History of the World History of the World

“The game of rising empires and falling powers”

Um daginn rölti ég ásamt nokkrum vinum mínum niður í Nexus, markmið ferðarinnar var að finna og kaupa eitthvað skemmtilegt borðspil. Við stóðum lengi og skoðuðum en ákváðum að lokum að kaupa spil sem heitir History of the World. Ég las yfir allar reglurnar þegar við komum heim og við vorum tilbúnir í slaginn…

Þetta spil er nokkuð flókið og það tekur smá tíma að átta sig á öllum reglum, mér fannst svolítið ruglingslegt hvernig sagt er frá sumum reglum í reglubókinni þannig að ég ætla ekki að fara mikið í reglur hérna .. bara gefa ykkur grófa lýsingu á spilinu.

—–

History of the World er spil sem 3 – 6 geta spilað.
Sá vinnur sem er með flest “victory points” í endann.
Það eru sjö umferðir í spilinu og hver umferð táknar tímabil í mannkynssögunni. Í hverri umferð geturðu orðið eitt af sjö heimsveldum sem voru ríkjandi á þeim tíma, þú getur t.d. orðið Sumeria, Egypt, Minoans, Indus Valley, Babylonia, Shang Dynasty eða Aryans á fyrstu öld en Russia, Manchu Dynasty, Netherlands, France, Britain, United States og Germany á þeirri sjöundu. Til að ákveða hver spilar hvað kasta allir tveim teningum, sá sem fær hæst byrjar að draga sér “empire card”. Á empire card’inu stendur hvaða þjóð þú ert, hversu mikinn her þú færð og hvort þú byrjir með höfuðborg eða skip. Reglurnar um hvernig maður dregur og heldur empire card og hver spilar hvað eru mjög sniðugar, það endar alltaf svoleiðis að allir hafa gefið hvor öðrum empire cards og vita þess vegna hvaða empire einhver einn annar er.

Umferðin byggist upp á því að það er ákveðin röð á því hvenær hvaða empire á að gera þannig að það empire sem er fyrst í röðinni byrjar og svo koll af kolli.
Það fyrsta sem þú gerir í umferðinni þinni er að spila út svokölluðum event cards, sem dreift er í byrjun hvers spils, ef þú vilt nota einhver þeirra. Þegar þú ert búinn að því byrjar þú á því að “planta” hernum þínum. Setur niður höfuðborgina þína og einn kall á hana. Þú mátt aldrei hafa meira en einn kall á hverju landi þannig að næsti kall sem þú lætur niður verður að fara á land sem liggur að byrjunarlandi þínu, þú verður sem sagt alltaf að láta kalla niður við hliðina á landi sem þú hefur eignast í þessari umferð. Þú mátt ekki setja niður kall við hliðina á kalli sem þú áttir fyrir einni eða tveim umferðum og þú getur ekki fært kalla, bara plantað nýjum. Ef einhver á land sem þú vilt fá þá einfaldlega plantar þú kalli á það og ræðst á hann. Árásaraðilinn kastar tveim teningum en varnaraðilinn einum, hæsta kast vinnur og ef það er jafnt deyja báðir og enginn fær landið. Þegar þú hefur lokið við að planta öllum köllunum þínum þá á næsta empire í röðinni að gera.
Þegar allir hafa lokið því að gera þá teljið þið saman svokölluð victory points. Victory point eru gefin útfrá ákveðnum reglum, þú færð t.d. tvö victory point fyrir hverja höfuðborg sem þú átt, eitt fyrir hverja borg o.s.frv.

—–

Ég get ekkert sagt um það hvernig spilið spilast vegna þess að ég hef aðeins spilað það einu sinni. Þetta er samt gífurlega skemmtilegt spil og samkvæmt sögunni með það að hvert empire heldur vanalega ekki velli lengi vegna þess hve mikinn plús árásaraðili fær - tveir teningar á móti einum.

Takk fyrir að lesa, veit að þetta er frekar ruglingslegt .. gerði samt bara mitt besta. Reynið svo að vera duglegri við að senda inn greinar, ég ætla allavega að reyna það. Ég tek ofan fyrir HackSlacka fyrir allar greinarnar sem hann hefur verið að senda inn.
-haraldur