast við olíu sem orkugjafa. Hversu erum við, íslendingar, tilbúin til að borga mikið fyrir lítrann af olíu? Fyrir mig persónulega þá er þetta komið í efri mörkin nú í dag.


En margir segja e.t.v. að olían er langt í frá að verða búin. Það er satt, nóg er af olíu, ennþá, og því ættum við ekki að hafa stórlegar áhyggjur af þessu, a.m.k. ekki í heil 50 ár!

Þjóðfélagslega eru 50 ár stuttur tími, fyrir okkur einstaklingana er þetta heil lífstíð. En við þurfum að átta okkur á að eftir 50 ár þá munu það vera börnin okkar, barnabörn sem munu kljást við þetta vandamál.

Spurning er, á að leysa þetta vandamál þegar það kemur upp, eða á að leysa það áður en það kemur upp?

En það má bíða betri tíma, ekki satt?



Nú vil ég segja, svo ég geti vitnað í þessa grein aftur eftir eitt og hálft ár þá vil ég segja:

Vandamálið varðandi olíuna mun ekki koma upp eftir 50 ár, það er nú byrjað að láta vita af sér í dag.
Vandamálið mun jafnt og þétt aukast til ársins 2050 þar til við stöndum einfaldlega frammi fyrir því notkun á olíu er ekki raunhæfur möguleiki.

Olían verður einfaldlega orðin of fágæt, og aðeins örlindir af olíu munu standa eftir sem gætu aldrei staðið undir þeirri notkun sem er á olíu í dag.


En ekki er allt svart, vonandi eigum við eftir að sjá vetnisbíla hér á íslandi innan nokkurra ára, til hagsbóta og velsældar fyrir íslendingar.