Jæja, loksins er hún tilbúin. Héðan í frá má búast við þessum greinum á vikufresti. Næst mun ég taka Tomb Kings, svona til að klára Undead-herina, og síðan alla þrjá álfaherina.

Bastich skoðar: Vampire Counts


Stutt yfirlit: Í þessum ævintýralega heimi, þar sem galdrar eru daglegt brauð, rottur ganga á afturloppunum og risastórir hattar eru í tísku, þá er það öruggt dæmi að hinir dauðu að eiga erfitt að haldast dauðir. Og viti menn, hinir dauðu eiga sinn sess í Warhammer-heiminum, en þó sérstaklega á tveim stöðum, og eiga tveir mismunandi herir uppruna sinn frá þessum svæðum. Ég ætla mér að fjalla um þekktari Undead-herinn, en það eru blóðsugugreifarnir. Blóðsugur eru dreifðir um allan heim, en langmest af þeim er samt að finna í löndum Manna, t.d. Empire, Bretonnia, Estalia, Tilea og jafnvel í Cathay lengst til austri. Þó er einn staður langfrægastur fyrir blóðsögubúskap, en það er Sylvania í austanverðu Empire. Samanburður við Jörðina okkar er einföld: Sylvania er Transylvania-hérað í Rúmeníu.


Helstu styrkir: Vampire Counts er einn af tveimur “Undead” herjum í Warhammer, og þeir eru ekki alveg eins og allir hinir herirnir í Warhammer. Fyrir Undead skiptir Psychology engu máli í neikvæðum skilningi, og sömuleiðis ekki Break Tests. Stutt sagt er allur herinn “tjörupyttur”! Og allir Undead valda Fear, og sumir jafnvel Terror! Það eitt að þurfa að láta óvinina taka mörg Fear-tests mun leiða til þess að nokkur klikki, sem getur bara verið gott. Svo ekki sé minnst á “Auto-break” regluna varðandi Fear. Að auki eru Vampire Counts með suma kröftugustu characters í spilinu. Fullgræjaður Vampire Lord kostar vel yfir 300 pts, en hversu margir geta vonast eftir því að fella hann? Galdrarnir hjá Vampire Counts eru goðsögn, og þá sérstaklega út af hinum ógurlega Curse Of Years. Þó ætti fólk að hafa meiri áhyggjum af Invocation Of Nehek, sem leyfir Vampire Counts að gera mjög einstakan hlut: Að búa til nýjar sveitir á mjög óheppilegum stöðum (eins og fyrir aftan andstæðinganna!)


Helstu gallar: Jafnvel dautt fólk getur dáið (aftur (og aftur (og aftur))) og þrátt fyrir að Undead taki ekki Break Tests, þá eru þeir ekki Unbreakable. Mismunurinn í Break Test er látinn tákna hversu mörg auka Wounds sveitin hlýtur, sem þýðir að ef sveitinni gengur illa, þá drepst hún af sjálfsdáðum. Þetta gildir líka um characters, sem þýðir að stakar blóðsugur í hlutverki Erindreka Endalokanna eru fífldjarfar, til að lýsa því á jákvæðan hátt. Og EF hershöfðinginn deyr (sem oftast er sterkasta blóðsugan) þá molnar allur herinn hægt og rólega í duft. Og á meðan characters eru sterkir, þá eru venjulegu kallarnir það ekki. Beinagrindur eru Goblins á Herbalife-kúr, og Zombies eru lélegstu bardagamenn í spilinu. Og samt eru þeir rándýrir í punktum! Auk þess hafa kallarnir í Vampire Counts here verið sakaðir um skort á hraða, því herinn má eingöngu Marcha ef hershöfðinginn er nógu nálægt. Herinn er háður göldrum, en ekki eins mikið og herinn er háður Hershöfðingjanum. Á meðan aðrir herir geta komist af án hershöfðingjans, þá eiga Vampire Counts mjög erfitt með það.


Jafnvægi hersins: Við fyrstu sýn mætti halda að Vampire Counts séu sérstaklega sterkir, sökum þess að allt veldur Fear og þeim er skítsama um Break Tests, og nýjar sveitir spretta upp úr jörðinni eins og slæmur arfi. Herir með lágt LD eru oftast auðveld bráð fyrir Vampire Counts. Og margir verða fölir þegar blóðsugurnar fara á stjá og mauka mann og annan með litlum erfiðleikum. En þegar nánar er gáð eru stórir gallar í hernum sem vega á móti: Það verður að vera galdrakarl sem hershöfðingi í hernum, sem þýðir að oftast er að minnsta kosti einn Aumingi í hernum. Það er gott sem ekkert Shooting í hernum (minna en Chaos hefur til boða!) og herinn er sérstaklega háður göldrum, sem eru ekki beinlínis öruggir. Og þrátt fyrir ofurblóðsugurnar og aðra sterka characters, er herinn ekki gerður til að vinna combat á einföldum drápum, heldur á fjöldanum og combat results. Þegar farið er út í einstaka hluti í listanum stendur aðeins Black Coach út úr sem “gallaður”, sökum þess að hann er 200 pts Chariot, en meira um það seinna. Yfir heildina, er herinn ekki ósanngjarn, heldur bara öðruvísi, og kallar þarmeð á öðruvísi herkænsku.


Sagan og bakgrunnur: Sagan á bak við Vampire Counts er löng og ströng, og ég ætla mér að eyða aðeins meiri tíma í söguna þeirra en venjulega. Best væri að byrja á byrjuninni….

