[wh40k] Terminators Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að heyra menn bölsóttast út í terminators. Langsterkustu sveitir SM og líka lang skemmtilegustu. Þeim fylgir all nokkur punkta kostnaður, en ég tel þá vera punktana virði. Afhverju?

Í fyrsta lagi þá dregur engin sveit jafn mikið að sér fire-power í leiknum. Þegar andstæðingur þinn sér þig leggja niður Terminator-sveit á borðið þá skín ótti út augum þeirra. Andstæðingurinn einsetur sér að stoppa þessa sveit, sama hvað það kostar…og fyrir góðan spilara verður sá kostnaður dýr. Það er ekkert að því að missa 350 punkta ef þér tekst að vinna inn 700-800 á móti.

Í öðru lagi hafa þeir virkilega gott armour og invulnerable save til að tryggja það að þessar sveitir hangi lengi inni. Þeir koma með power-fist, sem NB kostar 25 punkta einn og sér, plús allt wargear’ið sem hægt kaupa aukalega, td. lightning claws, thunder hammer og cyclone-missile launcher.

Í þriðja lagi eru þeir með gott Ld og njóta sérreglunnar ‘and they shall know no fear’. Enn betra er að geta Deep-strike’að þeim og fyrir vikið komast þeir hratt og örugglega í bardaga.

Engin sveit er án galla. Terminators eru virkilega veikir gegn Choppum og berserkers Chain axe. Vopn sem gera armour þeirra að 4+, er virkilega sárt og getur orðið manni dýrkeypt. Þeir þurfa helst að hafa með sér Land Raider, eða Deep strike’a, nema þeir séu í Drop-pod her(hehehehehehe). Einnig ef þeir eru ekki í LR-strætó eða deep strike’a þá eru þeir nokkuð lengi að komast yfir vígvöllinn og fyrir vikið er auðvelt að spila framhjá þannig sveitum.

Hér koma nokkrar leiðir til að nota Terminators.

Fire-support
Kaupir fimm terminators og setur Missile launcher á tvo þeirra. Þeir geta hreyft sig og skotið í sama turni. Þú stillir þeim upp aftarlega á vígvellinum og notar þá til að halda þeim borðhelmingi, deployment-zone’i sem þú byrjar í. Fyrir vikið getur restin af hernum einbeit sér að því að ná í stig annars staðar.

Frontal assault
Kaupir sem flesta, helst 7-10 terminators og deep strike’ar þeim í bardaga, eða kaupir Crusader-strætó. Lætur sem flesta hafa lightning-claws(reroll to wound!) og kemur þeim inn í miðjan her andstæðingins. Þar ættu þeir að hanga nokkuð lengi og valda verulegum usla. Dýr sveit, en tekur alltaf þó nokkuð mikið með sér, því flestir spilarar fara alltaf með foringja og Elite-sveitir inn í slíkan bardaga(bring them on!). Á meðan spilarðu fram hinum sveitunum og sallar rólegur niður tanka og slíkt og býður svo spenntur eftir að það losni um það sem er í HtH-bardaganum, hvort sem það er þín sveit eða restin af hernum hans.

Deep-strike all around
6-7 terminators sem hafa power-fist og storm-bolter. Ágætt er að kaupa tvær assault cannons með. Síðan læturðu sveitina dropa niður á stað þar sem hún getur sallað niður óvinasveitir í allavega tvö turn, svona rétt áður en hún ræðst að afganginum af sveitinni, ef það er eitthvað annað en rjúkandi rústir. Góð sveit í alls kyns aðstæðum, en þarfnast Deep-strike reglunnar.

Tank/characters/monsters special op.
Kaupir 5-6 terminators og LR, lætur thunderhammer og storm-shield á sem flesta. Thunderhammerinn tryggir það að það sem sveitin ræðst á verður lamað auk þess sem að storm-shieldinn eykur lífslíkur þeirra gegn monsters og characterum. Gallinn er sá að þessi sveit er dýr, sérstaklega af því að þeir þurfa LR.