Ef þú ætlar að lesa þetta þá bið ég þig að lesa þetta allt en
ekki bara byrjunina því það er svo mikið um Black and white
sem er erfitt að útskýra því það er ekki hægt að líkja honum
við neinn annann leik.
----
Þegar Black & White (eða BW) var auglýstur
fyrst sem "guð leikur" (eða god game) voru allir mjög
spenntir yfir því hvernig Lionhead Studios Ltd mundi
redda þessu, flestir héldu að þetta yrði ekkert sérstakt
og bara léleg brella til þess að gera einhvernvegin
öðurvísi leik, Lionhead Studios kom þeim heldur betur á
óvart því að seinna meir átti þessi leikur að breyta
hugsunini á bakvið RTS leiki.
Í Black & White leikurðu guð, já guð, Alpha and the Omega,
Seif, Þór, Ra, hvernig sem þú vilt haga þér sem guð þá
geturðu það.
Sem guð þá ertu beðin/n um að hjálpa fólkinu í "Eden" þannig
verðurðu til. Eins og segir í leiknum "In a world of innocence
there is no need for gods" sem sagt í heimi þar sem allt er
saklaust þarf engann guð. En sakleysið varir ekki lengi og þína
hjálp er vantað. Hjón biðja í neyð sinni um að bjarga litla
stráknum sínum frá því að verða étinn af hákarli og þá mætir
þú. Eftir það byrjar gamanið, þú getur valið um hvort þú
hjálpar fólkinu ekkert eða hjálpar því eins og þú getur og reynt
að láta lífið þeirra vera eins dásamlegt og þú getur.
Hofið þitt (eða temple-ið þitt) sem er aðal byggingin breytist
eftir því sem þú hagar þér. Ef þú drepur fólk og ákveður
ekkert að hjálpa því þá verður það rautt og drungalegt, himinn
verður dimmur og hendin sem þú notar til alls verður rauð og
æðaber en ef þú hjálpar öllum og gerir allt það sem gerir alla
ánægða þá verður hofið bláhvítt og yndislegt, regnbogar
birtast í himninum og hendin verður hrein og silkimjúk.
Annað í Black & White sem gerir hann mjög sérstakann er
dýrið þitt. Þitt eigið dýr sem stækkar og verður gáfaðara með
tímanum þú getur kennt því að gera hvað sem þú getur gert.
Þú notar ákveðna ól til þess að segja því að fara frá
ákveðnum stað til einhvers annars. Til er lærnings ól, góð ól og
vond ól. Dýrið getur breyst alveg eins og þú (semsagt orðið
gott eða vont) bæði í útliti og hegðun, ef það er vont þá fær
það ýmist gadda og verður dekkri og ógeðslegari, það byrjar
að koma vond fýla af honum og það rýkur af honum
vondleikinn. En hinsvegar ef þú lætur hann gera góða hluti og
hjálpar fólkinu þá glansar hann alveg af góðleika og verður
ýmist hvítur eða ljósblár.
Ef þú þjálfar dýrið þitt verður það massað, en ef þú gefur því
of mikið af svínum, kindum eða mönnum ? verður það feitt og
latt.
Í leiknum er notað sérstakt kerfi til þess að kenna dýrinu,
einskonar reward/punish semsagt ef dýrið gerir einhvað af sér
sem þú vilt ekki að hann gerir t.d étur mannfólk þá geturðu
sláð það eins fast og þú getur eða bara rétt lamið á það og þá
veit það að það er ekki gott að borða fólk en hinsvegar ef þú
klappar því og strýkur þá veit hann að það er gott að éta fólk.
Tekið af íslensku B&W síðunni