Það er ekkert grín að vera bestur. Undir tálsömu yfirborðinu er að finna hinar verstu upplifanir sem hægt er að komast í kast við. Margir leitast eftir því alla ævina að vera fullkomnir, en þegar á toppinn er komið (en í mínu tilviki fæddist ég bara svona, en þurfti ekki að ágerast bestur) þá reynist þetta vera innantómur sigur í köldum veruleika sem maður verður að búa við alla sína ævi.

Þess vegna hef ég núna bara ákveðið að koma þessum útdrátti úr lífi mínu á framfæri hér á huga.is svo að það geti verið ykkur víti til varnaðar, ykkur sem reynið að vera fullkomin og lítið niður á þá sem eru það ekki.


Hér verða talin upp þau atriði út frá minni eigin reynslu sem gott dæmi um þau vandræði sem fylgja því að vera bestur:

1. Þegar maður spilar íþróttir þá er maður svo frábær að maður hefur alltaf boltan og skorar endalaust af mörkum. En vegna þess að félagar manns falla í skuggan á manni þá ákveður maður að hætta að spila íþróttina svo að þeir geti líka fengið að hafa boltan og skora, og síðan auðvitað svo að margir frægir atvinnumenn skapist í framtíðinni í stað þess að einn maður fái alla athyglina og frægðina. Maður reynir að spila aðrar íþróttir en sama sagan gengur alltaf aftur og aftur þangað til það er ekki til nein íþrótt sem maður getur spilað án þess að vera of góður og þurfa að hætta af samviskuástæðum.

2. Maður er svo ótrúlega fallegur og vel stæltur að stelpur láta mann ekki vera og ofsækja (t.d fór í herbergið mitt um daginn og þá var þar einhver wanna be grúppía að þefa af nærfötunum mínum) svo að maður verður alltaf að flýja úr einum bæ í annan þar sem sama sagan endurtekur sig í sífellu. Maður ákveður því að loka sig af heima hjá sér og fara aldrei út, því að þegar stelpur sjá mig þá vilja þær ekki neinn annan strák en mig, og þess vegna því færri stelpur sem hitta mig því fleiri strákar geta komist á séns. Þar er t.d ótrúlega ósanngjarnt ef þrír milljarðar stelpna væru allar svo sjúklega ástfangnar af mér að þær vilja ekki vera með hinum þrem milljörðunum strákum sem eru til í heiminum, og þess vegna verð ég alltaf að sjá hlutina frá efri sjónarhóli og í víðara samhengi til að ganga samviskusamlega til verks.

3. Alltaf í hvert sinn sem ég tala þá kem ég með tímamóta uppgvötanir og viskufull ummæli sem enginn skilur því að ég er nokkrum milljónum ára á undan minni samtíð, og þess vegna skilur enginn brandara mína. En aðalvandamálið er auðvitað það að ef ég opna munninn og tala sannleikan þá er hægt að notfæra sér þá þekkingu gegn mannkyninun líkt og afstæðiskenning Alberts Einsteins varð til þess að búnar urðu til kjarnorkusprengjur og heimurinn er í hættu þess vegna. Ég reyni stundum að bulla einhverja algera vitleysu, en það er alveg sama hvað ég reyni að vera heimskur, ummælin enda alltaf sem full af visku og reynast verða satt þegar líður á tíman og nýjar uppgvötanir eru eru gerðar í framtíðinni sem færa sönnur á hið svokallaða ,,bull´´ í mér.

4. Dauðinn vill ekki koma og taka líf mitt því að hann er svo hræddur við mig eftir að ég vann hann í sjómann að hann þorir ekki að mæta svona sterkum manni eins og mér. Þess vegna verð ég að lifa endalaust og vera þunglyndur yfir því að vera bestur í heiminum og halda áfram að sætta mig við það ég geti aldrei verið heimskur, aumur né leiðinlegur, alveg sama hvað ég reyni.



Munið það bara börnin mín að ef þið viljið meika það í lífinu þá ímynduð ykkur bara það að þið séuð Cyberidiot og það hvað hann myndi gera ef hann væri í ykkar sporum.

Hér er dæmi:

Þið eruð að spila körfubolta og ykkur gengur ekkert að hitta í körfuna. Prófið þá bara að ímynda ykkur að þið séuð Cyberidiot og þá getið þið stokkið af tuttugu metra færi og gert vindmyllutroðlu með lokuð augun meðan þið eruð að finna upp á afstæðiskenningu okkar tíma.

Far vel.