Jæja, þá er hún tilbúin, skelin að landinu sem sagan mun gerast í. Ég vil endilega að fólk haldi í þær fáu “staðreyndir” um landið sem ég hef skrifað niður. Restina megið þið spinna upp eftir eigin óskum, því þetta er vitaskuld spunasaga og spilendur eiga vitaskuld að sýna hversu frjóir í hugsun þeir eru. :)
Skelin er frekar einföld, ég vil líka að fólk komist auðveldlega í sögusviðið án þess að þurfa að vera að traðka á heimum sem hafa verið búnir til af öðrum.

En, áður en ég peista upplýsingunum, þá vil ég auglýsa eftir fleiri spilendum í söguna. Eftirfarandi notendur eru búnir að skrá sig:

Icequeen: Halfling druid
Ramage: Elven ranger
Frestur: Halfling bard
Seljeseth: Human bard
skuli17: Elven ranger
Feanor: Half-elven thief
Gizzi: Hvað sem vantar

Okkur vantar sem sagt allaveganna einn fighter og cleric (Gizzi getur tekið það sem vantar, eins og ég nefndi). Ef þið hafið áhuga, lesið þessa grein.

“Without a further delay”, hér er efnið sem ég hef undirbúið:

———————-

Pradus
Stærð: Um það bil 36.000 ferkílómetrar.
Fólksfjöldi: Um það bil 92.000 manns
Stjórnskipulag: Lýðræði
Æðsta vald: Landsstjóri
Höfuðborg: Meþúl
Nágrannalönd: Glehen, Kintar
Helstu útflutningsvörur: Hveiti, bygg, grænmeti, timbur

Pradus er að mestu leyti flatlent, fyrir utan þrjá stóra skóga og fjallaklasa sem ber nafnið Guðsvagga (sjá svæðislýsingu). Landið er vel grasi vaxið og hefur frjóa jörð, og er þess vegna tilvalið til ræktunar á ýmsum afurðum, svo sem grænmeti og korni. Um það bil 13.000 manns starfa við landbúnað úti um allt land, annaðhvort á búgörðum eða í ríkisreknum “landbúnaðarþyrpingum.” Skógrækt er einnig stór bransi, en timbur er meðal helstu útflutningsvara, og er meira framleitt af pappír í Pradus heldur en í nágrannalöndunum tveimur til samans.

Ekki er vitað fyrir víst hvenær Pradus var fyrst byggt, en lærðir menn þykjast vissir á því eftir áralangar rannsóknir í skjalasafni landssjóra, að fyrstu íbúar landsins hafi líkast til komið úr suðri. Telja þeir að þetta hafi gerst um 500 árum fyrir stofnum lýðveldisins, þegar Elían hinn góði var kosinn fyrsti landsstjóri Pradusar, en hann skipulagði fyrstur Pradusarbúa heimilda- og sagnaritun. Pradus hefur tvö tímatöl, það fyrsta miðar við stofnum lýðveldisins. Hið seinna miðar við sameiginlegt tímatal Evreku, en það kallast hinn þekkti heimur.

Í dag eru um 800 ár hafa liðið frá stjórnartíð Elíans (842PT/1269ET). Pradus hefur ekki séð mörg stríð á sinni ævi. Seinasta stríð var til að mynda fyrir tvö hundruð árum (612PT/1039ET), þegar Kintar sóttust eftir því að stækka veldi sitt í norðri. Með góðri samstöðu og hjálp frá Glehen tókst þeim hins vegar að bæla niður þær þrár nágranna sinna, og hefur friður ríkt á milli landanna þriggja síðan þá.
Því miður hefur lýðveldið þó fengið sinn skerf af ýmsu öðru, til að mynda plágum og yfirnáttúrulegum hörmungum. Plága herjaði á suðurhluta Evreku á árunum 762-778 (ET), og í henni lést um fjórðungur íbúa Praduss, og hafði þetta alvarleg áhrif á stjórnarskipulag landsins (sex af tuttugu og átta þingmönnum yfirstjórnar Pradusar létust) og mikil óreiða ríkti yfir þjóðinni í ótta við frekari smit í kjölfarið, og eina nótt árið 1024ET (597PT) hurfu allir íbúar borgarinnar Telon á óútskýranlegan hátt. Einnig klofnaði musteri sem tileinkað var guðinum Tekisusi þegar miklar trúardeilur stóðu sem hæst, og ákveðið var að koma á nýrri þjóðartrú. Musterið hefur þangað til daginn í dag staðið autt og þorir enginn að koma nálægt því af ótta við að hið illa hafi tekið sér bólfestu þar. Aðeins örfáir hafa þorað að fara þangað og þeir hafa allir horfið…

