Hreggviður heiti ég, þekktur sem Hreggó, og þetta er mitt framlag í þessa ágætu keppni. Ég er 19 ára snáði sem býr á Akureyri og hef ég verið að spila á stöðum hér í rúmt ár, en eins og margir aðrir ungir plötusnúðar byjaði ég í tölvunni fyrir næstum þremur árum, en færir menn voru fljótir að benda mér á það að spilarar og mixer væri skíturinn. Fyrir ári síðan kom ég í fyrsta sinn fram í útvarpi í útvarpsþættinum no request sem er útvarpaður hér á Akureyri og varð það til þess að Leibbi, þekktur plötusnúður hér í bænum, tók mig undir væng sing og leyfði mér að spila með sér eitt kvöldið á Dátanum sem varð svo til þess að þeir gáfu mér fasta vinnu þar, svo þegar Leibbi varð þreittur á útvarpinu tókum við Sveinar tókum við af honum sem plötusnúðar þáttarins.
Á erfitt með að benda á áhrifavalda því þeir eru svo helvíti margir, meðal þeirru eru margir færir íslenskir plötusnúðar sem og erlendir, en í fljótu bragi vill ég nefna þessa tónlistarmenn: Manuel Tur, Kerri Chandler, Sasha, Chymera, Rodriguez Jr., Kiko, Johan Ilves og Solee.
Ég reyndi að hafa smá fjölbreytni í þessari syrpu, en hún byrjar í því sem ég vill kalla techy-deep house (besserwisserar meiga endilega leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér), fer svo útí upp-bassað tech house, svo koma tveir progg slagarar sem eru keyrðir niður aftur af delalegu tech húsi og keyri ég þetta aðeins upp aftur áður en ég enda á ljúfu nótunum. Vill þó benda á það að upptakan var aðeins of hágvær og því eru hljómgæði ekki alveg 100% en þó vel áhlustanleg.
Syrpa: http://dl.getdropbox.com/u/441741/hreggo-minimix251208.mp3
Flokkur: Non-Digital.
Notast var við: 2xDenon S5000 og 1xDJM 800 Pioneer Mixer.
Lagalisti:
Manuel Tur - Boxed Rivers
Knee Deep - All About Love
Jim Rivers - Empathy
Marc Mitchell - Souls On Board
Moonbeam - Sky (Dub mix)
Guy J - Ear Canal
Tonka - Orca (Ian Pooley's Orca Mallorca remix)
Robert Babicz - Dark Flower (Joris Voorn Magnolia mix)
Chymera - Caprica Burning
——————————————————-
Þessi syrpa er í hópi þeirra sem taka þátt í plötusnúðakeppni Flex Music. Þú getur skráð þig til leiks með því að senda inn póst á flex@flex.is - Hér fyrir neðan fáið þið svo tækifæri til þess að tjá ykkur um syrpuna.
Eftir áramót kemur svo inn könnun hér sem stendur yfir í nokkrar vikur sem mun kunngera sigurvegara.
——————————————————-