High Elves [Fantasý] Jæja, hef ég ætlað mér að skrifa greinar um flesta herina(eða eins marga og ég meika að skrifa um), fara almennt yfir þá
og benda á þá kosti og galla sem ég hef fundið við þá vona ég að þessar greinar verði ekki eintómt bull og að þær nýtist fólki eitthvað.

Ákvað ég að byrja á þeim her sem ég hef mesta reynslu af, High Elves, er þetta herinn sem ég hef safnað í hva hátt í 5 ár
og hægt og rólega hefur safnið af köllum stækkað.

High Elves geta soðið saman her sem getur uppfyllt kröfur allara spilara, langar þig í her sem stendur og bíður og skítur fólkið niður eða langar þig í her sem þeysist yfir landið á örskot stundu og kemst í close combat undireins, ekkert mál með High Elves. Bogamennirnir þeirra geta skotið flest allt niður og það sem þeir ráða ekki við tekur Bolt Throwerinn þeirra. Ridararnir þeirra hlaupa uppi næstum hvað sem er, með glæsilegt movement 18“ þegar þeir charga eða marcha og weapon skill upp á 4 eða 5, hva meira villtu??? jú það fylgja ókostir með öllum kostum, því miður. Thoughness 3 á öllum köllunum meira segja Lord þýðir það að lítil Skaven eða venjulegur maður er að særa High Elves prince á teningakasti upp á 4. En með réttri samsetningu þá geta High Elves unnið flest alla heri.

<b>Army list:</b>

Lords:
High Elves hafa að skipa 2 góðum Lord köllum, Elf Prince og Archmage. Elf Prince er með bestu closecombat mönnunum í leiknum, WS 7 og I 8 veita honum góða sénsa gegn óvininum. Archmages eru með hættulegustu galdramönnum sem fyrir finnast, með öfluga galdra, geta valið úr öllum lore of magic og hafa +1 á öll sín dispell rolls.
Heroes:
2 heroes eru í boði fyrir High Elves, Commander og Mage. Svipað og lord karakterarnir eru þeir einnig öflugir á sínu sviði, Commander góður í closecombat og góður leader meðan Mage eru öflugir galdramenn.

Core units:
Archers, Spearmenn, Lothern Sea Guards og Silver Helms fylla upp í þennan flokk.
Archers eru með longbow og BS 4 sem gefur þeim góða möguleika á því að hitta úr löngu færi, því miður mistu þeir þann hæfileika að skjóta úr 2 röðum eins og í 5 útgáfu. Nýtast best upp á hólum, láta þá rigna yfir óvininn örvum.
Spearmenn hafa þann einstaka hæfileika að geta barist í 3 röðum ef það er ráðist á þá, en í 2 ef þeir ráðast á aðra.Nýtast best sem
varnarmenn, stilla þeim vel upp straks í byrjun og láta þá verja Archerana og Bolt Throwerana fyrir óvininum.
Lothern Sea Gurads eru blanda af Archerum og Spearmenn, bæði með spjót og boga. Fjölbreytt unit sem hægt er að nota á marga vegu(hef notað þá mjög takmarkað sjálfur vegna þess að ég á svo fáa)
Silver Helms eru hinir ”venjulegu“ riddarar í hernum, ekki of dýrir og ágætlega varðir. Hafa allir riddarar High Elves
movement 9(18 þegar þeir charga/marsha) og gefur það þeim aukin hreifimöguleika. Mest notuð riddararnir hjá mér, getur aukið brynjuna þeirra til þess að gera þá að ”heavy cavalry“ annars er fínt að nota þá eins og er, eru fremsti parturinn í árásum mínum oftast, passa sig að láta þá gera áras, ekki láta óvinin ráðast á þá.

