Flestir sem spila með SM spila með amk. einn skriðdreka. Það er þó allur gangur á því, en þó er ljóst að jafnvægi skiptir meginmáli þegar nota á slík tæki. Sjálfur er ég mikið fyrir skriðdreka, en í 1500 pt. her nota ég aldrei fleiri en 2. Mig langar þó að taka fram að Rhinos og Razorback falla ekki undir skilgreininguna Skriðdreki, heldur eru þeir Transports, eða Strætóar!

Predator Annihilator
Með tveimur lascannon sponson vopnum verður þessi skriðdreki að algeru anti-tank skrýmsli. Þrjú lascannon skot á hverju roundi, ef hann hreyfir sig ekki, og þar að auki er eitt þeirra twin-linked, gefur þér, tölfræðilega séð, amk. 2 hit og S 9 dugar oftast til að taka niður eða lama skriðdreka og stórskotmörk anstæðingins. Gallinn er sá, eins og með flesta SM-skriðdreka, að hann er frekar hægfara og helst, til að hann nýtist að fullu, þarf hann að vera kyrr sem stærstan hluta leiksins. Einnig er hann gagnlítill á móti mann mörgum herum sem innihalda fá stór skotmörk.

Predator Destructor
Eins og Annihilatorinn er anti-tank skrýmsli, er þetta anti-infantry. Autocannon og heavy-bolter sponson, gerir þennan skriðdreka að yndislegu fyrirbæri á móti td. orkum og tyranids. En hann hefur sömu galla og Annihilatorinn, þarf helst að vera kyrr sem lengst og er gagnlítil á móti stórum skotmörkum, nema kannski autocannon.

Vindicator
Snilldarskriðdreki. Reyndar hefur hann bara 24” range, en það vegur upp á móti að hann er ódýr, þarft ekki að kaupa sponsons. Auk þess sem að vindicator-cannon er gríðarlega ógnvekjandi á vígvellinum og andstæðingar þínir eiga eftir að eyða miklu púðri fyrstu roundin til að koma skriðdrekanum af vígvellinum. Það kaupir tíma fyrir hin unitin þín. Ekki þar fyrir utan að fallbyssan (S 10, ordenance, AP 2) er viðbjóðslega góð og er jafnvíg á hermenn og skriðdreka. Gallinn við hann er sá að hann er nær allan leikinn kyrr og það er auðvelt að spila sig út úr 24” range’inu.

Land Raider
Allir SM spilarar ættu að eiga amk. einn. Langbesti skriðdreki sem SM fá. Armour 14 allan hringinn og þar að auki hefur hann strætó-hæfileikann. Ef að þú spilar með Terminators, þá er ‘skylda’ að kaupa einn svona. Ég nota oftast Land Raiderinn sem er í SM-Codex, en ekki Crusaderinn. Ég er hrifnari af honum með twin-lascannons og heavy-bolter, heldur en með boltera. Reyndar geta fleiri Terminators verið í Crusadernum en í alvöru 1500 pt. her notast ég aldrei við fleiri en 5 terminators, nema ég sé bara einfaldlega að spila með Deathwing her. Ég á erfitt með að koma auga á galla við þennan skriðdreka, nema ef vera skyldi punktakostnaðurinn (250 pt), en hann er þess virði, því oftar en ekki lifir hann af allan leikinn.

Whirlwind.
Vanmetnasti skriðdreki SM allra tíma. Þessi skriðdreki er hrein snilld. Hann hefur whirlwind missile launcher, sem þarfnast ekki line-of-sight, er guess (S5, AP 4, Ordenance). Þessi skriðdreki er frábær á móti öllum sem eru í 4+ armour eða verra. Pinning test og break test eftir hvert shooting phase, þe. ef þú notar hann rétt og ert ekki óheppinn. Auðvelt að fela hann á bakvið hús, lifir þar af leiðandi lengst af þessum skriðdrekum, nema ef vera skyldi Land Raider. Ég nota Whirlwind mikið, sérstaklega þegar ég spilsa DA, stundum nota ég jafnvel tvo, því þetta er stórskotaliðs batterý, sem tekur getur lamað andstæðinginn round eftur round.