Fyrir 4500 árum, heilum 2000 árum áður en Sigmar stofnaði Keisaraveldið sitt, var Mennsk siðmenning að blómstra, langt fyrir sunnan “Gamla heiminn”. Var hún kölluð Nehekhara, og er margt svipuð Egyptalandi til forna. Nú á dögum er þetta landsvæði einfaldlega kallað “Land hinna dauðu” vegna ástæðanna hér á eftir. Þegar maður sem hét/heitir Settra gerðist konungur Nehekhara, vildi hann ríkja að eilífu, og var miklu púðri eytt í að uppgötva leyndardóma ódauðleikans. Þrátt fyrir að það mistækist, því Settra dó eins og allir aðrir, var leitin að ódauðleikanum hafin í Nehekhara. Smátt og smátt snerist hið daglega líf í Nehekhara um að gera næsta líf sem best. Risastórir pýramídar voru reistir, og eigendur þeirra voru grafnir í þeim ásamt nánustu ættingjum, stríðsvélum og fjársjóðum. Svona gekk þetta árum saman, og dag einn í Nehekhara kom maður fram á sjónarsviðið sem sór þann eið að hann myndi aldrei deyja:

Nagash.

Nagash tókst það sem Settra og öllum hinum kóngunum tókst ekki. Hann bjó til elíxír sem leyfði honum að lifa margfalt lengur en venjulega. Hann handsamaði 3 álfa-galdramenn og pynti þau til að kenna sér allt sem þau kunnu, og náði loks yfirráðum í Khemri, stærsta og mikilvægasta landsvæði Nehekhara. En hin landsvæðin létu ekki bjóða sér þetta, og risu gegn honum, og hófst þar með langt og blóðugt stríð, sem endaði með því að Nagash var rakinn frá völdum, og öllum hans liðsmönnum tortímt. En ekki þekkingu hans. Af hinum margfrægu Níu Bókum Nagash, komst ein í hendurnar á drottningu Lahmia-ríkissins, sem þá var austasti partur af Nehekhara-veldinu. Hún bjó til Elíxírrinn handa sjálfri sér, og ekki leið á löngu þar til Lahmia var stjórnað af ódauðlegum valdhöfum. Aldir liðu, og valdhafar í Lahmiu urðu fölir á hörund, fældust dagsbirtu og drukku eingöngu blóð. Fyrstu blóðsugurnar litu dagsins ljós….eða þannig.

En brátt fengu íbúar Nehekhara nóg af þeim sömuleiðis, og hófst mikið stríð gegn blóðsugunum. Af þeim 12 “Ofur”blóðsugum, sem réðu ríkjum í Lahmia, voru 5 drepnar, þegar Nehekhara undir stjórn öflugasta konungs veldissins fyrr eða síðar, Alcadizzar, sigraði í stríðinu. Hinar 7 blóðsugurnar flúðu í allar áttir, en flestar til norðurs eftir ströndinni, í átt að “Sour Sea” (Persaflói) þar sem sögur fóru af miklu veldi hinna Dauðu. Þar fundu blóðsugurnar Nagash, kröftugri en nokkru sinni fyrr. Hann var ánægður með hvað Elíxírinn sinn hafði gert, og gerði blóðsugurnar af Höfuðsmönnun hers síns. Nagash réðst aftur á Nehekhara, en hafði valið versta mögulega tímann til þess. Nehekhara hafði aldrei verið stærra né kröftugra, og átti ekki í miklum erfiðleikum með að sigra Nagash, blóðsugurnar og allt dauða fólkið undir þeirra valdi. Til að forðast reiði Nagash, flúðu blóðsugurnar aftur, í þetta skipti til allra horna heimsins, eins langt frá Nagash og mögulegt var.

(Vegna þess að Undead-hernum var skipt í tvennt af GW (til að græða meiri peninga) er sagan í gömlu Undead-bókinni og síðan í nýju Vampire-Counts/Tomb Kings bókunum ekki samhæf. Þetta kemur best fram þegar litið er á hvað varð um blóðsugurnar þegar Lahmia féll, og sérstaklega með Strigoi-blóðlínuna.)

Af þessum 7 blóðsugum, flúði ein til austurlanda fjær, og hefur ekkert meira spurst af henni. 1 önnur ferðaðist alla leiðina norður í Chaos Wastes og hefur ekkert spurst til hennar. Þó eru sögusagnir um að hún hafi drukkið blóð sem hún hefði betur látið ósnert, og sé orðinn kröftugri en fólk getur ímyndað sér. Af hinum 5 er vitað þetta:


Neferata drottning var löngu farin frá Lahmia þegar Nehekhara lagði ríki hennar í rúst, og í aldaraðir heyrðist ekkert frá henni. Þó er vitað að að lokum settist hún að á hæsta tind Worlds Edge Mountains, sem heitir Silver Pinnacle, og býr þar enn. Þar hefur hún reist mikla og stóra höll, og komið sér upp stóru of flóknu systralagi, þar sem allar “systurnar” eru blóðsugur. Þetta systralag Lahmia-blóðsugna teygir anga sina um allan “Gamla heiminn”, og er hálfgert skuggavald í ríkjum manna. Hvað skyldu vera margir staðir í löndum manna, þar sem konur ríkja á bak við dimm tjöld og ferðast aðeins um að næturlagi?Ólíkt öðrum blóðsugum, tala Lahmia-blóðsugur sín á milli. Oftast til að plotta og skipuleggja. Lahmia-blóðsugur hafa gríðarlega mikil völd, en samt ber lítið á þeim.


