Það má með sanni segja að “Sugar” Shane hafi verið með góða sýningu fyrir hnefaleikaaðdáendur út um allan heim.Það kom kannski ekki mikið á óvart að andstæðingurinn var ekki nein rosaleg fyrirstaða en bardaginn var alveg ágætis skemmtun og flottir taktar sem voru sýndir(reyndar bara af öðrum aðilanum en það var svo sem ekki við öðru að búast).Það hefði nú samt verið meira fjör ef að Mosley hefði lent í einhverjum vandræðum með Shannan Taylor en svona er þetta bara.Það var mjög falleg hægri hendi sem að felldi Taylor í enda af fyrstu lotu en að endingu voru það hin þungu skrokkhögg sem að meiddu hann mest og varð til þess að hornið hans henti inn handklæðinu á milli 5 og 6 lotu.
Ég ætla nú samnt að halda áfram að vona að Mosley-De La Hoyja 2 verði að veruleika því að það var rosalegur bardagi og yrði töluvert jafnari viðureign.
Kveðja El Toro