Special units:
Ellyrian Reavers, Dragon Princes of Caledor, Swordmasters of Hoeth, Shadow Warriors og Tiranoc Chariots.
Ellyrian Reavers eru ”scoutarnir“ hjá High Elves, þeir eru lítið varnir, snöggir, með boga eða spjót og með hreifanlegustu köllunum. Góðir til þess að láta flanka óvininn og taka út war machinin hans aftan frá.
Dragon Princes of Caledor eru heavy cavalryið hjá High Elves, varðir frá toppi til táar, í brynjum sem eru ónæmar fyrir eldi. Hef mjög litla reynslu af þeim, gott samt hafa þá sem fyrstu bylgju sem gerir árás, passa sig að láta þá gera áras, ekki láta óvinin ráðast á þá.
Swordmaster of Hoeth eru vopnaðir stórum tveggjahanda sverðum(+2S) sem þeir ná að beita jafn vel og venjulegu sverði, þeir eru verndarar The White Tower of Hoeth, þar sem galdramenn High Elves stunda sína iðju. Gott högg unit, þegar þeir komast í closecombat eru þeir óstöðvandi en vandamálið er að marr þarf að passa að þeir séu ekki skotnir niður á leiðinni.
Shadow Warriors eru þeir einu High Elves sem hafa fengið sig til að hata nokkurn kynþátt, Dark Elves. Þeir eru vopnaðir longbows, sverðum og skjöldum og eru skrimish(þurfa ekki að ganga um í beinum röðum, sjá 360° o.fl.). Hef aldrei notað þá svo ég get ekkert sagt um þá.
Tiranoc Chariots eru hestvagnar frá Tiranoc, þeir eru ekki algengir en kemur fyrir að þeir séu notaðir. Eru 2 menn í hverjum hestvagni og eru þeir vopnaðir spjótum og bogum. Senda þá með riddurunum til þess að auka enþá á höggþunga þeirra, ef Tiranoc Chariots ná ekki að ráðast á óvininn eru þeir svo gott sem dauðir svo marr verður að passa sig að láta þá ráðast á óvinin, ekki öfugt.

Rare units:
Phoenix Guards, Reapeating Bolt Thrower, White Lions og Great Eagles.
Phoenix Guards eru hinir þöglu verndarar Shrine of Asuryan. Þeir berjast með atgeirum(halberds+1S) og birtast bara á vígvöllin óbeðnir. Meiga þeir aldrei segja orð, heyrist ekki orð frá þeim þó þeir séu að deyja, þeir lifa þegjandi og deyja þegjandi og venga þess valda þeir ótta (cause fear) hjá óvinum sínum. Ölfugt unit sem hægt er að nota bæði sem varnarmenn eða sóknarmenn.
R.Bolt Thrower, með öflugustu war machinunum í leiknum. Getur valið milli þess að skjóta 1 ör eða 6 skotum. Setja þá upp á hóla og láta þá skjóta óvininn niður, drífa langt og valda miklum skaða á öllu sem þeir hitta.
White Lions eru verndarar Phoenix King. Þeir eru vopnaðir stórri exi(+2S) og skíkkju búna til úr ljónsham(þaðan er nafnið á þeim dregið). Ef generalinn er fótgangandi þá er mjög gott að vera með eitt svona unit til að verja hann. Öflugir gaurar sem ráða við allt frá goblin upp í ofvaxna dreka eða deamons.
Great Eagles, ofvaxnir ernir sem geta valdið usla hjá óvininum. Hef aldrei notað þá, en best er að láta þá komast aftan að eða á hliðarnar hjá óvininum og valda usla þaðan.

Kostir:
Öflugir bardagamenn, WS 4 og BS 4 hjá venjulegum hermönnum. Öflugir galdrar, galdravopn og hlutir. Hátt leadership(8 hjá venjulegum hermanni) Mikið movement 5” á móti 4“ hjá flestum öðrum. Hestarnir(Elven Steed) fara 9”(18“ þegar þeir marsha/charga) miðað við 8”(16") hjá mönnunum.
Mikill breidd á tegundum unita.

Ókostir:
Hver kall kostar mikla punkta. Lágt toughnes(3 hjá öllum) og stength(4 hjá hetjum, en 3 hjá öllum öðrum). Ef þú kannt ekki vel á herinn er mjög líklegt að þér muni ganga illa með þá. Hvernig þú velur herinn þinn skiptir stóru máli, best er að reyna að finna góða blöndu af skotköllum og closecombat gaurum, en það getur tekið tíma að finna hvað hentar sér best.

Heildar útkoma:
Góður her sem tekur tíma að læra á, ekki reikna með að þú farir straks að vinna alla þína leiki með hernum. Prófaðu þig áfram með mismunandi samsetningu af her, t.d. eitt skiptið notaru aðalega skotmenn(Archers, Lothern Sea Guard, Repeating Bolt Throwers) með nokkrum unitum af fótgangandi mönnum til að vernda þá. Síðan geturu prófað að nota eingögnu closecombat gaura. Að lokum munnt þú finna góða blöndu af þessu sem virkar fyrir þig.

Vona ég að þessi grein hafi ekki orðið að algeru bulli og vona ég að hún hjálpi einhverjum í því hvort hann eigi að velja High Elves.

kv. Lord Raith