Abhorash, sterkasti stríðsmaður Lahmiu, var tekinn í blóðsugnatölu á móti vilja sínum, og bar þess merki með því að sjá um að halda uppi röð og reglu í Lahmiu. Þegar Lahmia féll, fór Abhorash sínar eigin leið, og fór norður ásamt örfáum lærisveinum sínum. Hann bölvaði sjálfum sér og sérstaklega blóðþorstanum og notaði stríðsmannsvilja sinn til að halda honum í skefjum. Þó var það ekki nóg, og leitaði hann vel og lengi að endanlegri lausn, og fann hana loksins á háum fjallstindi. Þar hafði dreki komið sér makindalega fyrir, og var ekkert hrifinn af því að einhver illa tenntur maður væri að þvælast fyrir. Í heilan sólarhring börðust drekinn og Abhorash, með sigri Abhorash (auðvitað), og þegar hann drakk blóð drekans, fann hann loksins það sem hann hafði leitað að: Frelsi frá þorstanum. Hann sendi lærisveina sína út í heiminn, og bað þá ekki snúa aftur fyrr en þeir væru jafnsterkir og hann sjálfur. Þá myndi hann frelsa þá frá þorstanum þeirra, og þeir myndu verða guðir meðal manna. Þannig urðu Blood Dragons til, bardagablóðsugurnar.


W´Soran, sem var talinn fremsti gullgerðarmaður Lahmiu, er talinn forfaðir Necrarch-blóðsugna. Necrarch-blóðsugur eru stílaðar eftir blóðsugum eins og kvikmyndin Nosferatu frá því í gamla daga sýndi þær. Necrarch blóðsugur eru einfarar, enda með þeim ljótari sem hægt er að finna. Þær eru kannski ekki eins sterkar og venjulegar blóðsugur, en þær eru mun vitrari (reyndar geðveikar allar með tölu) og því mun sterkari galdramenn. Nercarch-blóðsugur halda sig í dimmum drungalegum turnum, og eru flestar fundnar í norðanverðu Keisaraveldinu.


Ushoran var með sterkari blóðsugunum í Lahmia, og mikill leiðtogi. Þegar Lahmia féll, krafðist hann þess að hinar blóðsugurnar myndu gera hann að leiðtoga sínum. Þær neituðu, og hann varð æfur. Hann tók lærisveina sína, og settist að í litlu ríki sem hét Strigos. Á gömlum kortum er þetta ríki merkt með rústunum Morgheim, og er sunnan við Badlands. Þar tók hann við völdum, og þrátt fyrir blóðuga fortíð sína, voru þegnar hans sáttir og lögum og reglum var upphaldið. Því miður leið ríkið undir lok þegar Orca-WWWAAAGGGHHH jafnaði höfuðborgina við jörðu, og Ushoran dó. Eftirlifandi Strigoi-blóðsugurnar flúðu út um allt og leituðu hælis hjá öðrum blóðsugum. En hinar blóðsugurnar mundu eftir hrokafullri kröfu Ushoran, og réðust á Strigoi-blóðsugurnar. Síðan þá hafa Strigoi-blóðsugur alltaf verið á flótta, og dyljast þar sem enginn á leið um, og eru fylltar hatri í garð allra fyrir aldalanga misþyrmingar sínar (Búu-húu). Þær eru villimannslegar í útliti og hegðun, massaðar með ólíkindum og hafa engan fatasmekk.


Vashanesh, konungur Lahmiu, virðist hafa tekist að dylja spor sín vel, því ekkert sést né heyrist af honum fyrr en 3000 árum síðar, þegar einn af arftökum hans, Vlad Von Carstein dúkkar upp í Sylvaníu. Hann giftist dóttur ríkjandi greifans og kom lögum og reglu yfir ríki á barmi stjórnleysis. (Hvaða reglu-complex er þetta eiginlega hjá blóðsugum eiginlega?) Þemað hjá Von Carstein er hið klassíska blóðsuguþema, laglegir aristókratar sem umgangast bara heldra fólkið (og auðvitað bara á nóttunni). Í fyrstu var allt við ljúfalyndi, fyrir utan áráttu Vlads um a refsa andstæðingum sínum með ótrúlega hrottalegum hætti, en þegar fjórar kynslóðir af Sylvaniu-búum höfðu búið undir stjórn hans, fór fólk loksins að leggja saman tvo og tvo, og allsherjar stríð Von Carstein-fjölskyldunnar gegn Keisaraveldinu hófst. Vlad Von Carstein féll strax sama ár. Þrisvar, reyndar. Og mörgum sinnum eftir það, því Vlad hafði öflugt leynivopn: Carstein-hringinn, sem leyfði honum að rísa aftur frá dauðum. En þegar hringnum var stolið, var Vlad loksins duftaður. Arftaki hans, Konrad Von Carstein var geðbilaður með ólíkindum. Hann ákærði móður sína fyrir að eiga sig án síns leyfis, og lét múra hana inni. Hann var líka aumingi í samanburði við Vlad og var sigraður af Keisaraveldinu og dvergunum. Seinasti Von Carstein-greifinn, Mannfred Von Carstein, er oft talinn sá hættulegasti af þeim öllum. Hann lét fara lítið fyrir sér, og lærði Necromancy-galdra í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða. Því miður fyrir hann var Keisaraveldið komið með dágóða reynslu af blóðsugudrápum og tókst loksins að drepa hann, um 140 árum eftir að Vlad fór fyrst á stjá. En þó er fólk ekki visst um að Mannfred hafi drepist fyrir fullt og allt, og einhver hlýtur að vera ábyrgur fyrir öllum þessum dauða fólki sem fjölgar stöðugt í Sylvaniu þessa dagana….


