Hér er gert ráð fyrir að viðkomandi eigi góð headphones. Oft er ekki nauðsynlegt að eiga öll tækin sem upp eru talin, en þó hjálpar það, einkum ef menn eru að byrja og þurfa að æfa sig. Augljóslega. Einnig er þessi pistill skrifaður út frá sjónarhól house/techno plötusnúðs, en margt má eflaust heimfæra á marga aðra stíla. Verð eru almenn, miðuð við lágmarks þægindi og gæti skeikað um einhverja þúsundkalla
Vínyll
ÞARFT:
Hljómplötur.
x2 Plötuspilara
Pikkup og nálar f. plötuspilara
Mixer
KOSTAR:
100k+
- Þetta er uppstillingin hjá hinum sígilda plötusnúð. Ás & tvistur (plötuspilarar) og mixer. Svona byrjuðu vel flestir snúðar hinnar íslensku danssenu. Plötusnúðurinn blandar hér saman tvem plötum í takt með því að hægja og eða hraða á snúning plötuspilara.
KOSTIR:
Skemmtilegt
Lærdómsríkt
Sæmilega ódýrt
Býður upp á Traktor eða Serató með tímakóðuðum vínylplötum
GALLAR:
Hljómplötur eru dýrar
Stundum vesen á skemmtistöðum (rekist utan í græjur, feedback ofl,)
———-
ABLETON LIVE
ÞARFT:
Tölvu, helst ferðatölvu
Ableton live, 400$ fyrir v. 8 (helmingi ódýrara með skólaafslætti)
Hljóðkort m. amk x1 steríó út
KOSTAR:
400$ + 20k+ f. hljóðkort + 5k+ fyrir midi controller
gefum okkur að menn eigi almennt tölvu
Slatti af plötusnúðum sem nota þessa lausn. Td. Danni Bigroom og Sasha. Ef maður lærir vel á forritið getur þetta gefið skopunargleðinni lausan tauminn. Ef ekki, þá hljómar þetta oft sterílt og leiðinlegt. Einkum þegar menn misnota fídusana.
KOSTIR:
Tækifæri til að skapa
Auðvelt að loop-a
Þarft ekki að læra að beatmixa (ef það er kostur)
Ótrúlegir möguleikar
GALLAR:
Lítið að frétta milli skiptinga
Þarf að warpa lögum
Getur crashað
Freistingin að smella effectum í tíma og ótíma og skemma góð lög (því það er stundum ‘dauður tími’)
——–
CDJ's
ÞARFT:
x2 plötusnúðs geislaspilara
mixer
KOSTAR:
150k+ fyrir industry standard græjur
Sennilega það algengasta í dag. Í grunninn svipað og að nota plötuspilara, en aðeins minna vesen og aðeins fleiri fídusar. Velflestir plötusnúðar á íslandi mæta með diskamöppurnar sínar og spila. Flestir staðir eru með einhverskonar Pioneer spilara, sem er næs því ef þú kant á einn kanntu á þá alla.
KOSTIR:
Getur verslað músíkina stafrænt á netinu
Getur tekið mikið af tónlist á hvert gigg vandkvæðalaust
Lítið vesen (mætir og allt er klart)
Hands on
GALLAR:
Leiðinlegt að skrifa diska
Leiðinlegt að merkja diskana
Diskar rispast
Vesen að loop-a
TRAKTOR
ÞARFT:
Hljóðkort með nokkrum steríó útgöngum, td. traktor audio4 eða audio8
Tölvu, helst ferða
Traktor forritið
Midi controller og eða CDJs
Mixer
KOSTAR:
40k+ (með hljóðkorti + ódýr midi controller)
140k+ ef menn kaupa geislaspilara til að nota með
gefum okkur að menn eigi almennt tölvu
Framleitt af þjóðverjanum. Mjög algengt, Richie Hawtin og fleiri spaðar nota þetta. Þetta forrit er 10 ára gamalt og í stöðugri þróun. Virkilega þægilegt viðmót og hljóðið úr þessu er mjög gott. Hægt að nota traktor með CDJs eða plötuspilurum, en líka bara með midi controller. Persónulega er ég mjög hrifinn af þessari lausn.
KOSTIR:
Auðvelt að skipuleggja tónlistarsafnið
MIDI eða ‘hands on’ með cdj's eða plötuspilurum
Gott hljóð
Getur haldið takt fyrir þig
Virkilega góðir effectamöguleikar
Hægt að nota Traktor hljóðkort sem studio hljóðkort
Framleitt af Native Instruments
Þægilegt loop system
Þartf ekki að skrifa diska
GALLAR:
Skynjar stundum alls ekki taktinn
Stundum ves að tengja á dimmum næturklúbbum
Ekki nógu þægilegur search fídus (til að finna næsta lag)
Geta stundum komið upp buffer vandamál
SERATO
ÞARFT:
Serato box
Ferðatölvu
CDjs eða Plötuspilara
Mixer
KOSTAR:
40k+
Skilst þetta sé USA standard meðan Evrópa noti traktor. Mjög margir íslenskir snúðar nota þetta. Sleppur við að brenna diska og getur flokkað músíkina þína vel í hugbúnaðinum.