Staðarlýsingar (yfir helstu staði)

Meþúl: Meþúl er höfuðborg Pradusar, og jafnframt sú fjölmennasta. Meþúl er mikil menningarborg og til hennar flykkjast þúsundir listamanna og feðramanna á ári hverju. Borgina umlykur hár og þykkur steinsteypuveggur til þess að bæta öryggi íbúa ef hið ólíklegasta gerist
Gelon: Gelon er staðsett við Saltvatnið mikla, helsti iðnaður er fiskvinnsla.
Halon: Halon er staðsett sunnan við Gelon.
Aelon: Aelon er staðsett sunnan við Skuggaskóg, nálægt landamærum Pradusar og Kintar.
Kalin: Kalin er staðsett við Erten. Kalin er miðstöð timburiðnaðar Praduss.
Teth: Teth er staðsett sunnan við Guðsvöggu.
Telon: Saga Telon er að öllu leyti stórundarleg. Bærinn var frekar friðsæll á sínu blómaskeiði, flestallir íbúar unnu við úrvinnslu úr timbri og innfluttu járni (framleiddu sem sagt húsgögn, hestvagna, vopn og allt þar á milli). Nótt eina árið 597PT hvarf hins vegar hver einn og einasti íbúi bæjarins á óútskýranlegan hátt og hefur hvorki tangur né tetur fundist af nokkrum þeirra enn þann dag í dag. Sendar voru nokkrar leitarsveitir til bæjarins en, viti menn, þær hurfu líka. Talið er að sterk galdrauppspretta hafi á svæðinu, svo öflug að hún annaðhvort tærir allt lifandi sem nálgast hana eða þá að hún flytur þá á einhvern annan, óþekktan stað. Af þessum sökum hefur bærinn verið algjörlega látinn vera, skilinn eftir til þess að eyðast af náttúrunnar hendi, sama hversu langan tíma það tekur.
Vitringaskógur: Dvalarstaður drúíða, en þeir draga orku úr tjörn í miðjum skóginum. Skógurinn er friðaður með lögum og er öllum þeim sem skaðar skóginn af ásettu ráði er refsað harkalega.
Erten: Í Erten vaxa tré hraðar en eðlilegt getur talist. Tré verður fullvaxið á um þremur árum. Ástæðan er ókunn en talið er að tjörnin í Vitringaskógi tengist þessu furðulega fyrirbæri.
Skuggaskógur: Skuggaskógur dregur nafn sitt ekki af skuggum sem búa í skóginu, heldur er hann einfaldlega svo þéttur að lítil birta fellur í honum. Hann geymir þó mörg leyndarmál… og það er ykkar að afhjúpa þau. ;)
Guðsvagga: Þessi fjallaklasi er í sjálfu sér einstakur í Evreku. Hann er eini fjallaklasinn á stóru svæði, og lögunin á honum er afar sérstök. Hann myndar hring í kringum risastóra skál, og í miðri skálinni er risastórt musteri. Þetta musteri er þó vafið mikilli dulúð. Það var tileinkað guðinum Tekisusi og var byggt í kringum 560ET (133PT). Á árunum 720-724ET (293-297PT) gekk þáverandi landsstjóri í það að koma á nýrri þjóðtrú í Pradusi. Háværar deilur brutust út á milli fylgjenda þessara tveggja trúflokka sem höfðu myndast á þessum tíma, en þegar deilan stóð sem hæst klofnaði musteri Tekisusar og styrkti það fylgjendur hinnar nýju trúar enn betur og að lokum var þessi nýja trú sett á laggirnar. Enn þann dag umlykur mikil dulúð þennan stað, en nokkuð víst er að eitthvað illt sveimir þar, hvort sem þeir halda sig af vegna reiði Tekisusar eða hins Eina Guðs…

———————-

Og, til þess að toppa allt, kort af Pradus.

Núna vantar bara að fylla í það sem vantar og hefja leikinn…