Fyrir þá sem spiluðu “gamla” Warhammer: Þetta er alls ekki gamli herinn ykkar. Blóðsugurnar einar og sér drottnuðu yfir Warhammer í gamla daga, enda öflugustu Stríðsmenn spilsins, en nú eru þær bara Leiðtogar með góða bardagahæfileika. Auk þess var Undead-hernum gamla skipt í tvennt: Vampire Counts & Tomb Kings. Margar öflugustu sveitirnar urðu að characters (Wraiths & Mummies) og Necromancers hættu að vera sterafíklar. Auk þess voru Vampire Counts geldir þegar kemur að göldrum: Undead-galdarkarlar voru bestir í gamla daga, punktur. Nú til dags eru þeir lítið skárri en venjulegir galdrakarlar. Og Nagash er ekki lengur í spilinu (en það gæti breyst síðar)


Herinn sjálfur: Ég mun gera hlutina aðeins öðruvísi núna. Þar sem sex mismunandi Vampire Counts herir eru mögulegir, þá mun ég skoða herinn frá þessum sex sjónarhornum. Það tekur meiri tíma, en leyfir fólki að sjá herinn frá öðrum sjónarhornum. En fyrst…

Spes Reglur: Undead hafa slatta af þeim, og flestir eru kunnugir þeim algengustu. En til að stikla á stóru: Allir Undead eru Unbreakable og valda Fear eða jafnvel Terror! Neikvætt Combat Result veldur auka Wounds á hverja Undead-sveit í combat (já, sér á hverja sveit!) og Undead geta aldrei gert neitt á móti charge frá öðrum. Undead-herir eru algjörlega háðir hershöfðingjanum, þeir mega ekki Marcha nema vera innan LD-færis hans, og hrynja í duft ef hann deyr. Og síðan eru sumir Undead flokkaðir sem Etheral, þannig að aðeins galdar og galdravopn geta meitt þá (combat resolution fer líka illa með þá!).


Magic Items: Mörg af dýrustu Vampire Counts Magic Items eru líka mörg af þeim lélegestu, í sannleika sagt. Sem betur fer eru þessi ódýru mjög góð, svo góð að það er erfitt að gera upp hugann um hver skal skilja eftir!

Vopn: Frost Blade & Black Axe Of Krell eru alltof dýr, og Blood Drinker er rusl. Sword of Unholy Power (+1 galdrateningur fyrir hvert Wound) og Tomb Blade (+1 beinagrind/Zombie fyrir hvert wound) eru góð, en því miður allt of sjaldséð, því oftast eru betri vopn á ferðinni….og Great Weapon kostar líka svo lítið! Sword Of Kings (Killing Blow á 5+) er samt alltaf skemmtilegt á Wight Lord, sérstaklega þar sem samanlegt er kostnaðurinn bara um 100 pts.

Brynjur: ATHUGIÐ: Aðeins characters sem eru ekki Wizards geta verið í galdrabrynju. Þó eru Blood Dragons undanþegnir þessari reglu. En þrátt fyrir miklar takmarkanir á þeim sem geta klæðst brynjum, eru Vampire Counts með gott úrval. Wailing Helm veldur Terror, Flayed Hauberk gefur 1+ Armour Save, og Cursed Shield of Mousillion er alltaf gaman að taka á móti Bretonnians….

Talismans: Örugglega mikilvægustu Magic Items hjá Vampire Counts, og líka gott úrval. Þó eru þau flest með einhverja galla. Obsidian Amulet gefur 4+ Ward Save eingöngu á móti göldróttum árásum. Frábært á Wraiths. Crown of The Damned gefur 4+ Ward Save, en gerir notandann heimskan (Fínt samt á Vampire Lord með Ld 10), Ring Of The Night er bara einfalt og öruggt 5+ Ward Save, sem er oftast alveg nóg.

Arcane Items: Ódýrasta Arcane Itemið, Black Periapt (einn ónotaður galdrateningur (þíns eða andstæðingsins!) er geymdur þar til í næsta Magic Phase), er langbest, hverjum gat dottið það í hug? Book Of Arkhan (Bound Spell, Van Hels) er alltaf skemmtileg viðbót við galdrakraftinn, og Power Familiar (+1 galdratengingur) er skemmtilegur, þótt hann sé dýr. Staff Of Damnation (Bound spell, Hellish Vigour) á erfitt með að borga sig, þar sem hann virkar bara á sveitir í close combat.

Enchanted Items: Cursed Book (Allir óvinir innan 6“ -1 to hit) er andstyggilegt að hafa, sérstaklega nálægt hershöfðingjanum, Cloak Of Mists & Shadows (Notandinn er Etheral skepna) er nothæfur til að verja character á kostnað close combat hæfileika hans (Master Necromancer, t.d.) og Talon Of Death (Allir í base contact fá S5 hit) á mjög erfitt með að vera virði puntkanna sinna, en er gaman að taka upp á kvikyndisskapinn einann.

