Jæja, fyrir nokkrum árum var sett í gang spunasaga hér á þessu áhugamáli, þegar það hét Baldur's Gate. Þetta var frekar einfalt: Það voru nokkrar persónur í sögunni, og hver persóna hafði á bak við sig einn höfund.
Ég vil ekki vera að eyða frekari tíma í að útskýra ferlið, en ef þið viljið sjá þetta “in action”, þá bendi ég ykkur á gamla spunann hér.
Þessi spuni verður þó aðeins frábrugðinn, aðallega að því leyti að í þetta sinn verð ég aðeins spunameistari og mun sjá um að koma mikilvægum söguatriðum áfram endrum og eins, en ég mun ekki koma til með að taka á mig form persónu. Það eru fyrst og fremst spilendur sem sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig, svo verk mitt verður í sjálfu sér voðalega lítið.
En, hvað um það, það er enginn spuni án persóna, og þess vegna vil ég nota tækifærið og auglýsa eftir áhugasömum þátttakendum. Gizzi, sá sem kom með þessa skemmtilegu hugmynd, er nú þegar búinn að skrá sig upp (vitaskuld).
Ég vil biðja fólk um að hugsa persónu sína vel og vandlega; týpu (“class”), kynþátt, persónuleika, kosti (kann hann að spila á lútu), galla (fóbíur etc) og fleira slíkt. Þetta er EKKI eitthvað með stöttum þannig að þið megið hugsa aðeins út fyrir Dungeons & Dragons rammann, takk. :-)
Vegna þess að spuninn ræður aðeins við takmarkaðan fjölda þátttakenda þá vil ég biðja fólk um að senda inn persónur sínar á mig í gegnum skilaboðakerfi Huga, þar sem ég mun svo fara yfir, kommenta á þær og fleira (við getum ekki haft fimm bardagakappa og einn prest í svona hóp, það þarf styrkleika á öllum sviðum, hehe).
Frekari reglur verða svo settar upp, spilendum (og lesendum) til gagns og gamans þegar spuninn fer loksins í loftið.