Eins og fólk hefur kannski tekið eftir og jafnvel heyrt þá hafa Activision og Valve hafið samstarf og þýðir það að allir CoD leikirnir (CoD2,CoD:UO, CoD1) munu flytjast yfir á Steam. Hef ég heyrt mismunandi raddir um hvort að þetta sé gott að slæmt. Persónulega held ég að þetta sé mjög gott og ætla segja af hverju. Einnig ælta ég að koma með smá hjálp fyrir þá sem kannast ekkert við Steam og segja aðeins frá því.

Steam

Steam er í raun ekkert annað en bara forrit sem geymir leiki. Með Steam þarftu ekki að muna CD-Keyið þitt eða í raun að eiga diskinn til þess að geta spilað leikinn. Þetta er bara geymsla fyrir leikina þína.
Þú byrjar á því að búa til Account fyrir þig og taktu eftir, það er MJÖG mikilvægt að þú munir Username og Passwordið þitt, því ef það glatast og allir leikirnir eru skráðir á þetta account, hefuru glatað leikjunum þínum. En jæja þú býrð til account og password og hefur það þannig þú mannst það. Eftir það áttu að vera skráður og kominn í þinn account. Næst ferðu í Games og finnur CoD2 leikinn. Ef þú átt CD-Key ættiru að geta gert Activate Product on Steam .. sett CD-keyið þitt og hann finnur CoD2 leikinn og þá þarftu ekki að gera neitt nema update-a leikinn. Eftir að Steam hefur gert það er leikurinn tilbúinn og þú ættir að geta byrjað að spila.
Ef þú hinsvegar glatar accountinum eftir þetta virkar ekki að activate CD-key á öðrum Account.

Jæja nú ættiru í að vita í mjög grófum dráttum hvað Steam er og hvernig það virkar. En svo er spurning hvað mér finnst jákvætt við þetta.

Jákvætt

Það sem mér finnst svo gott við þetta er það að með Steam er að þeir í Activision ákveða að búa til nýtt map. Þeir ákveða að gera Neuville fyrir CoD2 og það tekur þá viku. Þegar það er búið geta þeir kastað því inn í Steam og þú sem notandi downloadar því í Update-i þegar það er komið út. Venjulega mundum við þurfum að býða eftir næsta Patchi og við vitum hvað Activision eru latir gera patcha.
Svona virkar þetta með allt. Ef það er galli í leiknum er hægt að laga hann með einu update-i í stað þess að býða með það þanngað til í næsta Patchi.

Annað sem mér finnst gott við þetta er að Steam gefur CoD2 86 í Metascore. CS og CS:S eru að fá 88 og taldir líka 2 vinsælustu FPS leikir í heimi nú í dag. Með þetta hátt Metascore þá held ég að allavega nokkrir af þessum 10 milljónum manna sem eru notendur af Steam vilji prófa CoD2. Þeir kaupa leikinn í gegnum Steam og leikurinn gæti stækkað verulega mikið.

Annað sem er jálkvætt fyrir Admina okkar. Þegar hann setur núna upp server í gegnum Steam þarf hann ekki að hafa miklar áhyggjur af næstu update-um, því þegar update koma út update-ast serverinn sjálfkrafa og hann þarf að hafa lítil afskipti af því. Ég held að þetta sé svona því ég hef heyrt að þetta sé svona í CS. Ekki hengja mig ef þetta er rangt.


Neikvætt

Það sem ég tel neikvætt við þetta er það að sumir CoD2 spilarar hér eru svo mikil anti-CS fólk að þeir dæma Steam sem bara drasl fyrir CS sem CoD2 ætti ekki að koma nálægt. Þeir kunna lítið á Steam og telja það vera eintómt drasl. Tel ég þetta vera mjög vitlaus hugsun og jafnvel þó CS og fleiri leikir Valve hafi verið fyrstir til að koma á Steam þá tengist þetta beint CS ekki neitt.

En hey þetta er mín skoðun á hlutunum og það getur verið að ykkar sé allt öðruvísi so bring it.
Ég held að Steam verði ready 27 Október svo ekki bregða ef það virkar ekki að activate CD-key ykkar alveg strax á Steam. Fylgisti bara vel með :)
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.