Magic Banners: Þar sem BSB eru ekki eins nothæfir fyrir Vampire Counts og fyrir aðra. eru þeir lítið notaðir. Auk þess er bara einn banner sér fyrir BSB, en pælið í því: Heil sveit af Zombies sem veldur Terror! Banner Of The Barrows (allar Wights hitta alltaf á 3+) er barasta argasta snilld, sérstaklega ef Wight Lord með Sword Of Kings fylgir með. Doom Banner er fínn á móti skotglöðum herjum, en gamli góði War Banner er oftast betri heldur en hinir Magic Standards sem eru ónefndir.

Von Carstein Bloodlines & Magic Items: ”Vanilla vampírur“. Þeir fá enga sérhæfileika eða veikleika framyfir aðrar blóðsugur, sem þýðir að þeir eru frábært Bloodline til að byrja Vampire Counts her með. Bloodline-kraftar þeirra eru ekkert kröftugir, en mjög nothæfir. Summon Bats og Call Winds kosta allt of mikið, á meðan Summon Wolves kemur sér best á Thrall. Aura Of Dark Majesty eykur Ld-færi hershöfðingjans upp í 18”, sem leyfir hernum að vera dreifðari, en best er Walking Death, sem er War Banner fyrir character. Nauðsynlegt fyrir her sem stólar svona mikið á combat result. Því miður sjást Von Carstein Bloodlines ekki eins mikið og maður héldi, út af einum hlut: Carstein Ring. Besta Talisman-Item í Warhammer-spilinu, enda kostar það 100 pts! Með þetta á er blóðsugan gott sem óstöðvandi!

Blood Dragons Bloodlines & Magic Items: Bardagablóðsugur. Þeir fá stóra plúsa varðandi bardaga, en galdrahæfileikar þeirra eru veikari fyrir vikið. Og þeir verða að heyja Áskoranir (Challenges) hvenær sem þeir geta. Þeir hafa engin sér Magic Items, enda lítil þörf á því, vegna þess að Blood Dragons eru með mjög sterka Bloodline-krafta, og er Master Strike (Killing Blow) efstur á blaði. Hinir eru flestir líka svo góðir að óþarfi er að kaupa galdravopn, en í guðanna bænum munið eftir því að kaupa gott Talisman á kappann!

Necrarch Bloodlines & Magic Items: Geðbilaðir galdramenn, í orðsins fyllstu merkingu. Þeir fá mínusa á WS, og hafa takmarkað úrval á Magic Items. En það skiptir svosem ekki máli, því þeir fá +1 við öll galdraköst (EKKI Dispel-köst) og Bloodline-kraftarnir þeirra eru stílaðir á galdra, og svínvirka þannig. Þeir eru allir lygilega kröftugir og einfaldir, og ég þarf raunverulega ekki að skrifa neitt um þá. Til að gefa hugmynd, þá er hér ein Banvæn blanda: Vampire Lord með Nehekhara´s Noble Blood + Forbidden Lore + Spell Familiar. Fyrir 75 pts, færðu Lvl 4 Necromancer sem kann ALLA 6 galdranna! Og á 25 pts eftir fyrir Dispel Scroll eða Power Stone!

Strigoi Bloodlines: Strigoi mega ekki nota Magic Items, og þurfa þau heldur ekki. Aukaárás, innbyggt Ward Save og hatur gagnvart öllum, hæfileikar sem setja þau nálægt Blood Dragons í bardagahæfileikum. Að velja fyrir þá Bloodline-krafta er lygilega einfalt. Svo einfalt að ég sé ekki ástæðu til að segja neitt. Nema þetta: Prófið að láta allar Strigoi blóðsugur hafa “Summon Ghouls” kraftinn. Það gæti orðið slatti af Ghouls það, og á mjög þægilegum stöðum….

Lahmia Bloodlines & Magic Items: -1 WS, +2 I og allir andstæðingar fá -1 LD? Ekki beinlínis kraftmikið. Að nota Lahmia blóðsugur krefst lygilega mikils af Vampire Counts spilara. Sérstaklega út af vafasömum Bloodlines-kröftum. Quickblood og Innocence Lost eru frábærir kraftar, en allir hinir eru byggðar á LD-testum til að virka. En ef LD-testin klikka, þá verður gaman. Lahmia-her þarf meira á heppni að halda en nokkur annar VC her, og er sömuleiðis eini VC-herinn sem getur grætt eitthvað á að taka Death galdra, vegna þess að sterkasti Death-galdurinn minnkar LD um heila 3! Lahmia-blóðsugur fá auk þess andskoti sniðugan Sniper-boga, en vandamálið við hann er sígilt: Erfitt fyrir hann að borga sig, og víkur nánast alltaf fyrir einhverju þarfara. Ég ráðlegg Lahmia-her aðeins fyrir reynda Vampire Counts spilendur!

Ég ætla að minnast hér á sjötta möguleikann í VC-her: Her með engar blóðsugur, eða öðru nafni Necromancer-her. Það hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru að margir puntkar sparast í characters og að galdrar eru líklegri til að virka, út af fleiri galdrateningum sem verða til boða. Á móti kemur að hershöfðinginn verður að vera Necromancer, sem er sígilt dæmi um Auminga, þannig að hann þarf að verja vel. Wight Lords eru bestu bardagahetjurnar, en þeir eru engar blóðsugur, þannig að fólk gæti átt í vandræðum með að spila þennan her. Það er SAMT auðveldara að spila þennan her heldur en Lahmia-her.


Lords: Leiðtogarnir OG Stríðsmennirnir. Tannlæknakostnaðurinn hjá þeim hlýtur samt að vera hræðilegur….

