Box er MJÖG góð íþrótt þegar kemur að því að verja sjálfan sig úti í heiminum.
Í boxi sparrar maður mikið og venst því að fara ekki í ‘'panik’' þegar kemur að stykkinu.
Í boxi þjálfast maður líkamslega miklu betur en í öllum þessum sjálfsvarnaríþróttum.
Við erum með meira þol og meiri styrk sem er númer 1, 2 og 3 í sjálfsvörn.
Sterkur aðili hefur the upper-hand í slag.
''Já en hann kann ekki tækni og verður fljótt þreyttur!!''
Jájá, en svo grípur hann í þig og lemur þig í buff og þá ert þú rotaður og hann þreyttur.
En boxarar eru með gott þol, styrk, snerpu OG tækni.
Við kunnum ekki að sparka né grappla, en svo lengi sem að boxarinn er nógu sterkur þá getur hann komist út úr flestum gripum.
(Dabbi og ég erum lifandi sönnun á því)
Dabbi er mun sterkari en ég, og ég kemst ekki út úr gripum sem hann gerir.
Ég reyni nákvæmlega sömu grip á hann, og hann kemst út, og frekar hratt líka.
Við erum báðir boxarar og höfum æft júdó.
Dabbi sýndi mér framm á það að maður getur ekki bara kýlt og kýlt í alvöru bardaga.
Hann náði mér niður á gólfið mjög fljótt, og það er hlutur sem grapplarar læra.
Það sem gerðist síðan var að ég fékk Dabba í grip, hann losnaði og tók mig í grip sem ég gat ekki losnað úr og þurfti að submitta.
Hefði Dabbi verið jafn sterkur og ég hefði hann ekki komist úr gripinu mínu. Hefði hann verið aumari hefði ég hugsanlega getað komist úr gripinu hanns.
Svona martial gaurar læra ekki að slást. Þeir eru bara að sparra í einhverjum stelpu dúr þar sem að þeir geta submittað þegar þeir geta ekki meir, eða glancað hvern annan með spörkum og hnefum.
Það er að segja þegar þeir eru ekki að sparka út í loftið öskrandi.
Þeir eru ekki hræddir þegar þeir sparra.
Boxarar eru hræddir fyrst þegar þeir sparra.
Þegar þeir sparra vilja þeir ekki fá högg í sig. Þegar þú sérð nýann boxara boxa, þá sérðu hann horfa í burtu og horfa niður þegar hann er kýldur. Haldandi fyrir hausinn á sér bakkandi á fullu. Þeir gera þetta kannski rétt á gólfinu fyrir framan spegilinn, en ekki í hringnum.
Ef þú lítur svo á reyndan boxara sem er vanur höggunum, þá sérðu að hann er að gera réttu hlutina.
Af hverju ætti þetta að vera öðrvísi í martial arts?
Talandi um að fá högg á sig.
Martial arts náungi er ekki bombaður í andlitið og kroppinn á hverri æfingu.
Ég þekki ekki neitt martial art þarsem það er gert nokkurtíman, með hönskum eða ekki, en ég ætla ekki að segja að það sé ekki til.
Þar sem ég æfi (HR) þar er alls ekki mikið um sparr.
Allt of lítið.
Það var útskýrt fyrir mér þannig að það væru ekki allir sem vilja fara í hringinn.
En ég held að það sé verið að taka á þessu þarsem að við fórum að sparra í fyrsta sinn (sem ég hef séð) á æfingu.
En það var þannig að bara þeir sem vildu og væru með góm fengu að sparra.
En sparr er ESSENTIAL í boxi. Til að verða góður boxari ÞARF maður að sparra. Period. Í Danmörku var okkur hent inn í hringina án góms eða með góms, handbindi eða ekki. Stelpur og strákur, strákur og strákur, stelpa og stelpa. Skipti engu máli. Við ÁTTUM bara að sparra.
Það er náttúrulega ekki rétt að hafa það þannig, en þetta var svona ghetto klúbbur með lítið af röð og reglu.
En ég æfðist höggum þar, og fékk stjórn á sjálfum mér inni í hringnum.
Ég er viss um að boxari myndi mala martial arts gaur sem myndi ekki fara í grappling við boxarann.
Boxarinn getur gefið frá sér devistating högg sem geta þurkað þessa náunga út, meðan þeir eru kannski með sneggri og aumari högg.
Boxarinn myndi ekkert meiða sig ef hann yrði kýldur, hafa stjórn á sér og halda áfram í sama dúr.
Martial gaurinn, ef hann yrði kýldur með kannski jab, þá myndi hann meiða sig og kannski missa stjórn á sér.
Ef boxarinn myndi fara inn í hann með combinations, þá myndi martial gæjinn algjörlega missa stjórn á öllu, snúa sér frá, meiða sig afskaplega mikið og hugsanlega detta niður eða reyna hlaupa.
Boxarar eru superior, púnktur.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.