Nú þegar leikurinn er ný kominn út hafa sumir verið að lenda í smá vandræðum með að komast á server í CoD4. Ég ætla hér að koma með ráð til að aðstoða ykkur við það ásamt þess að útskýra hvernig þið getið notað The All-Seeing Eye (ASE) serverbrowserinn góða í staðinn fyrir in-game serverbrowser.
Connection timeout.
/cl_connectionAttempts 60
Best er að setja þetta inn í configin þinn svo þú þurfir ekki alltaf að gera þetta í console þegar þú ferð í leikinn.
Til þess þarftu að fara í möppuna sem leikurinn er installaðuri í, profiles og velja þinn prófíl. Default slóð væri Program Files\Activision\Call of Duty 4\players\profiles og velja þar möppuna sem er skírð það sama og prófíllinn sem þú notar. En inn í þessari möppu finnur þú .cfg skrá sem heitir config_mp.
Best er að opna þessa skrá með WordPad. Þegar hún er opnuð bætir þú eftirfarandi skipun ásamt hinum seta cl_ skipununum (gerir bara nýja línu).
seta cl_connectionAttempts “75”
Talan “75” er hversu lengi þú viljir halda áfram að reyna að tengjast (Awaiting Connection). Þú getur breytt henni í hvað sem er en í default er hún 10.
Núna þarftu ekki jafn oft að reyna að tengjast aftur. Ef allt bregst er það bara að gera /reconnect í console.
The All-Seeing Eye.
Þetta er forrit sem flestir ættu að kunanst við en það einfaldar ykkur að komast á server í leikjum.
Forritið er að finna á http://static.hugi.is/essentials/games/serverbrowsers/ eða einfaldlega með því að klikka hér!
ASE forritið er ekki vel uppfært og því kemur CoD4 að sjálfum sér ekki í forritið. Heldur þurfið þið að “plata” draslið og nota einhvern annan leik eins og t.d. fyrsta Call of Duty leikinn.
Hægrismellið á stikuna vinstramegin í glunnanum í ASE og veljið “Configure games…”. Veljið listann yfir “Not installed” leiki og veljið þar t.d. “Call of Duty”. Hakið við “Visible in filters list” og veljið “Browse” hanppinn fyrir neðan “Program location” og finnið möppuna þar sem CoD4 er installaður. Þar veljið þið iw3mp.exe fælinn. Gerið svo “Ok” og þá ætti lekurinn að vera kominn í ASE hjá ykkur. Reyndar sem CoD1 en það skiptir ekki öllu.
Ase finnur þessa stundina ekki marga servera. Ekki eru enn komnir upp íslenskir serverar svo það á eftir að láta á það reyna.
Fyrir þá sem vilja ætla ég að setja hér lista yfir jolt.co.uk en þeir serverar eru hýstir í bretlandi og fá íslendingar yfirleitt gott ping þar á bæ. Ég fann þessa servera ekki með ASE svo gott er að adda þeim í favourites.
jolt.co.uk - S&D 1 @ 213.208.119.219:29960
jolt.co.uk - S&D #2 @ 213.208.119.216:29960
jolt.co.uk - TDM #1 @ 213.208.119.216:28960
jolt.co.uk - TDM #2 @ 213.208.119.215:28960
jolt.co.uk - DM 1 @ 213.208.119.219:28960
jolt.co.uk - DM #2 @ 213.208.119.216:29760
jolt.co.uk - DoM #1 @ 213.208.119.215:29760
jolt.co.uk - Sabo #1 @ 213.208.119.215:29960