Vampire Lord: One BAD mofo! Þó þarf að passa sig þegar þessi er dreginn út á bardagavöllinn: Er hátt WS, auka Wound og auka árás þess virði að tapa einni aukahetju fyrir? Myndi ein hetja til viðbótar við herinn ekki koma að meira gagni? Það eru mjög fáir sem geta staðið í hárinu á Vampire Lord, sérstaklega einum sem er græjaður rétt, en það er oft sem hann er ekki virði þess að taka. Vampire Count er oft besti möguleikinn, sérstaklega ef það er bara verið að leita að Leiðtoga fyrir herinn.

Vampire Lord getur sest uppá Zombie Dragon. Plúsinn við það er augljós og illa lyktandi, ekki til að minnast á andfúll. -1 til að hitta er líka frábær bónus, sérstaklega ef Cursed Book er nálægt. En mínusinn er ennþá augljósari: 500+ puntka Large Target fljúgandi um að fetta fingur út í fólk! Ef þetta verður ekki plaffað niður með öllum langdrægum vopnum sem eru innan seilis, þá er samt ekki öruggt að þetta nái að borga sig. Og drekinn tekur LÍKA auka Hero choice frá þér! Semsagt, 1 Lord choice, og tveir Hero choices as auki! En þegar í stórorrustur er komið (3000+), þá kannski kemur hann að betri notum…

Vampire Count: Vinsælasti Lordinn hjá VC. Mjög skynsamlegur kostur, ekki of dýr, en nógu kröftugur samt. Þrátt fyrir alla sína krafta þá þarf þessi character að vera í sveit til að koma að mestu gagni. Oftast er Vampire Count sterkasti characterinn í hernum (og stundum sá sterkasti í orrustunni) þannig að hann getur þolað ýmislegt.

Vampire Counts (og Lords reyndar líka) geta setist upp á Winged Nightmare. Nýja módelið er sérstaklega flott, en það hylur ekki staðreyndina að þetta skrýmsli er slæm hugmynd fyrir blóðsugur. Large Target dregur alltaf að sér athygli skotvopna, og eingöngu Blood Dragons eiga möguleika á því að valda nægum skaða til að þetta fuðri ekki upp, hvað þá að það borgi sig. Þetta fer fyrst að borga sig þegar í stærri bardaga er komið, því þá geturðu misst characterinn + skrýmslið og samt haldið áfram.

Master Necromancer: Æðsti Auminginn í Vampire Counts, en hann er öflugasti galdrakarlinn. T4 er ágætt, en samt er Ward Save algjör NAUÐSYN á þennan character, og hann skal aldrei yfirgefa sveitina sem hann byrjar í. Í Necromancer-her er þetta hershöfðinginn, sem skapar vandræði, því á meðan blóðsugur geta séð um sig sjálfar, getur þessi það ekki.


Heroes:

Vampire Thrall: Veikustu blóðsugurnar, en það gerir þær samt ekki að neinum lúðum. WS 6 og S 5 er nóg til að lumbra á hverjum sem er, og þar sem Thralls eru ekki galdrakarlar er hægt að græja þá aðeins betur upp. Til dæmis með smá brynju! Thralls eru best hugsaðir sem Stríðsmenn, því Leiðtogar eru þeir ekki. Þó eru margir sem fara ódýrari leiðina, og velja bara….

Wight Lord: Stattalega séð er Wight Lord ekki mikilfenglegur, en hann er oftast alveg nóg. 20 pts ódýrari en Vampire Thrall, og stendur sig oftast jafnvel, ef ekki betur! Wight Lords hafa Killing Blow, og eru þess vegna vel settir með Great Weapon og nóg af brynju. Þeir eru líka frábærir vara-Leiðtogar, ef hershöfðinginn skyldi geispa golunni.

Wraith: Með aðeins eina aukaárás til að sanna að hann sé ekki getulaus Necromancer, er dálítið erfitt að sjá góðu punktanna við Wraith. Hár punktakostnaður hjálpar ekkert heldur. En kostirnir eru dálítið góðir: Wraiths eru Etheral, og valda Terror! Wraiths og Banshees eru frábærir ferðafélagar, hafðu þau hlið og hlið, og fylgstu með hvað gerist! En ef þú vilt endilega að Wraith ferðist hraðar, þá skelltu honum á hest og farðu að angra War Machines. Obsidian Amulet á Wraith gerir hana margfalt seigari.

Necromancer: Sígildur Aumingi, en er samt nauðsynlegur hluti af hernum. Nánast allir VC-herir hafa einn Necromancer, ef ekki fleiri. Vegna þess hve mikilvægir þeir eru fyrir Vampire Counts-her, ber að hafa auga með þeim, þú getur sjaldan notað sömu “Verjum Aumingjann” taktíkina með VC og þú getur með aðra heri!


