nú held ég að þú sert að rugla saman froðupartýum
hann Atli már hja http://www.treg.is var með froðuparty á akureyri sem gekk ekki voðalega vel
við vorum reyndar með eitt á akureyri og var það stæðsta froðuparty sem haldið hefur verið á islandi og var nú ekkert flopp (:
http://www.youtube.com/watch?v=pZ-FYnEmov0
videoið
Ég er ekki vanur því að blanda mér í einhverja svona umræðu en þar sem nafnið mitt dúkkar upp þá verð ég að skella smá texta hérna inn.
Erla mín mér þykir það furðulegt að þú skulir draga nafn mitt inn í þessa umræðu og það með einhverri yfirlýsingu sem á ekki við rök að styðjast. Ég hef aldrei haldið “flopp” froðupartí á Akureyri - það er bara ekki rétt.
Og að Agent.is, og þá bara Agent.is, hafi staðið á bakvið stærsta froðupartí Íslandssögunnar er heldur ekki rétt því ég og mitt batterí þ.e.a.s. treg.is eða The Royal Entertainment Group sameinaði krafta sína með Agent.is síðastliðna verslunarmannahelgi. Þá héldum við SAMAN froðupartí enda stendur það á svörtu og hvítu í YouTube myndbandinu sem þú vísar til í svarinu þínu.
Agent.is, Treg.is & Plugg'd gerðu gjörsamlega allt vitlaust á Akureyri um versló þegar….
En það er ekki nóg að draga nafn mitt einu sinni inn í umræðuna heldur tvisvar. Og allt tengist það einhverju sem floppaði. Ég er 23 ára gamall og er búinn að vera í þessum bransa í sex ár eða frá 17 ára aldri þegar ég var skemmtanastjóri á ákveðnum skemmtistað suður með sjó. Alveg frá þeim degi hef ég skipulagt tugi ef ekki hundrað plús partí og atburði - fyrir mig og aðra, fjölbrautaskóla, vinnuhópa og stór fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég hélt til að mynda Burn partíið sem var haldið í fyrrasumar á Nasa og það var svo TROÐFULLT að við urðum að hætta að hleypa inn rétt eftir tvö um nóttina. Öll umgjörð þ.e.a.s confettisprengjur, dansarar, eldspúarar, kokteilar, auglýsingar og skipulagning var í mínum höndum og ég lagði mig 100% fram og hvað gerðist? Jú ég uppskar eins og ég sáði.
Þegar maður er búinn að vera í þessum bransa svona lengi (og ég er ekki búinn að vera það lengi miðað við suma) þá veit maður það að þetta er áhættusamasti bransinn í dag - það er bara þannig. Í þessum bransa eru fleiri flopp en í heimsmeistaramótinu í póker en það bara kemur “with the territory.” Það er ástæða fyrir því að skemmtistaðir hér í bæ skipta oftar um eigendur en borgarstjórnin skiptir um borgarstjóra (liggur við þriðja hver vika :)
Já ég hélt Sensation Akureyri, big fucking deal. Málið er að ef þú ætlar að hanga í þessum bransa eitthvað, læra eitthvað og gera eitthvað þá verðuru að prufa þig áfram, floppa og læra af mistökunum - það er bara þannig. Ég var mikið á Akureyri allt árið í fyrra og hélt nokkur mögnuð partí en að sama skapi nokkur sem gengu ekki - þannig virkar þetta bara. Þetta er einkaframtak, það er ekki verið að spila með almannafé og ég geri þetta því ég hef gaman að og ætla að halda þessu áfram á meðan ég hef gaman að þessu. Þegar ég byrjaði á því að skipuleggja partí þá var eiginlega enginn að því…eitt og eitt partí búið.
Hvað varðar Sensation Akureri þá vildi ég breyta til á þessu kvöldi og lagði mikið á mig til þess að fá leyfi fyrir Pyro sprengingum sem fékkst á endanum en ég lagði ekki í að sprengja það fyrir þessa nokkru sem mættu - en skemmtu sér vel. Hver hefur notað Pyro í einhverjum partíum úti á landi? Enginn held ég en ég þori þó ekki að fullyrða neitt um það.