KOSTIR:
Vel flokkað tónlistarsafn
Þægilegur search fídus
MIDI samhæft
Þarft ekki að brenna diska
Algengt
GALLAR:
Stundum vesen að tengja
Stundum vesen að afhenda næsta dj' búrið
Serató boxið virkar bara með Serato
Verra sound en úr traktor
Næmft fyrir ýmiskonar snúru/rafmagns veseni
Þetta er ca. það sem mér datt í hug varðandi þessar lausnir, kosti og galla osfv. Ég hef DJ'að 5+ gigg á þetta allt og leikið mér heima. Mest spilað á CDjs og vínyl samt. Ef þú ert að lesa þetta, og ert að íhuga að gerast plötusnúður eða ert að stíga þín fyrstu spor, þá tel ég þig hafa mjög gott af því að læra á rythmann, og beatmixa. Í öllu námi er grunnurinn kenndur fyrst, og það er eins með þetta. Sumir kunna strax að beatmixa, aðrir læra þetta á viku og aðrir á mánuðum kannski. En það geta allir lært að blanda tvem lögum í takt. Einnig er mjög gott að skilja hvernig danstónlist er útsett, 4x4, sem skiptist í takta og tónbil (beats & bars). Svo er eitthvað að frétta á 8 bar fresti og eitthvað mikið að frétta á 16 bar fresti. Til að ná seyðandi skiptingum þarf plötusnúður að vita þetta.
Einnig er mjög gott að vita hvernig tónjafnarinn (equlizer) á mixer virkar. Oftast er það low, mid og hi sem er hægt að hækka og lækka í um x mörg dB. Þekkja það og hvernig þessir takkar bregðast við á þínum mixer.
Þegar maður er að byrja er það svo góður siður að hlusta á það sem er í gangi í hátölurum, og næsta lag í heyrnatólum, en hafa heyrnatólin bara á öðru eyranu. Það getur verið erfitt fyrst, en þetta verður manni önnur náttúra á svipstundu, og þá heyrir maður alltaf hvað er að frétta. Það er ekki kúl að sjá DJ með bæði heyrnatólin á eyrunum, veit ekki afhverju.
Ég mæli heldur ekki með því, þegar DJ paddan bítur mann, að rjúka strax út og kaupa græjur. Í gamla daga var það öðruvísi, því þá ákvað maður að verða DJ, safnaði fyrir SL-um (plötuspilurum) og var orðinn DJ. Núna er svo ótrúlega margt í boði. Ég myndi byrja að prófa að leika mér í tölvunni heima, í einhverjyrum forritum með músina eða eitthvað - og sjá hvort manni finnist í alvöru gaman að DJa. Ekki bara byrja til að byrja og vera kúl. Prófa svo kannski græjur einhversstaðar og sjá hvað maður fílar osfv. áður en maður eyðir pening í Behringer VDJ3000 sem maður kann svo ekki að nota.
Þessi pistill er augljóslega hliðhollur því sem ég fíla best, og frábið ég mig því að lengra komnir snúðar fjölyrði hér um að þetta eða hitt kerfið sé best osfv. Ég hef hér reynt, í stuttu máli sem þó varð langt, að vega og meta kosti hvers kostar fyrir sig. Öll málefnaleg innleg eru þó afar vel metin og í raun nauðsyn, til að spegla viðhorf flestra.
Ég vona að þetta hafi einfaldað heiminn fyrir einhverja, og bendi á internetið fyrir frekari upplýsingar. Ef þú ætlar að spyrja hér hvað eitthvað kostar eða hvernig eitthvað er tengt osfv. að þá er það hreinlega ekki snjallt. Maður bjargar cher. Fer á netið, finnur spjallborð, youtube vídjó, síður osfv. með svarinu. Þetta er eingöngu ætlað sem almennur leiðarvísir til að benda á valkostina sem nýr plötusnúður hefur í dag. Að spyrja um eitthvað á huga og refresha svo x8 yfir daginn og bíða spenntur eftir svari - við einhverju sem fyrsta hittið á google segjir þér - er augljóslega svolítið heft.
Þannig hvet ég til málefnalegrar umræðu, hvað eruð þið snúðar að nota, hvað fíliði við það og hvað ekki, hverju mælið þið með osfv.
Annars er ég nývaknaður, mjög þunnur ef ekki enn fullur eftir yndislegt PZ95 kvöld í gærkvöld. Stafsetningar- og staðreyndarvillur flakka því hér með án ábyrgðar. Langar virkilega í snúð með ekta súkkulaði, kók í dós og grænann lurk. Og meiri svefn.
Gleðileg jól.