Core Choices:

Skeletons: Fyrir 8 pts, færðu dauðan Goblin með skjöld! Reyndar eru beinagrindur VERRI en Goblin, sem gerir punktakostnaðinn bara hlægilegan. Kostar Fear virkilega svona mikið? Light Armour (á 2 pts! OKUR!) er góð fjárfesting til að halda þeim líf….á borðinu. Ekki búast við neinu af beinagrindum, þeir eiga bara að standa saman í hóp og öskra BÖÖÖÖÖHH! En þrátt fyrir alla hörmungarnar, eru beinagrindur samt betri en…

Zombies: “Brains! More Brains!” Heilsið upp á LÉLEGASTA kallinn í Warhammer. Þótt Zombies hafi þennan vafasama heiður (plús það að þeir gera alltaf seinast), þýðir það ekki að þeir séu gagnslausir. Ónei. Til að byrja með, kosta þeir minna en beinagrindur, þannig að hægt er að búa til Horde-her með Zombies! Eða eitthvað í þá áttina. Síðan er auðvelt að vekja þá upp með Invocation Of Nehek galdrinum, þannig að hlutverk þeirra verður aðallega að birtast á óþægilegum stöðum og hirða ranks. Síðan eru þeir líka frábærir tjörupyttir, þar sem það þarf að drepa hvern einasta þeirra til að losa sig við þá. Ef þeir drepa eitthvað, þá er það óvæntur bónus!

Ghouls: Skirmisher-sveit Vampire Counts, og koma þar með að einhverju gagni. T 4 og 2 eitraðar árásir er heldur ekkert slor. En ólíkt næstum öllu öðru í VC-hernum eru þeir lifandi! Og þurfa þar með að taka Panic Tests og Break Tests! Það hefur bæði sína kosti og galla, en LD 6 gerir það meira að göllum.

Bat Swarms: Alvöru tjörupyttur! Ólíkt Undead-sveitum, þurfa Bat Swarms ekkert að hafa áhyggjur af combat result. Bættu við þeirri staðreynd að Bat Swarms fljúga 10“, og þú ert kominn með fyrsta flokks tjörupytt! Miðaðu á hliðarnar (eða aftan) á sveitum til að vera ennþá meira pirrandi!

ATHUGIÐ: Þar sem Ghouls og Bat Swarms eru ekki Undead, hafa galdrarnir Hellish Vigour og Van Hels Dance Macabre engin áhrif á þá!

Dire Wolves: Fast Cavalry hjá VC. Ólíkt öðru Fast Cavalry, hafa Dire Wolves engin skotvopn, þannig að þeir tapa smá þar. En getið þið nefnt mér aðra ódýra Fast Cavalry sveit sem veldur Fear? 5 Dire Wolves kosta 50 pts og eru nytsamlegir til allan fjandans. Til þess að þeir komi að einhverju gagni, er nauðsynlegt fyrir þá að byrja bardagann innan LD-færis frá hershöfðingjanum, svo að þeir geti Marchað sínar 18”! En þrátt fyrir nytsamlegheit, eru þeir ekkert spes í close combat, jafnvel þótt þeir fái +1 S þegar þeir charga. Þeir eru best settir í að ógna hliðum á óvinasveitum, veiða War Machines (Þeir eiga samt í vandræðum með þær!) og bara að vera ógnandi.


Special Choices:

Grave Guard: Aðal bardagasveitin í VC-hernum. Þeir ráða við flestallt, aðallega út af S og T 4, Heavy Armour og Killing Blow. En þetta vita allir, og þess vegna eru þeir oftast fyrstir sem verða skotnir í spað. Sérstaklega þar sem engin leið er til að bæta upp hina látnu! Það þarf að hafa auga með Grave Guards, og alltaf að hafa litla hjálparsveit með, svona til öryggis. Halberds eiga mjög erfitt með að borga sig, sérstaklega þar sem Grave Guards með skjöld hafa 3+ Armour Save! Síðan er heldur engin takmörkum á Grave Guard-sveitum, þannig að margar litlar gætu komið að meira gagni heldur en ein stór….

Black Knights: Riddaraútgáfan af Grave Guard. S og T 4 gildir enn meira hjá þeim, þar sem fáar riddarasveitir hafa T 4! Þeir eru banvænir þegar þeir charga, sérstaklega ef Banner of The Barrows er hafður með! Með Barding hafa þeir 2+ Armour Save, en stundum er betra að hafa full Movement 8. Litlar 5 manna sveitir geta virkað, en þó þarf að fara varlega með þær. 8 Black Knights er oftast fín tala.

Black Knights eru lygilega oft notaðir sem skotpallar fyrir blóðsugur í drápshug. Marcha fulla ferð áfram, og nota síðan Van Hels galdurinn til að fara það sem vantar uppá. Þegar sú áætlun tekst er hún banvæn, en flestir spilendur sjá þetta oftast fyrirfram og geta gert ráðstafanir. Ef svona sveitir lenda á seigri sveit að framan og fá síðan aðra sveit í hliðina, eru þeir dauðadæmdar, og skiptir engu máli hversu öflug blóðsugan er.

Fell Bats: Hraðskreiðar en brothættar. Frábærar í að éta War Machines og í að stöðva Marches. 3 eru lágmarkið, og kosta bara 60 pts. Á móti skotherjum myndi ég ráðleggja annaðhvort 2 3 manna sveitir eða 1 6 manna. 2 árásir eru fínar, en þær eru bara WS 3 og S 3.

Spirit Host: Etheral Swarm. Plúsinn yfir venjulega tjörupytti er sá að þessir eru Etheral, og þar með mjög erfitt að meiða. Mínusinn er sá að combat result fer illa með þá. Best notaðir á jaðar borðsins til að elta niður og festa smáhluti sem gætu verið að þvælast þar, eins og Fast Cavalry sveitir og Skirmishers. 2 eru pastlega mikið og ódýrt.