Hvað varðar danstónlist, r&b, hip hop eða bara popp þá náttúrulega lesa menn taktinn og tónlistina í almenningi, hvað fíla allir í dag? Hvernig get ég fyllt staðinn af fólki sem kemur til með að skemmta sér vel? Ég geri þetta af ánægju en ég væri að ljúga ef ég segði að peningar skiptu ekki máli, auðvitað skipta þeir máli eins og í hverjum öðrum bissness. Það fór ekki framhjá neinum að árið 2007 var mikið danstónlistarár - við fengum fullt af flottum plötusnúðum og í öllum partíum djammaði fólk við tónlist frá Sander Kleinenberg og fleirum. Þetta vita þeir sem skipuleggja partí og hvað gera þeir þá? Auðvitað spilar þeir/ég tónlistina sem fólkið fílar. Á næsta ári getur verið að poppið tröllríði markaðnum og Justin verði í öðru hverju partíi (er það reyndar í dag) og þá geri ég hvað? Þá fer ég að spila popp í partíunum - ef þú ætlar að lifa í þessu og hvað þá á þessu þá verðuru að fylgja takt og tíma. Í dag er það danstónlist en hvað verður vinsælt á morgun?
Málið er að eftir smátíma í þessu þá er maður búinn að byggja utan um sig smá skel sem er nauðsynlegt. Slæmt umtal og hnífastungur í bakið eru daglegt brauð í þessum bransa, allir reyna að vera vinir en þegar á botninn er hvolft þá eru allir í samkeppni við alla og slæmt umtal og hnífastungur eru bara partur af því. En fyrir “almenning” að ætla að fara að drulla yfir mann því maður hélt lásí Sensation Akureyri partí þá er fólk bara með eintóma frekju.
Gott dæmi: Ég byrjaði á því að halda mín partí í Keflavík, hélt mjög umdeild klámkvöld á sínum tíma sem varð til þess að prestar og fleiri húsmæður í Keflavík fóru að skrifa í blöðin og á endanum lokaði lögreglan staðnum, ég sá við henni og flutti það á annan stað, lögreglunni til mikillar gremju - allavega, smá úturdúr. Þessu hélt ég áfram, þ.e.a.s. að skipuleggja partí í Keflavík, um nokkurra ára skeið en ég vill varla líta við þessu bæjarfélagi núna.
Afhverju ekki? Málið er að ungt fólk á Suðurnesjunum var orðið svo vant því að eitthvað væri gert fyrir þau (þ.e.a.s. partí og fleira) að þau voru kominn með króníska frekju á það sem yrði í gangi, hvað kostaði inn og allt í þeim dúr. Keflavík er btw. óútreiknanlegasti bær í heimi sem þýðir að þú varst alltaf á tánum - “verður þetta flopp eða ekki?”.
En hvernig getur það farið svo að fólk sem fær allt upp í hendurnar, þ.e.a.s. fólkið sem sækir skemmtistaðina, skuli voga sér að reyna að draga þá niður sem standa í því að skipuleggja partí eftir partí eftir partí? Ég myndi skilja gagnrýnina og slæma umtalið ef ég væri að eyða RÚV notendagjöldum almennings í ömurleg Sensation Akureyri partí en málið er að þetta er einkaframtak númer eitt, tvö og þrjú. Hvar væru allir danstónlistarfíklarnir ef Partyzone gaurarnir hefðu aldrei flutt inn plötusnúða eða hvar væru allir ef Addi félagi minn Exos hefði fæðst blindur með engar lappir? Er ekki málið að vera bara þakklát fyrir allt að óeigingjarna starf sem skipuleggjendur atburða á Íslandi vinna? Þetta er ekki fyrir hvern sem er.
Það fer gífurleg vinna, peningur og tími í það að halda eitt gott kvöld. Á Íslandi er það þannig með innlendu partíin (það er að segja þau partí sem enginn erlendur plötusnúður treður upp í) að maður verður alltaf að vera að finna upp hjólið, aftur og aftur. Að mínu mati er enginn íslenskur plötusnúður, nema Páll Óskar (búhú hann er vinsælastur, deal with it) sem næði að fylla skemmtistað á nafninu einu saman. Það sem skiptir máli er innihaldið, hvað ætlaru að bjóða upp á, hvað fær fólk fyrir peninginn sinn og fleira í þeim dúr. Þetta er áhættusöm tilraunastarfsemi og stundur taparu og stundum græðiru.
