Jæja, partur 2 af ‘MÁLNINGARTRIKK’. ehemm.. anyways.. hvað ætla ég að tala um í dag? Ekkert annað en rammann utan um miniatureið, Baseinn.

Hefur þú einhverntíma verið að spila á móti geggjað flottum her en finnst samt eitthvað vanta? Svo skoðarðu nánar og sérð að baseinn er bara basic svartur. Það er ekki gott að sjá, meira að segja með raufarnar og allt out in the view.

Basic:
Í fyrsta lagi ætla ég að fjalla um svona basic base. Ef þú villt að kallarnir sjáist eins og þeir séu að labba á flottu túni. Grænt gras og alles þá málarðu baseinn grænann. Skellir lagi af lími ofan á og sáldrar eða dýfir baseinum í grænt sag. Svona nokkurnveginn grænann sand. Effective but cheap. Það er líka hægt að nota gráann lit á baseinn og venjulegann sand til að fá svona námu feel í þetta. Brúnann base og brúnt sag til að fá desert fíling og svo framvegis. Einnig er hægt að sleppa þessu fína sagi og fara bara útí hagkaup og kaupa krydd.. Það er hægt að nota krydd í margt og mikið, gróður, námusteina og fleira.. bara nota ýmindurnaraflið.

Stræti:
Næsta sem við gerum er svona fyrir aðeins lengra komna. Við ætlum að láta kallinn standa á cobblestones, eða fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá voru götur í den gamla daga allar lagðar með steinum sem á útlensku nefndust cobbles. Þú tekur þykkann pappír sem fæst útí næstu bókabúð, klippir hann niður í smá ferninga.. svona 1/2cm * 1/2cm. Límir þá alla á baseinn með millimeters millibili á milli. Málar allt saman svart og drybrushar með codex gray. Til að fá meiri dýpt er gott að gera mjög létt drybrush með hvítum. Pappírinn skiptir mestu máli en best er að fá svona grófa áferð á honum til að steinarnir í strætinu séu grófari en ekki kliptir saman úr plasti.

Raufar:
Allir sem sett hafa saman warhamer kalla taka eftir raufunum í baseunum. Það er hægt að losna við það með því að taka leir og skella oní eða ef fólk er óþolinmótt má redda því með þunnu teipi. En þá verður að passa sig á því að rífa það ekki á meðan málað er.

Jæja, Þetta ætti að nægja í dag. Ætti að gefa ykkur nægar hugmyndir og allen sammen. Takk fyrir og sjáumst næst.
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)