Rare Choices:

Banshee: Eina skotvopn Vampire Counts. Það drífur skammt, en getur farið mjög illa með suma. Banshees öskra á eina sveit innan við 8“, og gera skaða byggðan á formúlu: 2D6+2-LD skotmarksins. Herir með hátt LD þurfa litlar áhyggjur af hafa, nema þá að Banshee stöðvar Marching. Banshee getur öskrað á hvaða sveit sem er, engin undantekning. Miðaðu á sveitir í combat ef þú getur, þú gætir drepið einmitt nóg til að minnka Rank Bonus eða jafnvel láta þá panikka og flýja! En haltu Banshee utan combat, hvað sem þú gerir! En ef það gerist, skal muna að Banshee getur öskrað í combat sem hún er í….

Að láta Wraith vera samferða Banshee er lygilegt fjör. Annar veldur Terror og hinn öskrar. Sérstaklega ef það eru tvær Banshees!

Black Coach: Líkvagninn er lygilega kröftugur Chariot. T 6, veldur Terror, hefur 5+ Ward Save, og græðir Wound fyrir hvert Wound sem hann gerir. Vandamálið er það, að ein S 7 árás er allt sem þarf til að breyta líkvagninum í dýra tannstöngla. Þetta er eina gallaða sveitin í Vampire Counts hernum. Út af því að næstum allir herir geta komið með nógu sterkar árásir til að brytja hann niður, er líkvagninn oftast skilinn eftir heima að safna ryki. Það þarf að gera Black Coach undanþeginn þessarri reglu til þess að hann verði puntkanna sinna virði.


Hvernig skal spila Vampire Counts: Með vel skipulögðu Magic-phase. Undead herinn er draslher ef hann hefur ekki Magic til að hjálpa sér.
Allir sem geta valið galdra ættu að hafa fyrsta Necromancy-galdurinn, Invocation Of Nehek. Hinir eru ekki eins nauðsynlegir, en koma sér vel. Nauðsynlegt er að fá tilfinningu fyrir því hversu marga teninga á að nota í hvern galdur. Invocation á lægsta þrepi getur virkað á einum teningi, en verður erfiðara fyrir andstæðingana að losa sig við þegar tveir teningar eru notaðir. Miðþrepið er það þrep sem á að nota mest, og sama reglan og áður gildir: Tveir teningar nægja, en þrír eru betri. Efsta þrepið á aðeins að nota þegar lífið (haha) liggur við eða þegar Lvl 3 eða 4 galdrakarl á í hlut.

Þegar búið er til nýjar sveitir, skal eingöngu kalla upp Zombies. Því fleiri, því betri er alltaf sagt! Ef þú sérð óvinasveit sem verður að deyja, skaltu senda bestu sveitina þína til að ráðast framan á, og kalla upp nýja sveit til að ráðast aftan frá!

Munið að Invocation of Nehek er hægt að nota til að lækna sködduð módel. Þetta gildir um characters, skrýmslin undir þeim, Spirit Hosts, Bat Swarms, Banshees og líkvagninn.

GRUNDVALLARREGLA: Í 9 af hverjum 10 tilfella sem VC characters eru stakir á ferð (þar með talið að sitja uppá skrýmsli) mun það enda illa fyrir þig! Ítrustu varúðar ber að gæta þegar þetta er gert, og ávallt skal hafa sveit nálægt til að flýja í ef allt fer til fjandans. Þó er ég með nokkrar hugmyndir og uppástungur fyrir ”stakar“ blóðsugur:

Blood Dragon: Sestu á stærsta og ljótasta kvikyndið sem þú finnur, grár fyrir járnum og farðu að veiða! Blood Dragon Vampire Lord á Zombie Dragon er í kringum 700 pts, en hversu margar sveitir lifa af að hitta hann?

Von Carstein: Wolf Form gefur Movement 9”, sem er andskoti hraðskreitt og ætti að nægja til að halda sér úr vandræðum. Kemur sér vel í að veiða staka characters og War Machines.

Strigoi: Þar sem Strigoi-blóðsugur geta flogið með hjálp Bloodline-krafta, er hægt að flykkja þeim saman og “gangbanga” sveitir. Álíka dýrt, ef ekki dýrara en Blood Dragon Tortímandinn hérna á undan, en álíka áhrifaríkt. Og þú þarft ekki að senda allar blóðsugurnar, bara þær sem þú vilt….

Ef VC-her er að spila orrustu sem er minni en 2000 pts: Satt að segja, þá eru VC í vandræðum. Necromancer er eini mögulegi hershöfðinginn (með einni undantekningu) og hann er ekki beinlínis harður af sér. Dágóðar ráðstafanir þarf að taka til að verja hann, sem getur farið illa með hernaðaráætlarnir þínar. Þó er einn ljós punktur í stöðunni - Vampire Thralls halda hlutverki sínu sem Stríðsmenn, þannig að nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að helsti Stríðsmaðurinn í hernum sé hershöfðinginn.

Necrarch Thrall með Nehekhara´s Noble Blood telst vera Lvl 1 galdrakarl og getur þarmeð orðið hershöfðinginn. En eini plúsinn við það er það að þá hefur hershöfðinginn T4 í stað T3. Necromancer getur allavega keypt sér Ward Save, en Necrarch Thrall eyðir öllu í Bloodline-kraftinn og er því allsber. (Ljót hugsun þar sem þetta er ljótasta blóðsugan) Sem betur fer eru Thrall og Necromancer með sama Ld, þannig að þú getur valið Necromancer sem hershöfðingja, og látið hetjuna vera auka galdrakarl með bardagahæfileika. (Ef þið teljið þrár WS 4 árásir vera bardagahæfileika!)