Ef þú gerir eitthvað nógu spennandi, ferð út fyrir tónlistaráhuga fólksins og laðar það að með einhverju öðru eins og t.d. blautbolskeppni þá bara skelliru upp blautbolskeppni - það sem fólkið vill. Þegar allt kemur til alls þá er maður að reyna að búa til áhugaverða skemmtun sem fólk vill sækja. Ég hef farið ótroðnar slóðir í þessari leit minni að hinni fullkomnu skemmtun (hljóma eins og gaur í heimildarmynd). Það þýðir að ég varð að gera eitthvað nýtt - undirfatasýningar, stelpur í búrum, stelpur á brjóstunum, tískusýningar og eldspúarar eru liðin tíð, been there done that. Ég fæ leið á því að hjakkast í sama farinu með sömu atburðina og það sama á við um fólkið sem mætir - það er ekki endalaust hægt að bjóða upp á stelpur í búrum eða eldgleypi.
Ég hef prufað ýmislega hluti - Ég hef gefið utanlandsferðir á klúbbakvöldum, verið með stelpur í búrum, gefið áfengi, verið með undirfatasýningar, tískusýningar og meira að segja séð um fegurðarsamkeppni en til að gera eitthvað nýtt þá gat ég ekki notað neitt af þessu aftur. Þessvegna keypti ég ásamt félaga mínum, fyrstir manna á ÍSLANDI, froðuvél hingað til lands sem ég notaði mikið á sínum tíma en seldi síðan eitthvert út á land (sveitungarnir fá froðupartí aðra hverja helgi liggur við og skemmta sér konunglega). Froðuvél á Íslandi? Þegar maður fer að spyrja menn í bransanum um þetta þá heyrir maður alltaf “Já ég var alltaf að spá í að flytja inn froðuvél” - Það getur vel verið en það sem skiptir máli er að fólk taki af skarið og geri hlutina, taki áhættu og síðan er uppskorið eins og menn sá.
Til þess að standa í þessu þarf að hafa stáltaugar, metnað og smá dass af heimsku því að leggja kannski allt sitt (sem er ekki mikið) undir eitt kvöld sem þú ert búinn að eyða öllum þínum tíma í er ekki svo auðvelt. Þar kemur metnaðurinn og smá dass af heimsku/ævintýraleit inn í þetta og þessvegna eru ekki allir í þessum bissness…flestir taka ekki áhættuna heldur eru á þessari solid braut sem er bara að vera gestur á staðnum, borga sig inn og skemmta sér. Margir halda að það dugi bara að fá Kidda eða Óla Geir eða Áka Pain eða whatever til að spila og þá sé bara kvöldið tilbúið og þá er hægt að byrja að telja peningana en það er bara svo langt frá raunveruleikanum. Eins og með margt annað þá er það bara ekki þannig. Hvert partí (og þá er ég ekki að tala um innflutning á plötusnúðum heldur bara lítið partí eins og til dæmis Heineken klúbbakvöld) tekur að minnsta kosti tvær vikur að skipuleggja ef það á að gera það flott - þú þarft að eyða þínum eigin peningum í kvöld sem þú kannski veist ekkert hvernig fílingurinn er fyrir.
Ég er ekki að reyna að gera mig eitthvað “stóran” í þessum bissness. Langt í frá. Ég er bara, eins og ég sagði hérna að ofan, búinn að vera í þessu í sex ár því mér finnst þetta skemmtilegt og krefjandi. Alltaf eitthvað nýtt að gerast í hverri viku, spenna, adrenalín og ánægja. Ég ætla að halda þessu áfram um ókominn ár - hvort sem það verða Burn partí í sumar, Heineken klúbbakvöld eða jafnvel Techno dvergakast þá vona ég að fólk lesi sér til um atburðinn og geri það upp við sig hvort það vill mæta eða ekki - Ekki byggja ákvörðunina á því hvort að Óli Geir sé að skipuleggja þetta eða Frosti í Mínus. Byggðu ákvörðunina á kvöldinu sjálfu. Er til dæmis eitthvað sem höfðar til þín þarna og gæti það verið spennandi?
Annars vill ég biðja Flexarana (sem hafa verið massívir og vonandi verða það um ókomna tíð), Adda Exos (sem hefur svitnað ófáu kílóunum af vatni við það að flytja inn plötusnúða) og Óla Geir (sem er að gera sína hluti, hluti sem fólk fílar) að gera þetta af ánægju - er það ekki ástæðan fyrir því að þið, ég, DJ Margeir, sjálfur DJ Rampage (gamli hip hop jálkurinn) og fleiri fóru út í þetta?
Afsakið fucking langlokuna en þegar ég byrja þá get ég ekki hætt - orð að sönnu!
Skemmtið ykkur vel um helgina!
Kv. Atli Má